Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 02.12.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 15 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög SK ES SU H O R N 2 02 0 Velferðar- og mannréttinda- svið óskar eftir stuðningsfjöl- skyldum fyrir börn á Akranesi Stuðningsfjölskyldur taka á móti fötluðum og ófötluðum börnum til dvalar á heimili sínu að jafnaði eina helgi í mánuði með það að markmiði að styðja við foreldra barnsins, veita barninu tilbreytingu og stuðning. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Einnig er hægt að hafa samband við Berglindi Ósk Jóhannesdóttur ráðgjafaþroskaþjálfa og Ingibjörgu Gunnarsdóttur yfirfélagsráðgjafa. Netföng: berglind.johannesdottir@akranes.is og ingibjorg. gunnarsdottir@akranes.is eða í síma 433-1000 Umhverfisráðherra skipaði svo- kallaða Breiðafjarðarnefnd í júní 2017. Nefndinni er ætlað að vera umhverfisráðherra til ráðgjafar um það sem lýtur að framkvæmd laga um vernd Breiðafjarðar. Jafn- framt á nefndin í samráði við sveit- arfélögin á svæðinu að láta gera verndaráætlun þar sem fram kem- ur hvernig ná skuli þeim markmið- um sem sett eru með vernd svæð- isins og senda hana til ráðherra til staðfestingar. Í starfi sínu á nefnd- in að gæta samráðs við sveitarstjór- nir, náttúruverndarnefndir, Um- hverfisstofnun, minjaverði og yfir- völd þjóðminjavörslu. Nefndin gef- ur ráðherra skýrslu um störf sín ár- lega. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn. Sveitarfélögin sem liggja að Breiðafirði tilnefna fjóra full- trúa, Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur á Vesturlandi og Vestfjörðum einn sameiginlega og einn tilnefndur af þjóðminjaráði. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar einn án tilnefningar og skal hann vera formaður. Breiðafjörður er verndaður með sérstökum lögum nr. 54/1995. Til- gangur laganna er að stuðla að verndun svæðisins, einkum lands- lags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Lögin taka til eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjara í innri hluta fjarðarins sem markast frá línu dreginni frá Ytranesi á Barðarströnd við fjörð- inn norðanverðan í Hagadrápsker um Oddbjarnarsker, Stagley og Höskuldsey í Vallarbjarg að sunn- anverðu. Samkvæmt lögunum er ekki allur fjörðurinn undir sérstakri vernd, hafsbolurinn og hafsbotninn eru utan verndarsvæðisins eins og lögin eru skilgreind í dag. Þannig er lífríki ekki verndað nema það sé í fjöru eða uppi á eyju. Fjaran er skil- greind frá stórstraumsfjöruborði að stórstraumsflóðborði. Rætt hefur verið um innan Breiðafjarðarnefndar að kominn sé tími á endurskoðun laganna um vernd Breiðafjarðar, enda eru lög- in orðin 25 ára gömul og aldrei tekið efnislegum breytingum síð- an þau voru sett. Nefndin telur að skerpa þurfi á lögunum til þess að þau þjóni betur markmiðum sínum. Þau þurfi að gera haldbærari, skýr- ari og áhrifameiri. Breiðafjarðarnefnd hefur unnið að verkefni sem gengið hefur und- ir nafninu „Framtíð Breiðafjarðar“ síðan 2019. Lögð var höfuðáhersla á eins víðtækt samráð við íbúa, sveitarfélög og aðra hagsmuna- aðila og henni var unnt. Samráðið fól meðal í sér að sinna upplýsinga- gjöf um það sem nefndin hefur orð- ið vísari í þessari vegferð sinni auk þess að kalla eftir ábendingum, at- hugasemdum og væntingum þeirra sem málið varðar. Nefndin stóð, í byrjun ársins 2020, fyrir opnum íbúafundum í sveitarfélögunum við sunnanverð- an fjörðinn eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni. Þar gafst íbúum tækifæri á að heyra hvaða kosti nefndin telur mögulega fyr- ir framtíð fjarðarins og nefndinni gafst kostur á að heyra afstöðu íbúa. Nefndin hafði áætlað að halda sambærilega fundi í þeim sveitarfé- lögum sem eftir voru á vordögum en neyddist til þess að fresta þeim vegna samkomutakmarkana. Nú liggur fyrir samantekt nefnd- arinnar á framvindu og niðurstöð- um verkefnisins. Breiðafjarðar- nefnd hefur sent samantektina til umsagnar sveitarstjórna við fjörð- inn. Samantektin er auk þess birt á heimasíðu nefndarinnar, www. breidafjordur.is og er óskað eft- ir athugasemdum íbúa. Frestur til þess að gera athugasemdir er til 19. desember 2020 og skal athuga- semdum skilað á netfangið breidaf- jordur@nsv.is. Að umsagnarfresti liðnum verður lokahönd lögð á samantektina og umsagnir sveitar- stjórna og athugasemdir íbúa birt- ar. Athugasemdir verða birtar undir nafni. Lokaútgáfu samantektarinn- ar, ásamt niðurstöðum nefndarinn- ar, verður síðan skilað til umhverf- isráðherra sem svo tekur ákvörðun um næstu skref. frg Brim við Keflavíkurvör síðastliðinn fimmtudag. Ljósm. þa. Óskað eftir athuga- semdum um framtíð Breiðafjarðar Auglýst er laust til umsóknar embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Lögreglustjórinn á Vesturlandi fer með stjórn lögregluliðs í sínu umdæmi. Hann annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og ber ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Aðrar hæfniskröfur eru: • Góð þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar æskileg • Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg • Rekstrarþekking og/eða reynsla af rekstri æskileg • Farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun æskileg • Framúrskarandi forystu-, samvinnu- og samskiptahæfni • Fagmennska, frumkvæði, dri�kra�tur og jákvæðni • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg Dómsmálaráðherra skipar lögreglustjóra til 5 ára í senn, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 15. janúar 2020. Um laun og starfskjör lögreglustjóra fer e�tir ákvörðun með lögum sbr. 6. og 7. mgr. 24. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Upplýsingar um starfið veitir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í síma 545 9000. Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2020. Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fela nefnd að fara yfir þær umsóknir sem berast og á nefndin að skila ráðherra rök- studdu áliti á hæfni umsækjenda. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skila rafrænt á starf@dmr.is. Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um: 1) menntun, 2) reynslu af stjórnun, 3) reynslu af lögmannsstörfum, saksókn og/eða dómstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslu- störfum, 5) upplýsingar um samskiptafærni og sjálfstæði, 6) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf lögreglustjóra. Með umsókn skulu fylgja afrit af prófskírteinum og upplýsingar um um- sagnaraðila. Embætti lögreglustjórans á Vesturlandi laust til umsóknar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.