Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 202018 Að undanförnu hefur verið ljúf og góð aðventustemning í Stykkis- hólmi og íbúar reynt að gera sitt besta úr ástandinu á tímum sam- komutakmarkana. Um miðja vik- una felldi Jakob Björgvin Jakobs- son bæjarstjóri tré í Sauraskógi og prýðir það nú Hólmgarðinn. Sem fyrr munu börn í 1. bekk grunnskól- ans tendra ljósin á trénu en vegna sóttvarnaráðstafana verður athöfn- in með lágstemmdum hætti þetta árið. Tréð var valið í íbúakosningu eftir ábendingar frá Skógræktarfé- lagi Stykkishólms. Valið stóð um stafafuru og sitgagreni. Sitgagreni- tréð varð fyrir valinu, en það var gróðursett í Sauraskógi árið 1970. Um liðna helgi var markaðs- stemning og sitthvað á döfinni í bænum. Sumarliði Ásgeirsson ljós- myndari Skessuhorns brá sér af bæ með myndavélina eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Um næstu helgi verður markaðurinn endur- tekinn á nokkrum stöðum í bæjar- félaginu. mm Starfsmenn áhaldahúss Borgar- byggðar hafa að undanförnu unn- ið við að skreyta jólatré í sveitar- félaginu. Verða þau í Skallagríms- garði og á Hvanneyri. Jólatréð í Skallagrímsgarði er úr heima- byggð líkt og á síðasta ári. Mik- il eftirspurn var eftir því að gefa sveitarfélaginu jólatré í ár en gef- endur að þessu sinni eru hjón- in Valdimar Reynisson og Þórný Hlynsdóttir í Borgarnesi. Talið er að sitgagrenitré þetta hafi verið gróðursett á árabilinu 1982-1985 miðað við stærð þess og um- fang. Uppruna trésins má rekja til Prince Williams flóa í Alaska en talið er að fræið hafi komið frá því svæði. Borgarbyggð þakkar í til- kynningu þeim hjónum fyrir góða gjöf. Á vef sveitarfélagsins segir: Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var ekki hefðbundin aðventuhátíð líkt og undanfarin ár. Í stað þess kveiktu börn úr 1. bekk í Grunn- skólanum í Borgarnesi á ljósum trjánna í Skallagrímsgarði og var það gert mánudaginn 30. nóvem- ber með jólasveinum sem eru með sóttvarnarreglurnar á hreinu. mm Góð stemning var á Akratorgi á Akranesi síðastliðinn mánudags- morgun þegar kveikt var á ljós- um jólatrésins. Börn streymdu að úr tveimur elstu árgöngum leik- skólanna á Akranesi, sum komu gangandi og önnur á rútum. Mik- ill spenningur lá í loftinu og skein gleðin úr augum barnanna. Torg- inu var skipt í fjögur aðskilin svæði og hafði hver leikskóli sitt. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri ávarp- aði hópinn og síðan kveikti Stúfur formlega á trénu við mikinn fögn- uð barnanna. Samúel Þorsteinsson stjórnaði söng barnanna á jólalög- um og síðan komu jólasveinar og útdeildu góðgæti. frg Kveikt á jólatrénu á Akranesi Jólatréð að rísa í Skallagrímsgarði. Ljósm. borgarbyggð.is Breytt fyrirkomulag jólatrés- skemmtana í Borgarbyggð Aðventustemning í Stykkishólmi Kristín Ben selur hér á Hótel Ankeri ullarband sem hún hefur unnið og selur undir vörumerki frístundabúsins Hólmasels – 29SH11. Hið fimmtíu ára gamla sitgagreni við það að falla eftir að bæjarstjórinn var búinn að munda sögina. Fátt er betra en að ylja sér á rjúkandi kakói, hér við Narfeyrarstofu. Brynjar Hildibrandsson kynnti og seldi kjötvörur frá Bjarnarhöfn inni á Narfeyrar- stofu. Hjördís Pálsdóttir forstöðukona í Norska húsinu á markaði sem þar fór fram. Sæþór vert í Narfeyrarstofu seldi m.a. grafið kjet og bjúgu. Hér er Magnús Ingi Bæringsson tómstundafulltrúi að eiga við hann viðskipti. Það má nota gamla hjólbarða í ýmislegt. Hér eru skreytingar framan við Ásbyrgi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.