Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 20208 Símasambands- laust á Bröttu- brekku VESTURLAND: Ökumað- ur flutningabifreiðar festi bifreiðina í djúpum snjó á Bröttubrekku aðfararnótt fimmtudags. Ekkert símasam- band er á staðnum og þurfti ökumaður að ganga hálfan kílómetra til þess að komast í samband til þess að tilkynna um óhappið. Á vef Vegagerð- arinnar var eingöngu skráð hálka á Bröttubrekku en ekki hinn djúpi snjór sem bifreiðin festist í. Að sögn lögreglu er of mikið um símasambandslausa kafla á þjóðvegum vestanlands og er ljóst að það gæti haft al- varlegar afleiðingar ef t.a.m. slasað fólk getur ekki tilkynnt um slys símleiðis. -frg Ferðamaður í vanda við Kirkjufell GRUNDARFJ: Síðdegis á fimmtudag barst Neyðarlínu tilkynning um óhapp á bíla- plani við Kirkjufell. Erlend- ur ferðamaður hafði ætlað að gista í bifreið sinni á bíla- planinu en eitthvað hafði fok- ið á bifreiðina og brotið rúðu. Haft var samband við bílaleig- una og gekk hún í málið. Að sögn lögreglu var brjálað veð- ur á svæðinu þegar þetta gerð- ist. -frg Fékk á sig snjó- skafl af flutningabíl VESTURLAND: Að morgni fimmtudags barst Neyðarlínu tilkynning um bílveltu á Vest- urlandsvegi við gatnamótin að Hvalfjarðarvegi. Ökumaður var á leið frá Akranesi í Borg- arnes þegar hann fékk á sig snjóskafl af flutningabíl sem hann mætti. Við þetta missti hann stjórn á bílnum, ók út af og valt. Ökumaður slasaðist ekki en fjarlægja þurfti bifreið- ina af vettvangi með kranabíl. -frg Árekstur á Vesturlandsvegi VESTURLAND: Síðdeg- is á laugardag barst Neyðar- línu tilkynning um árekstur tveggja bifreiða á gatnamót- um Vesturlandsvegar og Akra- fjallsvegar. Þar hafði bifreið verið ekið af Akrafjallsvegi í veg fyrir bifreið á Vestur- landsvegi. Einn hlaut andlits- áverka í slysinu og var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi. Fjar- lægja þurfti ökutæki af slysstað með kranabíl. -frg Heimilisofbeldi VESTURLAND: Að sögn lögreglu er nokkuð um mál er varða heimilisofbeldi. Að minnsta kosti tvö slík mál eru til meðferðar hjá lögreglu, annað í Borgarnesi og hitt á Akranesi. Ekki fengust nánari upplýsingar um málin en að sögn lögreglu eru þau í hefð- bundnu ferli. -frg Bílvelta við sum- arbústaðahverfi VESTURLAND: Snemma á mánudagsmorgun barst Neyð- arlínu tilkynning um bílveltu við sumarbústaðahverfi í Borg- arbyggð. Engin slys urðu á fólki og aðstoðaði bóndinn á næsta bæ, eins og bænda á næsta bæ er von og vísa, við að ná bifreið- inni upp á veg. Talsvert er um að fólk dvelji í sumarbústöðum á Covid tímum og skapar það aukið álag á viðbragðsaðila víða á Vesturlandi. -frg Framlengja ferðagjöf LANDIÐ: Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, ferðamálamála- ráðherra hefur kynnt í rík- isstjórn frumvarp um fram- lengingu á lögum um ferða- gjöf. Með breytingunni verð- ur gildistími þeirra ferðagjafa sem ekki hafa verið nýttar eða ekki nýttar til fulls framlengdur til 31. maí 2021, eða um fimm mánuði. Einstaklingar með ís- lenska kennitölu og skráð lög- heimili á Íslandi, fæddir 2002 og fyrr, fengu Ferðagjöf að and- virði 5000 kr. í júní. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjöl- far heimsfaraldurs kórónuveiru. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 21.-27. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 8.624 kg. Mestur afli: Ísak AK-67: 7.042 kg. í fjórum löndunum. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 34.343 kg. Mestur afli: Kvika SH-23: 27.649 kg. í fjórum löndunum. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 272.100 kg. Mestur afli: Sigurborg SH-12: 72.638 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 16 bátar. Heildarlöndun: 199.030 kg. Mestur afli: Óli G GK-50: 33.384 kg. í fimm löndunum. Rif: 10 bátar. Heildarlöndun: 144.844 kg. Mestur afli: Hamar SH-224: 42.455 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 74.252 kg. Mestur afli: Bára SH-27: 4.584 kg. í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Sigurborg SH - 12 - GRU: 72.638 kg. 23. nóv. 2. Farsæll SH – 30 - GRU: 67.788 kg. 24. nóv. 3. Hringur SH - 153 - GRU: 64.952 kg. 25. nóv. 4. Runólfur SH - 135 - GRU: 64.201 kg. 23. nóv. 5. Þórsnes SH - 109: STY: 58.937 kg. 25. nóv. -frg Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar í síðustu viku voru kynntar stjórnkerfisbreytingar sem stefnt er að taki gildi um áramótin næstu. Tildrög þeirrar vinnu má rekja til samþykktar bæjarráðs Akraness 27. febrúar sl. um að ráðast í um- bótavinnu á rekstri og innra vinnu- lagi kaupstaðarins. „Markmið þess verkefnis var að ná fram aukinni skilvirkni í starfsemi stjórnsýslu sveitarfélagsins með breytingum á stjórnun, verkferlum og samstarfi,“ segir í fundargerð bæjarráðs. Bæj- arráð samþykkti drög að breyting- unum fyrir sitt leyti með atkvæð- um fulltrúa meirihlutans, en Rak- el Óskarsdóttir fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í bæjarráði, greiddi atkvæði á móti. Í bókun sagði hún tillögurnar hafa í för með sér kostnaðarauka á stærsta útgjaldalið sveitarfélagsins, launum og launatengdum gjöldum, á sama tíma og kreppi að og sveitar- félagið þurfi að horfa til verulegrar hagræðingar í rekstri. Málsmeðferð við afgreiðslu breytinganna verð- ur flýtt, þannig að það verður tek- ið fyrir í bæjarstjórn 1. og 15. des- ember. Í nýju skipuriti felst m.a. að ný eining verður stofnuð undir heit- inu „Skrifstofa bæjarstjóra“. Undir hana fellur m.a. þjónusta og staf- ræn þróun, tölvu- og kerfismál, verkefnastofa, atvinnuþróun, mark- aðsmál, ferðamál og menningar- og safnamál. Sædís Alexía Sigur- mundsdóttir tekur við því starfi. Þá verður ráðið í nýja stöðu verkefna- stjóra yfir verkefnastofu og tekur Ella María Gunnarsdóttir við því starfi. Starf forstöðumanns menn- ingar- og safnamála er því lagt nið- ur. Þær Ella María og Sædís Alexía hafa báðar verið starfandi hjá kaup- staðnum og færast því til í starfi. Þá verður starf skjalastjóra / persónu- verndarfulltrúa auglýst á nýju ári. Núverandi verkefnastjóra skjala- mála hefur verið boðið nýtt starf sem felst í 50% vinnu í þjónustu- veri og 50% til aðstoðar á skipu- lags- og umhverfissviði. Rekstur Guðlaugar við Langasand verð- ur í umsjón skrifstofustjóra. Þá er ákveðið að rekstrarumhverfi Akra- nesvita/ upplýsingamiðstöðvar verði breytt og starfsmanni boð- ið að vinna í 20% starfi í móttöku hópa í vitanum og 80% stöðu í Guðlaugu og/eða innan íþrótta- mannvirkja. Ágústu Andrésdóttur forstöðumanni íþróttamannvirkja verður boðið að snúa aftur til starfa í fullu stöðugildi, en hún hefur ver- ið í 30% starfi undanfarna fimm mánuði. Ásamt því verður gerð breyting innan íþróttamannvirkja til þess að styrkja starfsemina og verða vaktstjórar á vöktum. Þá verða nýráðningar mann- auðsstjóra og skipulagsfulltrúa hluti af heildarbreytingarferlinu. Breyting verður gerð á Héraðs- skjalasafninu þar sem lagt verður niður 50% staða í hagræðingar- skyni og hefur Erlu Dís Sigurjóns- dóttur verið boðin 100% staða héraðsskjalavarðar til eins árs en til skoðunar er fyrirkomulag safnsins til framtíðar. Breyting verður gerð innan fjármáladeildar þar sem inn- kaupa- og greiningarfulltrúi verð- ur ráðinn til þess að ná fram betri og markvissari innkaupum til þess að stýra betur stórum útgjalda- liðum í rekstri Akraneskaupstað- ar. Starf fjármálastjóra verður lagt niður og mun sviðsstjóri stjórn- sýslu- og fjármálasviðs ásamt verk- efnastjóra í fjármáladeild vera fal- ið að taka við aukninni ábyrgð og verkefnum. Einnig verða gerð- ar breytingar innan velferðar- og mannréttindasviðs. Ráðinn verður verkefnastjóri tímabundið í inn- leiðingu barnvæns samfélags og snemmtæka íhlutun og auk þess ráðinn forstöðumaður yfir nýrri búsetueiningu á Beykiskógum. Vegna aukins álags í barnavernd verður ráðinn inn starfsmaður tímabundið. Heimild er í tillög- unum að áframhaldandi stöðu- hlutfalli ráðgjafa í málefnum fatl- aðs fólks í hálft ár. mm Akraneskaupstaður innleiðir nýtt skipurit og stjórnkerfisbreytingar Nýtt skipurit Akraneskaupstaðar. Í sumar fékk Borgnesingurinn Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir, nemi við Háskólann í Groningen í Hol- landi, styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að gera drög að sjálf- bærnistefnu fyrir Borgarbyggð og í beinu framhaldi að vinna aðgerða- áætlun fyrir umrædda stefnu. Est- er stundar nám í Global Respon- sibility and Leadership, eða hnatt- rænni ábyrgð og leiðtogahæfni líkt og það útleggst á íslensku. „Sjálfbærnistefna byggist á heims- markmiðum Sameinuðu þjóðanna og það gerir einnig námið henn- ar. Ester hafði því góðan grunn til þess að leggja af stað í þessa vegferð með sveitarfélaginu. Við vinnslu verkefnisins voru heimsmarkmið- in grandskoðuð og sérstök áhersla lögð á þá þætti sem Borgarbyggð á lengst í land með að uppfylla. Auk þess skoðaði Ester Alda sambæri- legar stefnur annarra sveitarfélaga sem og núverandi stefnur Borgar- byggðar sem gætu tengst heims- markmiðunum. Út frá fyrirliggj- andi gögnum gerði Ester Alda um- rædd drög sem voru kynnt fyrir byggðarráði í september,“ segir í tilkynningu frá Borgarbyggð. Það kom Ester Öldu á óvart hversu mikinn meðbyr hún fékk við vinnslu verkefnisins. Þeir aðil- ar sem hún ræddi við voru afar já- kvæðir og spenntir fyrir drögunum og að sama skapi var ánægjulegt að sjá hversu góð viðbrögðin voru við niðurstöðum verkefnisins. Hún vonar að jákvæðnin verði til þess að verkefnið komist í réttan farveg innan sveitarfélagsins, segir í til- kynningu. mm Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir. Ljósm. borgarbyggd.is Innleiða sjálfbærnistefnu fyrir Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.