Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 202020
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Pennagrein
Fyrsti desember ár hvert er dag-
ur reykskynjarans. Þá er gott að
skipta um rafhlöðu í skynjaranum
og prófa, eða í tilfelli skynjara með
innbyggða rafhlöðu að prófa. „Það
er mikilvægt að hafa reykskynjara í
öllum svefnherbergjum vegna þess
að það eru komin t.d. hleðslutæki
í herbergin og hjá börnum og ung-
lingum eru gjarnan tölvur, leikja-
tölvur, skjáir og sjónvörp ásamt
ýmsu fleiru. Það er margsannað að
reykskynjari er ódýrasta líftrygging
sem hægt er að kaupa. Því er mik-
ilvægt að passa upp á skynjarann
og setja nýja rafhlöðu í hann einu
sinni á ári. Eins er gott að eiga raf-
hlöðu á vísum stað ef skynjarinn
fer að kvarta undan rafhlöðunni,“
segir í tilkynningu frá Landssam-
bandi slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna.
mm
BSRB og Kjölur stéttarfélag starfs-
manna í almannaþjónustu gerðu
í mars síðastliðnum kjarasamn-
ing við vinnuveitendur um stytt-
ingu vinnuvikunnar. Vinnuvikan
hjá dagvinnufólki styttist um allt
að fjórar stundir samtals á hverj-
um vinnustað, samkvæmt útfærslu
sem starfsmenn og vinnuveit-
endur koma sér saman um. Hjá
vaktavinnufólki styttist vinnuvik-
an um fjórar stundir að lágmarki
og í mesta lagi um átta stundir en
styttingin er mismunandi eftir því
hvernig vaktir viðkomandi gengur.
Til að byggja á sama grunni þurfa
dagvinnuvinnustaðir að stytta
vinnuvikuna í 36 stundir til að jafn-
ræðis sé gætt milli dagvinnufólks
og vaktavinnufólks.
Hálfrar aldar
skilgreiningu vinnuviku
rutt úr vegi
Stytting vinnuvikunnar er fjöl-
skylduvæn aðgerð og er sannar-
lega fagnaðarefni. Enda eru eng-
in augljós rök fyrir því að fullt starf
feli í sér átta tíma vinnudag, eða 40
stunda vinnuviku. Ekkert segir að
sá vinnustundafjöldi sé hagkvæm-
astur fyrir vinnuveitendur, skili
þjóðfélaginu mestum hagvexti né
að hann sé besta útfærsla vinnutíma
með tilliti til heilsu starfsfólks, svo
dæmi séu nefnd. Þessi skilgreining
vinnuviku byggir á kröfum stétt-
arfélaga við lok 19. aldar þar sem
langflest störf voru verksmiðjustörf
og störfin mjög lík. Vinnuvikan var
skilgreind 40 stundir, eða öllu held-
ur stytt niður í þann tímafjölda,
árið 1971.
Vinnumarkaður hefur gjörbreyst
síðan þá, tækniframfarir verið gríð-
armiklar og fjölbreytni starfa er
mikil. Sum þeirra eru þess eðlis að
það er hægt að vinna þau í 40 tíma
á viku án þess að það hafi skaðleg
áhrif á meðan önnur stofna heilsu
fólks í hættu, sé vinnutími svo
langur. Spurningin er hins vegar
sú hvort við eigum ekki frekar að
ákveða lengd vinnuvikunnar út frá
þekkingu dagsins í dag og samfélagi
nútímans í stað samfélagsins eins
og það var fyrir 50 árum.
Aukin lífsgæði – betri
starfsmenn
Á síðustu árum hefur verið ráð-
ist í tilraunaverkefni um vinnuvik-
ustyttingu hjá ríkinu og Reykja-
víkurborg og reynsla af þeim var
grunnur samkomulagsins um stytt-
ingu vinnuvikunnar. Því miður
var ekkert sveitarfélag sem Sam-
band íslenska sveitarfélaga semur
fyrir reiðubúið að taka þátt í til-
raunaverkefnum á sínum tíma en
augljóslega er stytting vinnuviku
starfsmanna sveitarfélaga þeim
jafn dýrmæt og öðrum.
Margir þeirra sem hafa reynt
styttingu vinnuviku á eigin skinni
nefna að hún feli í sér mun meiri
lífsgæði en þeir áttu von á í byrjun.
Einnig fundu starfsmenn að þeir
hefðu meiri tíma fyrir sig sjálfa,
sögðu andlega og líkamlega heilsu
batna auk þess sem starfsmenn-
irnir í reynsluverkefnunum nefndi
rýmri tíma og meiri orku fyr-
ir félagslíf, heilsurækt eða annað.
Styttri vinnuvika felur með öðrum
orðum einfaldlega í sér aukin lífs-
gæði starfsfólks og stuðlar að ham-
ingjusamara samfélagi.
Ákvæði um styttingu vinnuvik-
unnar taka gildi nú um áramótin
og vil ég brýna fyrir bæði opin-
berum starfsmönnum og atvinnu-
rekendum að láta ekki hjá líða að
útfæra hana og fylgja þannig þess-
um mikilvægu breytingum eftir.
Nánara ítarefni eins og útskýr-
ingamyndbönd er að finna á www.
kjolur.is, www.styttir.is og www.
betrivinnutími.is
Arna Jakobína Björnsdóttir
Höf. er formaður Kjalar stéttar-
félags starfsmanna
í almannaþjónustu.
Á Covid tímum er sannarlega ástæða
til að beina athyglinni að málefnum
barna og ungmenna. Mikilvægt er
að gefa því gaum hvernig þessi hóp-
ur í samfélaginu tekst á við gjör-
breyttar og óvæntar aðstæður og
leita leiða til að draga úr áhrifum og
afleiðingum af skertu frelsi og jafn-
vel einangrun.
Andleg velferð
Vanlíðan, kvíði og einmanaleiki
þeirra vex, segir fagfólk sem starfar
með börnum og unglingum. Mun
fleiri börn og ungmenni á aldrin-
um 12 – 16 ára hafa haft samband
við hjálparsíma Rauða krossins í
haust en áður, og allt niður í 10 ára
aldur. Verkefnastjóri segir að þau
greini frá mikilli vanlíðan út af far-
aldrinum og hertum sóttvörnum.
Umboðsmaður barna tekur und-
ir þetta og segir ástæðu til að fylgj-
ast vel með andlegri líðan barna í
því ástandi sem nú ríkir. Ungt fólk
tjáir sig mikið um kvíða á sam-
félagsmiðlum vegna þriðju bylgj-
unnar og hafa sum lýst því yfir að
þau séu nánast óvinnufær vegna
kvíða.
Stjórnendur í heilbrigðisþjón-
ustu eru sama sinnis og árétta að
mikilvægt sé að foreldrar séu með-
vitaðir um þau áhrif sem umræðan
á heimilinu hafi á börn.
Skólarnir vinna gott og vandað
starf við þessar erfiðar aðstæður.
Í framhaldsskólum er víða fjar-
kennsla, hólfaskipting og grímu-
skylda í grunnskólum. Tóm-
stunda- og íþróttastarf hefur ver-
ið í lágmarki og álagið á skólaum-
hverfið því enn meira.
Líkamlegt heilbrigði
Þegar svona er í pottinn búið finna
aðstandendur barna og unglinga
vel hvað virk þátttaka í íþrótta-
starfi skiptir miklu máli fyrir vel-
ferð þeirra og líðan, hversu upp-
byggjandi íþróttastarf er. Þetta
góð forvörn og mikilvæg þjálfun
í félagslegri færni. Íþróttastarf og
hreyfing hefur mikið að segja fyr-
ir heilsuna og jafnvel enn frekar á
tímum sem þessum.
Einn þáttur sem sjaldan er
nefndur er aðgangur að íþróttahús-
um um landið allt, en þau eru alltaf
mjög ásetin. Aðstaða fyrir íþrótta-
starf innan húss er þó talsvert mis-
munandi. Á suðvesturhorninu hafa
sveitarfélög af myndarskap komið
upp nokkrum fjölnota húsum og
á örfáum stöðum þess utan. Hús-
in eru oft nefnd knattspyrnuhús,
en nýtast auðvitað miklu meira en
bara til sparkíþrótta.
Aðstæður á
Akranesi
Við búum að þessu
leyti vel á Akranesi en í bænum er
eina fjölnotahúsið í þessum lands-
hluta og raunar í öllu kjördæminu.
Ávinningurinn er ótvíræður og auk-
in tækifæri hafa gefist til að efla og
bæta kraftmikið íþróttastarf sem fyr-
ir er. Fjölnotahús nýtist fyrir ólíka
hópa, t.d. eldri borgara til hreyfi-
þjálfunar og það hefur sannast á Jað-
arsbökkum.
Lýðheilsuhallir
Það er mikið hagsmunamál fyrir
þéttbýlisstaði og minni sveitarfélög
út um landið að hafa aðgang að slík-
um húsum. Alhliða íþrótta- og tóm-
stundaiðja fyrir börn og ungmenni
er líka oft einn þeirra þátta sem
skiptir máli þegar fjölskyldur taka
ákvörðun um búsetu.
Að þessu þurfa stjórnvöld að huga
þegar rætt er um markmiðin að
jafna búsetuskilyrði í landinu. Því
skora ég á ríkisstjórnina að sýna vilja
sinn í verki, gera sveitarfélögum
þetta mögulegt, t.d. með því að falla
frá innheimtu virðisaukaskatts af ný-
byggingum íþróttamannvirkja.
Guðjón S. Brjánsson
Höf. er alþingismaður Samfylking-
arinnar í NV kjördæmi.
Aukin lífsgæði
með styttri
vinnuviku
Dagur reykskynjarans í upphafi aðventu
Ungmenni, hreyfing
og lýðheilsuhallir