Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 202016 Grundarfjarðarbær telur dagana fram að jólum með skemmtileg- um hætti. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember birtist mynd af jóla- glugga dagsins en glugginn getur verið hvar sem er í bænum. Það er svo bæjarbúa að finna út úr því hvar glugginn er staðsettur og eru þeir hvattir til að fara í göngutúr og taka mynd af jólaglugganum og deila á samfélagsmiðlum undir myllu- merkinu #grundarfjordur. Með þessu móti vill Grundarfjarðar- bær stuðla að heilsueflingu og úti- vist með þessu gluggarölti um bæ- inn. Meðfylgjandi er svo mynd af glugga dagsins í gær. tfk Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hafa gert samning við slóvenska fyrirtækið Iskraemeco um kaup á framsækinni lausn til að snjallvæða mæla raf,- hita- og vatnsveitu í húsum. Samningur- inn hljóðar upp á um tvo milljarða króna og felur í sér kaup á mælum og hugbúnaðarkerfum ásamt að- lögun þeirra að rekstri Veitna. Um er að ræða rafmagnsmæla og sam- skiptalausn frá Iskraemeco, varma- og vatnsmæla frá Diehl Metering og fjarskipti í gegnum kerfi Voda- fone Ísland. Veitur áforma svo að innleiða snjallvædda mæla hjá öll- um viðskiptavinum sínum á næstu árum og tengja við hugbúnaðar- kerfi. Þessari væntanlegu breytingu fylgir ýmis ávinningur. Meðal ann- ars geta viðskiptavinir Veitna feng- ið mánaðarlega uppgjörsreikninga í stað áætlunarreikninga ellefu mán- uði ársins og árlegs uppgjörreikn- ings. Allur álestur af mælum verður framvegis rafrænn. Þetta getur leitt til þess að t.d. leynd bilun í inn- takskerfi hitaveitu komi fyrr upp en við núverandi fyrirkomulag þar sem húseigendur ábyrgjast reglu- legan aflestur og skráningu notk- unar á heimilum sínum. Fjölmörg dæmi eru um að vegna bilunar á t.d. einstreymislokum í hitaveitu hafi orðið til himinháir bakreikningar í þeim tilfellum sem álestur mælanna hefur verið stop- ull og bilunin því seint uppgötvast. Eftir innleiðingu þessa nýja kerfis munu viðskiptavinir Veitna fá aðgang að ítarlegum notkun- arupplýsingum á „Mínum síðum“ á vef Veitna og verð- ur viðskiptavin- um því kleift að fylgjast betur með, stjórna notk- un sinni og fá þannig tækifæri til að nýta orkuna og varmann á hagkvæmari hátt. Samhliða þessu munu Veitur fá upplýsingar um afhendingargæði við hvern mæli, spennu og hita, og geta nýtt þær upplýsingar til að stýra og forgangsraða viðhalds- verkefnum til að auka afhend- ingargæði. „Veitur munu geta þróað þjónustu sína í átt að snjall- ari framtíð og náð meiri skil- virkni í rekstri auk þess sem hægt verður að nýta þær dýrmætu auðlindir sem jarð- hitinn og neysluvatnið eru með enn ábyrgari hætti,“ segir í tilkynningu frá Veitum. mm Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman um 10,5% í októbermánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Þá hafði sala dregist saman á síðasta ársfjórðungi um 9,8%, en um 5% ef miðað er við tólf mánaða tímabil samkvæmt tölum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Bænda- blaðið skoðaði sölu á einstökum tegundum. Langmestur samdrátt- ur var í október á sölu kindakjöts eða 23,5%. Þá var 14% samdráttur í sölu nautgripakjöts og 9,3% sam- dráttur í sölu á alifuglakjöti frá af- urðastöðvum. Hins vegar jókst sala á hrossakjöti um 39,8% og svína- kjöti um 17,9%. Frá ágústbyrjun til októberloka var 25,5% samdráttur í sölu á kinda- kjöti. „Án efa má rekja verulegan hluta þessa samdráttar til lokana og takmarkaðs aðgengis að hótelum og veitingastöðum vegna Covid-19 faraldursins. Á síðasta ársfjórðungi nam samdrátturinn í kjötsölunni 9,8%. Þar af var 25,5% samdrátt- ur í sölu á kindakjöti, 9,6% sam- dráttur í alifuglakjöti og 4% sam- dráttur í sölu á nautgripakjöti. Aftur á móti var 22,5% aukning í sölu á hrossakjöti og 6,8% aukning í sölu á svínakjöti á tímabilinu,“ segir í frétt Bændablaðsins. Þegar skoðaðar eru tölur yfir tólf mánaða tímabil kemur í ljós að heildarsamdrátturinn í kjötsölu var 5% á landinu. Þar af var mestur samdráttur í sölu á kindakjöti frá af- urðastöðvum eða 11,4%, 6,8% sam- dráttur í sölu á alifuglakjöti og 3,1% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Hinsvegar jókst salan á hrossakjöti um 3,1% síðustu 12 mánuði og um 2,4% í svínakjöti. mm Þrjá þingkonur; þær Þórunn Egils- dóttir, Halla Signý Kristjánsdótt- ir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, hafa á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar sem gerir ráð fyrir að leyfa veiðar á álft, grágæs, heiða- gæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma. Verði tillagan samþykkt yrði umhverfis- og auðlindaráð- herra falið að útbúa tillögur um heimild til tímabundinna og skil- yrtra veiða á eftirfarandi tegund- um fugla, utan hefðbundins veiði- tíma þeirra; grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum frá 15. mars til 15. júní og á álft á kornökrum frá 1. maí til 1. október. Leyfin verði veitt á þeim svæðum þar sem þörf er talin á aðgerðum vegna ágangs fugla á tún og korn- akra. Ráðherra geri jafnframt áætl- un um að tryggja vernd stofnanna. Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að álftir, grágæsir, heiðagæs- ir og helsingjar valdi miklu tjóni á túnum og kornökrum. Þörf sé á að finna leiðir fyrir bændur til þess að stemma stigu við ágangi álfta og gæsa. Fuglavernd hefur þegar mótmælt tillögunni harðlega. „Álft er alfrið- uð tegund og veiðitímabil grágæsar og heiðagæsar er nú þegar lengra en gott þykir,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. mm Rennslismælir frá Diehl Metering sendir í gegnum símkerfi boð um hitastig, rennsli og þrýsting á vatni í inntaki húsa. Eftir innleiðingu kerfisins þurfa húseigendur ekki sjálfir að ábyrgjast aflestur mæla. Veitur hyggjast snjallvæða mælakerfi raf,- hita- og vatnsveitu Starfsmaður Veitna við inntaksgrind. Ljósm. Veitur. Svipmynd úr safni úr kjötborði Einarsbúðar á Akranesi. Verulega breytt neyslumynstur í kjöti Vilja leyfa veiðar á gæs og álft utan hefðbundins veiðitíma Jóladagatal Grundarfjarðarbæjar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.