Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 1
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 49. tbl. 23. árg. 2. desember 2020 - kr. 950 í lausasölu
AÐEINS 1.390 KR.
HEIMSENDINGARGJALD
GREIÐIST AÐEINS
EINU SINNI FYRIR
HVERJA PÖNTUN
Um og eftir liðna helgi voru ljósin kveikt á jólatrjám víðsvegar um Vesturland enda aðventan gengin í garð. Yfirleitt voru þessar samkomur lágstemmdar, enda
óæskilegt að margmenni kæmi saman eins og venjan er á þessum árstíma. Á meðfylgjandi mynd eru börn úr Grunnskólanum í Stykkishólmi ásamt bæjarstjóra sínum og
rauðklæddum gestum. Í fyrsta skipti var tréð ekki frá Drammen, vinabæ Stykkishólms, heldur úr Sauraskógi í Helgafellsveit. Íbúar kusu um hvaða tré yrði valið og varð
fimmtíu ára gamalt sitkagreni fyrir valinu. Nánar um lágstemmdar hátíðir í blaðinu í dag. Ljósm. sá.
Bæjarstjórn Akraness skoraði í mars
á heilbrigðisyfirvöld að setja upp
blóðskilunarvél á sjúkrahúsinu á
Akranesi. Í áskoruninni var bent á
að sjúklingar á Akranesi sem þurfa
á blóðskilun að halda eru háðir að-
stoð því meðferð af þessu tagi get-
ur tekið allt að 6 til 7 klukkustundir
í senn í nokkur skipti í viku hverri.
Jafnframt að eðli málsins sam-
kvæmt eigi viðkomandi sjúklingar
ekki kost á að nýta almenningssam-
göngur né að keyra eigin bíl.
Jafnframt sagði í áskoruninni frá
því í mars: „Allar forsendur eru til
staðar við HVE á Akranesi til að
taka upp þessa þjónustu og sem
kunnugt er býr stofnunin yfir mikl-
um mannauði og vilja og hefur veitt
öfluga heilbrigðisþjónustu á öllu
Vesturlandi. HVE er tilbúið að taka
við auknum verkefnum og áskor-
unum eins og raun ber vitni með
tilvísun í samþykkt heilbrigðisráð-
herra frá því í október 2019 um að
gera sjúkrahúsið á Akranesi að mið-
stöð liðskiptaaðgerða á mjöðmum
og hnjám.“
Nú hefur heilbrigðisráðuneytið
svarað erindi Akraneskaupstaðar
og skemmst er frá því að segja að
erindinu er synjað. Í svarinu segir
að ráðuneytið hafi skoðað málið
og m.a. fengið álit Landspítala sem
hefur yfirumsjón og yfirsýn með
allri blóðskilunarmeðferð sem veitt
er á landsvísu. Helstu rökin fyr-
ir synjunni eru að skilunareining-
ar séu á Neskaupsstað, á Selfossi, á
Akureyri og á Ísafirði vegna ferða-
lengdar sjúklings og erfiðrar færð-
ar um fjallvegi og tíðra lokana yfir
vetrartímann. Slíkt eigi ekki við um
Akranes. Það sé því mat ráðuneytis-
ins í ljósi vegalenda og ástands vega
sem um ræðir að ekki sé tilefni til
að setja á fót blóðskilunareiningu
við Heilbrigðisstofnun Vesturlands
á Akranesi.
Í fundargerð Velferðar- og mann-
réttindaráðs Akraneskaupstaðar frá
18. nóvember, þar sem málið var
tekið fyrir, er niðurstaðan hörmuð
og sviðsstjóra falið að vinna málið
áfram í samráði við bæjarstjóra.
frg
Ráðuneytið hafnar beiðni um
blóðskilunarmeðferð á Akranesi
Peppercorn
cheeseburger
1.795 kr.
Tilboð gildir út desember 2020
Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes:
Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með
Gjafakort Arion banka er alltaf rétta gjöfin.
Nú geta viðskiptavinir pantað gjafakort
á netinu og fengið þau send heim.
Gjöf sem gleður alla
arionbanki.is