Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 17 Breytt útlit Kolbrún Ingvarsdóttir er módel hjá Önnu Siggu í Breyttu útliti að þessu sinni. Sjálf notar hún, að eigin sögn, aldrei neinar förðunarvörur né setur eitthvað í hárið og því var þetta spennandi áskorun að fá að hafa hendur í hári hennar. „Að þessu leyti var Kolla mjög spennandi módel til breytinga fyrir mig, náttúruleg eins og hún segir. Ég hélt hárinu ólituðu og ákvað að hafa hana í Pixie stíl sem er mjög stutt klipping og hefur verið vinsæl í mörg ár. Förðuninni var haldið í lágmarki; en samt settur smá farði, kinna- og varalitur, en ég lagði áherslu á augun þar sem Kolla er með mjög löng augnahár sem hún notar aldrei maskara á. Þá langaði mig að leggja áherslu á þau með nóg af maskara og smá augnskugga. Við vorum alsælar með útkomuna,“ segir Anna Sigga. Því má bæta við að samstarfsfélagar Kollu til fjórtán ára þekktu ekki konuna á „eftir“ – ljós- myndinni þegar myndin barst á ritstjórn, en Kolla hafði ekki látið þá vita hvað í vændum var. mm Kolla Ingvars komin í stólinn og væntanleg breyting framundan. Kolla Ingvars í extrema breytingu Samstarfsfélagar hennar þekktu ekki konuna þegar Anna Sigga sendi ljósmyndina á ritstjórn. Kveikt var á ljósum jólatrjáa í Snæ- fellsbæ á mánudagsmorgun. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu var ekki há- tíðlegur viðburður fyrsta sunnudag í aðventu eins og vaninn er, þar sem íbúar koma saman og dansa í kring- um jólatrén í Ólafsvík og á Hellis- sandi. Þess í stað tendruðu börn í leik- og grunnskóla Snæfellsbæjar ljósin með sínum hópum á skólatíma að morgni mánudags. En þetta hafði þó ekki áhrif á börnin sem skemmtu sér hið besta við að ganga í kringum jólatréð og syngja með grímuklædd- um jólasveininum og þiggja nammi- poka , af Síðasta sunnudag var upphaf að- ventunnar og voru margir sem gerðu sér dagamun þrátt fyrir að ekki hafi mikið farið fyrir hefð- bundnum hátíðahöldum. Í Grund- arfirði féll árlegur aðventumarkað- ur kvenfélagsins Gleym mér ei nið- ur með öllum tilheyrandi viðburð- um. Þó var útdráttur í leikfanga- happdrætti og tónleikar sendir út yfir vefinn. Úrslit í ljósmyndasam- keppni Grundarfjarðarbæjar voru kunngerð en þar hlutu Olga Sæ- dís Aðalsteinsdóttir og Salbjörg Nóadóttir vegleg verðlaun. Þá stóð Grundarfjarðarbær fyrir ratleik fyr- ir fjölskyldur bæjarins og heppnað- ist hann vel. Margir fóru um bæinn og leystu ýmsar þrautir með snjall- tæki að vopni. Svo voru það með- limir í Lionsklúbbi Grundarfjarðar sem sóttu jólatréð upp í skógrækt og settu upp á sinn hefðbundna stað þótt jólasveinarnir hafi ekki þorað að láta sjá sig enda allir með hugann við sóttvarnir og að halda fjarlægð. tfk Miklar framkvæmdir hafa verið í Sjómannagarðinum í Ólafsvík á þessu ári og því síðasta, en verkið hófst haustið 2018. Í stuttu spjalli við Pétur Steinar Jóhannsson, sem situr í sjómannadagsráði Ólafsvíkur ásamt þeim Birni E Jónassyni, Jón- asi Gunnarssyni, Illuga Jónassyni og Jens Brynjólfssyni, kemur fram að í haust hafi verið unnið að frá- gangi á ljósum í stéttinni sem ligg- ur upp að styttunni af sjómannin- um. Einnig var komið fyrir ljósum á þrjá fallega steina sem settir voru í stéttina fyrir framan hliðið. Fund- ust þeir í fjörunni eftir talsverða leit. „Þessir steinar eru sérstakir að lögun og með fallegu mynstri sem hægt er að lesa í. Í stýrishjól- inu kringum styttuna eru ljós sem lýsa beint upp í loftið en í stéttinni eru ljós sem vísa bæði fram og aft- ur og mynda mjög fallega lýsingu,“ segir Pétur. Hann segir að fjármagn til verksins hafi fengist með fram- lögum frá útgerðarmönnum og að- ilum utan sem innan bæjarins. Þá hefur Snæfellsbær einnig lagt sitt lóð á vogarskálina til að af þessu gæti orðið. Allar framkvæmdir í garðinum voru unnar af aðilum í Snæfellsbæ sem allir hafa lagt metnað sinn í að vinna verkið sem best. „Öllum þessum aðilum vill Sjómannadags- ráð Ólafsvíkur þakka kærlega fyr- ir,“ segir Pétur. „Eins og áður hef- ur komið fram þá er unnið eftir glæsilegum teikningum Valgerðar Kristmannsdóttur í Ólafsvík sem hún færði sjómönnum að gjöf árið 2011. Framundan er svo að laga fyrir framan aðalhliðið og er ætl- unin einnig að endurgera göngu- stíginn frá Kaldalæk og út á Mýr- arholt. Einnig er í skoðun að gera betri aðstöðu í garðinum. Hann er vel staðsettur í hjarta bæjarins og gæti tekið við stærri hátíðum eins og sjómannadeginum og Ólafsvík- urgleðinni eins og dæmin sanni,“ segir Pétur. þa Verslunin Bjarg á Akranesi hefur opnað vefverslun; versluninbjarg. is. Bjarg er til húsa við Stillholt á Akranesi en þar er hægt að versla föt, snyrtivörur og ýmsa fylgihluti fyrir bæði dömur og herra. Það er Bára Ármannsdóttir sem stendur að vefversluninni. „Það hefur leng- ið lengi í loftinu hjá okkur að opna vefverslun og við ákváðum bara að ráðast í þetta núna,“ segir Bára í samtali við Skessuhorn. „Covid ýtti á okkur, enda höfum við fundið að fólk vill hafa kost á því að panta og fá sent heim á þessum Covid tím- um. Það hefur aukist að haft sé samband við okkur í gegnum Fa- cebook og við beðnar um að senda vörur,“ segir hún. Vöruúrvalið í vefversluninni mun aukast hægt og rólega. „Við ákváð- um að koma síðunni í loftið núna með áherslu á snyrtivörupakkn- ingar fyrir jólin. En þetta er bara byrjunin og það munu fleiri vörur koma á síðuna. Við erum með mjög breitt vöruúrval og þetta tekur bara tíma,“ segir hún. arg Skjáskot af nýju vefversluninni. Verslunin Bjarg komin á netið Allt að verða klárt og góðu dagsverki að ljúka. Fyrsti sunnudagur í aðventu í Grundarfirði Vinkonurnar Telma og Ellen voru mjög ánægðar með ratleikinn og skemmtu sér konunglega. Þorkell Gunnar Þorkelsson flytur jólatréð niður eftir Hrannarstíg frá skógræktinni að miðbænum. Sjómannagarðurinn fallega upplýstur Börnin tendruðu ljósin á trjánum í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.