Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 202022
„Hvað er efst á listanum yfir
það sem þig langar að gera
áður en þú deyrð?“
Spurning
vikunnar
(Spurt á netinu)
Ásgeir Ásgeirsson
Lifa góðu, innihaldsríku og
löngu lífi og svo auðvitað að
halda upp á 100 ára afmælið
með tvíburasystur minni þann
5. janúar 2065.
Tómas Alexander Árnason
Sjá mömmu kyssa jólasvein.
Bjarnheiður Hallsdóttir
Að synda frá Alcatraz yfir til San
Francisco.
Sigrún Ríkharðsdóttir
Ég er nokkuð sátt og hef eng-
an lista, en þá helst bara að njóta
þess sem lífið hefur upp á að
bjóða frá degi til dags.
Dúi Landmark
Einfaldlega að lifa hvern dag af
viðeigandi þakklæti fyrir lífsins
gjöfum.
Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA,
er öflugt tengslanet kvenna úr öll-
um greinum atvinnulífsins. Fé-
lagið er hreyfiafl sem eflir fjöl-
breytileika atvinnulífsins, styður
kvenleiðtoga í að sækja fram og
sameinar konur til aukins sýni-
leika og þátttöku um land allt.
FKA Vesturland var stofnað fyr-
ir nokkrum árum og er deild inn-
an samtakanna. „Ef þú vilt stórefla
tengslanetið þitt, styrkja sjálfa þig
og hafa áhrif í íslensku atvinnulífi
þá hvetjum við þig til að vera með
okkur og taka þátt í starfi FKA,“
segir Sandra Margrét Sigurjóns-
dóttir á Akranesi, en hún er for-
maður FKA Vesturland. Hún bæt-
ir því við að Félag kvenna í at-
vinnulífinu ætli ekki að láta heims-
faraldurinn taka meira af þeim en
þegar hefur orðið. „Fjölbreytt
starfsemi nefnda og deilda er inn-
an FKA á höfuðborgasvæðinu og
á landsbyggðinni og með tækninni
höfum við færst nær hverri ann-
arri þessar 1200 konur sem koma
úr öllum greinum atvinnulífsins
sem finna má um land allt.“
Sandra segir að með því að vera
FKA kona takir þú þátt í öflugu
starfi og ert hluti af hreyfiaflinu.
„Það eru nefndir og svo deildir á
landsbyggðinni. Hlutverk lands-
byggðadeilda er að efla konur á
landsbyggðinni og styrkja tengsl-
anetið. Það er deildirnar FKA
Norðurland, FKA Suðurland og
FKA Vesturland þar sem ég er
formaður. Við höfum verið með
fundi, sjósund og frumkvöðlaspjall
hjá FKA Vesturland það sem af er
þessu starfsári en við erum jafn-
framt hluti af stóru neti FKA.“
„Samtalið hefur verið meira við
hinar landsbyggðadeildir FKA og
það var toppmæting á fund allra
landsbyggðadeilda með stjórn
FKA á Teams í vikunni,“ seg-
ir Sandra og bendir á að það eru
áskoranir um land allt og að tengsl-
anet FKA sé góð leið til að næra
sig og vera samferða örðum kon-
um í gegnum áskoranir vetrarins.
„Það voru öflugar stjórnarkonur
sem ræddu áherslur og áskoranir
vetrarins um land allt á rafrænum
fundi í vikunni sem leið. Eitt af
því sem Covid hefur fært okkur er
einfaldar leiðir til að koma konum
af öllu landinu í einn sal til skrafs
og ráðagerða,“ segir Sandra.
Hægt er að sækja um aðild á for-
síðu heimasíðu Félags kvenna í at-
vinnulífinu á www.fka.is
-fréttatilkynning
Meirihluti bæjarstjórnar Akra-
ness, Samfylkingin og Framsókn
og frjálsir lögðu fram eftirfarandi
bókun við fyrri umræðu fjárhags-
áætlunar ársins 2021 og þriggja ára
áætlunar áranna 2022 – 2024. Bók-
un meirihlutans er eftirfarandi:
„Fjárhagsstaða Akraneskaup-
staðar er sterk en vegna aðstæðna
sem rekja má til heimsfaraldurs
kórónuveiru þarf að gæta aðhalds
í rekstri. Áhrif heimsfaraldurs eru
þannig til komin að tekjur Akra-
neskaupstaðar standa í stað vegna
þess að atvinnuleysi hefur aukist
og framlag frá Jöfnunarsjóði er
minna en áætlanir höfðu gert ráð
fyrir. Gjöld hafa hækkað umfram
tekjur, m.a. vegna kjarasamninga
og aukningar í þjónustu á velferð-
ar- og mannréttindasviði.
Í fjárhagsáætlun Akraneskaup-
staðar fyrir árið 2021 sem hér
er lögð fram er gert ráð fyrir að
rekstrarafkoma A-hluta bæjar-
sjóðs verði jákvæð um 182 millj-
ónir króna og að rekstrarafkoma
A- og B- hluta verði jákvæð sam-
tals um 141 milljón króna.
Á undanförnum árum hefur
náðst góður árangur í rekstri bæjar-
ins sem gaf bæjarfulltrúum mögu-
leika á að fara í aðgerðir til við-
spyrnu til að svara kalli atvinnulífs
og íbúa með því að vernda heim-
ili, fyrirtæki og félagasamtök fyr-
ir mestu skakkaföllum. Samstaða
var um það meðal allra bæjarfull-
trúa um að fara í þessar aðgerðir
þó það myndi þýða lakari rekstr-
arafkomu um tíma.
Áhrif heimsfaraldurs kórón-
averu hefur ekki eingöngu haft
efnahagsleg áhrif heldur einnig
samfélagsleg. Sú fjárhagsáætlun
sem hér er lögð fram er viðbragð
við mjög sérstöku ástandi þar sem
fulltrúar meirihlutans setja sér
skýr markmið um að standa vörð
um grunnþjónustu í okkar góða
samfélagi og mæta því álagi sem
hefur orðið vegna aukinnar þjón-
ustu í barnavernd og í félagsþjón-
ustu á árinu.
Ábyrg fjármálastjórn gefur
okkur svigrúm til að halda áfram
þeirri stórsókn sem verið hefur í
uppbyggingu innviða hér á Akra-
nesi með það að markmiði að
Akranes verði áfram í fremstu röð
sveitarfélaga á Íslandi í að bjóða
upp á góða þjónustu fyrir íbúa á
öllum aldri.
Á þessu ári var Fimleikahús-
ið við Vesturgötu tekið í notkun,
framkvæmdir hófust á skólalóð
Brekkubæjarskóla, vinnuhópur
settur af stað um hönnun á nýj-
um leikskóla, starfshópur settur af
stað um lokahönnun íþróttamann-
virkja á Jaðarsbökkum, lokahönd
lögð á íbúðakjarna við Beykiskóga
og íbúar hafa flutt inn, fyrstu lóð-
ir á Sementsreitnum auglýstar til
úthlutunar, framkvæmdir fóru af
stað í Flóahverfi og breytingar á
aðalskipulagi vegna þriðja áfanga
Skógahverfis afgreiddar úr bæjar-
stjórn. Auk þessa var samþykkt að
veita stofnframlög til uppbygging-
ar á íbúðum til að auka enn frekar
húsnæðisöryggi íbúa.
Vegna styrkrar fjármálastjórn-
ar á þessu kjörtímabili og á und-
anförnum kjörtímabilum, þá eru
meiri- og minnihluti bæjarstjórnar
sammála um að halda áfram þeirri
stórfelldu uppbyggingu sem hef-
ur verið í fjárfestingum og fram-
kvæmdum á undanförnum árum.
Þannig sýnir bæjarstjórnin öll að
hún stendur áfram með fyrirtækj-
um og heimilum í samfélaginu þó
að það þýði lakari afkomu um tíma
og kalli á lántöku.
Í fjárhagsáætlun ársins 2021 og
þriggja ára áætlun 2022-2024 birt-
ist áfram skýr framtíðarsýn bæjar-
stjórnar. Uppbygging Þjónustu-
miðstöðvar við Dalbraut mun
klárast, framkvæmdir við nýjan
leikskóla munu hefjast, lokahönn-
un á Jaðarsbökkum mun klárast og
framkvæmdir fara í gang. Fram-
kvæmdir við uppbyggingu Fjöliðj-
unnar munu fara af stað, uppbygg-
ing mun halda áfram á Dalbraut-
arreit sem mun auka enn frek-
ar húsnæðisöryggi íbúa. Gatna-
gerð í Skógarhverfi þriðja áfanga
mun fara af stað, framkvæmdir
halda áfram við skólalóð Brekku-
bæjarskóla og hefjast við skólalóð
Grundaskóla.
Bæjarfulltrúar meirihlutans
þakka bæjarfulltrúum minnihlut-
ans fyrir gott samstarf í ráðum
og nefndum fyrir fyrstu umræðu
fjárhagsáætlunar ársins 2021 og
þriggja ára áætlunar 2022 – 2024.
Jafnframt þakka þau bæjar-
stjóra, endurskoðanda og embætt-
ismönnum bæjarins fyrir afar gott
samstarf og þeirra mikla vinnu-
framlag fyrir fyrstu umræðu.“
Elsa Lára Arnardóttir
Valgarður Lyngdal Jónsson
Ragnar Baldvin Sæmundsson
Bára Daðadóttir
Kristinn Hallur Sveinsson
Höf. skipa meirihluta í bæjarstjórn
Akraneskaupstaðar.
FKA Vesturland, í samstarfi við Birnu Bragadóttur Marglyttu, með kynningu á
sjósundi fyrir félagskonur FKA og vinkonur þeirra í Nauthólsvík. Viðburðurinn er
upphitun fyrir sjósundsferð félagskvenna á Akranes þegar Covid-spáin leyfir.
Fjölbreytt starfsemi nefnda og deilda
um land allt hjá FKA
Á Teams fundi í síðustu viku voru öflugar stjórnarkonur sem ræddu áherslur og
áskoranir vetrarins.
Forgangsraðað í þágu velferðar
Pennagrein