Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 202014
Í nóvember voru tíu ár síðan Tinna
Ósk Grímarsdóttir opnaði fyrir-
tækið Smáprent á Akranesi. Hug-
myndin kviknaði hjá henni 2008 en
þá hafði hún nýlega útskrifast sem
prentsmiður. „Ég var á þessum tíma
atvinnulaus og á bótum hjá Vinnu-
málastofnun og fékk smá styrk til að
búa mér til verkefni. Þá fékk ég hug-
mynd að hanna og prenta út afmæl-
isboðskort með allskonar mismun-
andi þemu. Þetta seldist reyndar
ekki mjög vel en ég lærðin helling af
því og þótti það skemmtilegt,“ seg-
ir Tinna. Hún fékk svo samning hjá
Morgunblaðinu og fór að vinna þar.
„Ég var í eitt ár hjá Morgunblaðinu
og á þeim tíma varð ég ófrísk og fór
svo í fæðingarorlof eftir þetta ár. Í
orlofinu kláraði ég sveinsprófið og
fékk titilinn grafískur miðlari. Þeg-
ar ég klára orlofið þá missti ég vinn-
una hjá Morgunblaðinu. Þá ákvað
ég að halda áfram með þetta verk-
efni mitt ásamt því að vinna á öðr-
um stöðum samhliða. Þannig varð
Smáprent til,“ segir Tinna og bæt-
ir við að sé viljinn fyrir hendi, geti
fólk hvað sem er. „Ég hvet alla til að
fylgja sínum draumum. Það var alls
ekki alltaf auðvelt fyrir mig að klára
skóla þar sem ég er bæði lesblind og
með námserfiðleika, en það er allt
hægt ef maður lætur ekkert stoppa
sig,“ segir Tinna.
Opnuðu verslun
við Dalbraut
Smáprent byrjaði í einu litlu her-
bergi í blokkaríbúð á Akranesi.
„Þar var ég bara ein með prentar-
ann minn. Ég bara byrjaði á að gera
jólakort og þau seldust mjög vel og í
framhaldinu fór ég að gera ferming-
arboðskort og svo bara jókst þetta
og ég hef verið í þessu síðan,“ seg-
ir Tinna og hlær. Axel Freyr Gísla-
son, eiginmaður hennar, hefur ver-
ið Tinnu innan handar í fyrirtækinu
alla tíð en sjálfur er hann véltækni-
fræðingur að mennt og vinnur fyr-
ir Skagann 3X. „Ég hef sko alls ekki
verið ein í þessu,“ segir Tinna, „Ég
hef haft mjög gott bakland og þegið
mikla hjálp frá fjölskyldunni.“ Smá-
prent stækkaði hratt fyrstu árin og
fljótlega varð herbergið í blokkar-
íbúðinni of lítið fyrir starfsemina.
„Við fluttum þá að Smiðjuvöllum
þar sem við vorum í nokkur ár eða
þar til við keyptum hús við Skaga-
braut og fluttum þangað,“ seg-
ir Tinna. Smáprent opnaði verslun
við Skagabraut og var þar í nokkurn
tíma. „Við ákváðum svo að gera upp
húsið og þá fluttum við verslunina
í bílskúrinn,“ segir hún. Í júlí 2019
flutti Smáprent loks í núverandi hús-
næði við Dalbraut þar sem Tinna og
Axel opnuðu glæsilega verslun.
Vefverslunin sterk
„Það hefur gengið rosalega vel og
það er alltaf nóg að gera, og vel það,
bæði í búðinni hjá okkur og í vef-
versluninni. Svo erum við líka með
heildsölu með allskonar lítil leik-
föng,“ segir Tinna spurð hvernig
gangi hjá Smáprenti á nýjum stað.
„Fyrst eftir að við fluttum var gatan
fyrir framan lokuð í marga mánuði
vegna framkvæmda og svo kom Co-
vid og þetta hefur því verið skrautleg
byrjun hér á nýjum stað,“ segir hún
og hlær. „En það hefur samt gengið
mjög vel og ég finn að núna í sumar,
þegar gatan var alveg opnuð aftur,
fór að vera meira að gera í búðinni.
En vefverslunin okkar hefur allt-
af verið mjög sterk og ég hef náð til
fólks þar. Ég finn alveg að þegar ég
set efni inn á samfélagsmiðla eykst
salan í vefversluninni strax,“ segir
Tinna en hægt er að finna Smáprent
á slóðinni smaprent.is.
Nostalgíunammi
Í Smáprenti er hægt að kaupa fatn-
að, handklæði, sundföt og fleira auk
þess sem hægt er að láta merkja
vörur. „Það er líka hægt að koma
með föt og slíkt og fá merkt. Ég hef
verið að merkja fyrir allskonar hópa
og líka einstaklinga,“ segir Tinna og
bætir við að í Smáprenti eru einnig
gjafavörur, leikföng, spil og sælgæti.
„Nammið er frekar nýtt hjá okk-
ur. Þetta er nostalgíunammið mitt,
svona nammi sem ég elskaði þeg-
ar ég var lítil en hef lítið séð síðustu
ár. Þetta hefur verið mjög vinsælt,“
segir hún og bætir við að leikföng-
in séu líka mjög vinsæl. „Barbie dót-
ið hefur til dæmis verið mjög vinsælt
og svo er þetta bara svona búð með
allskonar dóti og fólki þykir gaman
að koma og skoða. Það er margt hér
sem er kannski ekkert í öðrum búð-
um,“ segir Tinna.
Formaður Jókanna
Tinna og Axel eru bæði fædd og upp-
alin á Akranesi. Þau kynntust sem
unglingar á Írskum dögum fljótlega
eftir aldamótin og hafa verið saman
síðan. Í dag eru þau gift og eiga tvö
börn, Díönu Rós tólf ára og Grímar
átta ára. Tinna segir þau hjónin ekk-
ert vera á leiðinni frá Skaganum og
hefur hún nú tekið við sem formaður
Jóka, félags kvenna í atvinnurekstri á
Akranesi og í nágrenni. Jókur er fé-
lag fyrir allar konur í atvinnurekstri
eða konur í stjórnunarstöðum á
Akranesi. „Þetta eru um þrjátíu
flottar konur sem allar eru í stjórn-
unarstöðu eða rekstri hér á svæðinu.
Hugmyndin er að vera duglegar að
hittast, mynda tengslanet og deila
ráðum og hugmyndum. Það er oft
eins og fólk haldi að maður eigi ekki
að hjálpa öðrum sem eru að gera
svipaða hluti og maður sjálfur. Mér
finnst að maður ætti enn frekar að
hvetja og hjálpa og ég vil leggja mig
fram við það. Ég trúi því að það sé
best fyrir alla,“ segir Tinna.
Efla tengslanet
Aðspurð segist Tinna sem formað-
ur Jókanna vilja leggja enn meiri
áherslu á samvinnu og vonast hún
til að fleiri konur á Akranesi bætist
í hópinn. „Planið er að opna heima-
síðu í febrúar þar sem hægt verður
að finna hvað hver og ein kona í fé-
laginu er að gera og hvernig megi
nálgast hana. Ég vona að þannig
getum við hjálpast að,“ segir Tinna
og bætir við að áður en félagið varð
til hafi hún alltaf lagt sig fram við
að hjálpa og gefa fólki ráð. „Flestir
tóku því vel en ekki allir. Ég var að
hjálpa fólk til dæmis með að breyta
Facebook síðum fyrirtækja úr vinas-
íðum í fyrirtækjasíður og svoleiðis,“
segir hún. „En með félaginu langar
okkur líka að kynna starfsemi þess-
arra flottu kvenna sem eru með okk-
ur. Það vita ekki allir af okkur, en við
erum mjög breiður og skemmtilegur
hópur. Það eru margar góðar hug-
myndir sem við þurfum að koma í
framkvæmd fyrir félagið og ég vona
að það verði góður vettvangur til að
efla tengsl okkar hver við aðra og
mynda gott tengslanet. Verum dug-
leg að hvetja aðra áfram og hrósa,“
segir Tinna í Smáprenti að endingu.
arg
Það er ýmislegt skemmtilegt í Smáprenti.
Hvetur alla til að fylgja sínum draumum
Rætt við Tinnu Ósk Grímarsdóttur eiganda Smáprents á Akranesi og formann Jóku
Tinna Ósk Grímarsdóttir rekur Smáprent á Akranesi.
Barbie hefur verið mjög vinsælt í Smáprenti. Tinna flytur inn sitt nostalgíunammi sem hægt er að kaupa í Smáprenti.
Í Smáprenti er hægt að fá merkingar á
handklæði, fatnað og fleira.