Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 20202 Nú er ljóst að í ár verða jólin frá- brugðin því sem flestir eiga að venjast þar sem minna verður um samverustundir í fjölmenn- um hópum. Nú er því tíminn til að læra á fjarfundabúnað og hin ýmsu forrit sem hægt er að nota til að „hitta“ fólk rafrænt. Njótum rafrænna samverustunda í að- draganda jóla. Á morgun, fimmtudag, er spáð norðanátt 15-23 m/s en 20-28 m/s suðaustanlands. Snjókoma eða él verður á Norður- og Aust- urlandi. Frost 2-9 stig. Á föstu- dag er útlit fyrir norðan 13-20 m/s með éljagangi norðan- og austantil á landinu en bjartviðri sunnan- og vestantil. Lægir og styttir upp síðdegis, fyrst vest- ast á landinu. Herðir á frosti. Á laugardag og sunnudag er út- lit fyrir hæga breytilega átt og víða bjartviðri, en suðvestan 3-8 m/s og dálítil él á Vestfjörðum. Frost 5-18 stig. Á mánudag eru líkur á suðaustanátt með hlýn- andi veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Færð þú daga- tal til að telja niður í jólin?“ Mik- ill meirihluti lesenda, eða 82%, fá ekkert dagatal í aðdraganda jóla. 4% fá bjórdagatal, 4% fá nammi- dagatal, 4% fá snyrtivörudagatal og önnur 4% fá öðruvísi daga- tal en talin voru upp í svarmögu- leikunum. Þá fengu aðrir daga- talssvarmöguleikar 1%. Í næstu viku er spurt: Ætlar þú að senda jólakort í ár? Eigendur GRun í Grundarfirði hafa gefið tæp þrjú tonn af ýsu til Fjölskylduhjálpar Íslands og leggja þannig til mat í níu þús- und máltíðir. Þeir eru Vestlend- ingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Síðastliðinn mánudag sendi útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækið G.Run hf. í Grundarfirði frá sér tæp þrjú tonn af ýsu. Fiskurinn er sendur að gjöf til Fjölskylduhjálpar Íslands. Flutningafyrirtækið Ragnar og Ás- geir ehf. sá svo um að koma farm- inum frítt suður. Eigendur GRun vona að gjöfin komi að góðu not- um, en áætla má að þarna sé um að ræða um níu þúsund máltíðir. mm Heilbrigðisráðherra hefur stað- fest reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna Covid-19. Tilgangur reglugerðarinnar er að ákveða forgangsröðunina á grund- velli málefnalegra sjónarmiða og með eins miklum fyrirsjáanleika og mögulegt er. Við smíði reglu- gerðarinnar var horft til leiðbein- Útgáfan út árið VESTURLAND: Skessuhorn mun koma út samkvæmt venju næstu tvo miðvikudaga; 9. og Jólablaðið 2020 kemur svo út miðvikudaginn 16. desember. Það verður stærsta blað ársins og jafnframt það síðasta. Fyrsta blað nýs árs kemur svo út 6. janúar. Til að koma á framfæri efni og auglýsingum í Jólablað- ið er áhugasömum bent á frest sem rennur út föstudaginn 11. desember. Auglýsingapantanir þurfa að berast sem fyrst á net- fangið auglysingar@skessuhorn. is og beiðni um birtingu efn- is og tilkynninga á skessuhorn@ skessuhorn.is. -mm Ekki spilað meira á árinu KARFAN: „Í ljósi ákvörðun- ar heilbrigðisráðherra um fram- lengingu sóttvarnarráðstafana til 9. desember er öruggt að ekki verður keppt frekar í körfubolta 2020,“ segir í tilkynningu frá KKÍ. „Vonir standa til að keppni geti hafist snemma í janúar, en framhaldið ræðst algjörlega af stöðu faraldursins og þeim tak- mörkunum sem gilda hverju sinni. Skrifstofa KKÍ vinnur að breyttu leikjadagatali, sem verð- ur kynnt félögunum seinna í des- ember.“ -mm Átján greindir með veiruna í gær LANDIÐ: Átján innanlands- smit kórónuveirunnar greind- ust á mánudag skv. uppfærð- um tölum á covid.is, og þar af voru ellefu í sóttkví. Á þriðjudag voru 199 í einangrun á landinu vegna veirunnar og 689 í sóttkví. 40 liggja á sjúkrahúsi og þar af tveir á gjörgæslu. Einn lést síð- asta sólarhringinn vegna Covid og hafa nú 27 látist hér á landi vegna veirunnar. Nýgengi inn- anlandssmita er nú komið í 41,5 sem er hækkun frá því á mánu- dag þegar það var 38,5. -arg Hækka tómstundastyrk HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi þriðjudaginn 24. nóvem- ber að hækka árlegan tóm- stundastyrk úr 60 þúsund krón- um í 70 þúsund krónur á ári frá 1. janúar næstkomandi. Styrkur- inn er ætlaður börnum og ung- mennum að 18 ára aldri með lögheimili í sveitarfélaginu. -arg Ákveða forgangsröðun vegna bólusetningar inga Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar um forgangsröðun við bólusetningu vegna Covid-19 og sjónarmiða sem fram hafa komið í sambærilegri vinnu hjá nágranna- þjóðum. Líklegt er að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera má ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem getur haft áhrif á forgangsröðunina. Sótt- varnalæknir ber ábyrgð á skipu- lagningu og samræmingu bólu- setningar, svo sem hvaða bóluefni er notað og fyrir hvaða hópa og er einnig heimilt að víkja frá for- gangsröðun reglugerðarinnar ef nauðsyn ber til. Lögð verður sérstök áhersla á að bólusetja fyrst þá einstaklinga sem eru í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. Þetta á við um heil- brigðisstarfsfólk og annað starfs- fólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa, á Covid-19 göngudeild og legu- deildum fyrir sjúklinga sem smit- ast hafa af Covid-19, heilbrigðis- starfsmenn sem framkvæmda sýna- tökur vegna gruns um Covid-19 og starfsfólk hjúkrunar- og dvalar- heimila. Bólusetning einstaklinga sem dvelja á hjúkrunar- og dval- arheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa verður einnig í miklum forgangi. Í reglugerðinni eru skilgreind- ir tíu forgangshópar. Í mestum forgangi eru tiltölulega fámennir hópar en áætlað er að að í fyrstu fimm forgangshópunum séu rúm- lega 20.000 einstaklingar. Í sjötta hópnum fjölgar hins vegar um- talsvert því þar er forgangsrað- að þeim sem eru 60 ára og eldri. Í sjöunda hópnum eru einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúk- dóma, í áttunda hópnum starfsfólk leik,- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og vel- ferðarþjónustu, í níunda hópnum einstaklingar sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra- og efna- hagslegra aðstæðna og loks eru í tí- unda hópnum allir aðrir sem óska bólusetningar, eftir því sem sótt- varnalæknir ákveður. Ekki er gert ráð fyrir í reglugerð- inni að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning gegn Covid-19 nema þau hafi undirliggj- andi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi. Reglugerð- in hefur verið send Stjórnartíðind- um og öðlast gildi við birtingu. mm/ Ljósm. LHS/Þorkell. Höfuðstöðvar G.Run í Grundarfirði. Ljósm. tfk. GRun lætur gott af sér leiða fyrir hátíðirnar Ýsa á brettum á leið til Fjölskyldu- hjálpar Íslands. Ljósm. GRun á Facebook.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.