Mosfellingur - 27.08.2020, Side 8
Ingólfur Hrólfsson formaður
s. 855 2085 ihhj@simnet.is
Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður
s. 896 5700 bruarholl@simnet.is
Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri
s. 863 3359 margretjako@gmail.com
Snjólaug Sigurðardóttir ritari
s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is
Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi
s. 898 3947 krist2910@gmail.is
Jóhanna B. Magnúsdóttir 1. varamaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Bragi Bergmann Steingrímsson
2. varamaður bbergman@hive.is
StJÓrn FaMoS
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
FélaG aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Nýtt frístundatímabil
- 5 ára bætast við
Frístundatímabilið 2020-2021 er
hafið og nýr aldurshópur bætist
við. 5 ára börn sem eru á síðasta
ári í leikskóla fá 26 þúsund til
niðurgreiðslu á sinni frístund. Börn
fædd á árunum 2003 til 2015 eiga
rétt á frístundaávísun á frístunda-
tímabilinu 15. ágúst 2020 til 31. maí
2021. Það er að segja börn sem eru
á síðasta ári í leikskóla til og með
ungmenni á öðru ári í framhalds-
skóla. Sé barn orðið 18 ára sækir
það sjálft um í gegnum Íbúagátt
Mosfellsbæjar. Aðeins börn með
lögheimili í Mosfellsbæ fá valmögu-
leika um að nýta frístundaávísun.
Upphæð frístundaávísunar:
Frístundaávísun 2020-2021 er
26.000 kr. fyrir 5 ára, 52.000 kr. (var
50.000) fyrir 6-18 ára en hækkar
fyrir þriðja barn (6-18 ára) upp í
60.000 kr., einnig fyrir fjórða og
fimmta barn o.s.frv. Þetta á við um
fjölskyldur sem skráðar eru með
sama lögheimili og fjölskyldunúmer
hjá foreldri.
leIKFIMI
Í World Class byrjar 15. september.
Byrjendahópur er kenndur mánudaga og
miðvikudaga kl 9:30-10:30. Fyrsti tíminn
verður þriðjudaginn 15. september. Byrj-
endahópurinn er eingöngu fyrir fólk 67
ára og eldra sem er með lögheimili í Mos-
fellsbæ. Kennslan fer fram í formi alhliða
leikfimi og
styrktaræfinga
í leikfimisal auk
æfinga í tækja-
sal. Verkefnið er
liður Mosfellsbæjar í heilsueflandi samfé-
lagi fyrir alla aldurshópa. Framhaldshópar
verða þrír í vetur, kenndir á þriðjudögum
og fimmtudögum. Hægt er að velja um
hóp 1 tími 9-10, hóp 2 tími 10-11 eða hóp
3 tími 11-12. Lágmarks- og hámarksþát-
taka er í hvern hóp og farið er eftir öllum
sóttvarnarreglum og takmörkunum sem
eru í gildi hverju sinni. Framhaldshóparnir
eru ætlaðir þeim sem eru vanir leikfimi og
eru þeir opnir og óháðir búsetu ( þ.e.a.s
ekki þarf að hafa lögheimili í Mosfellsbæ
til að mæta í þessa hópa).
Þátttakendur í námskeiðinu hafa fullan
aðgang að World Class og Lágafellslaug
á öðrum tímum dags meðan á námskeið-
inu stendur. Kennarar verða þær Halla
Karen og Berta.
Opnað verður fyrir skráningu 25. ágúst.
Allar nánari upplýsingar og skráning í
World Class Lágafellslaug sími 566-7888.
Heilsukveðja, Halla Karen og Berta.
danS, danS, danS:)
Dansinn hjá Auði Hörpu byrjar miðviku-
daginn 2. sept. kl 14:15 og verður kennd-
ur í íþróttahúsinu Varmá. Þar er auðvelt
að halda
öllum settum
sóttvarnar-
reglum og
takmörkunun-
um. Dansinn
hentar jafnt
körlum sem
konum:) Hlökkum til að sjá ykkur. Skrán-
ing fer fram hjá félagsstarfinu í síma 586-
8014 eða 698-0090 eða á elvab@mos.is.
Mörg námskeið vetrarins eru enn í
vinnslu og ekki útséð með hvernig þeim
verður háttað, það er erfitt með þessum
takmörkunum sem okkur eru settar. Fríða
mun byrja með leir- og glernámskeið á
mánudögum og fimmtudögum. Byrjar14.
sept. Eins mun nýtt málunarnámskeiðið
hjá Hannesi hefjast um miðjan október.
Bókbandið fer einnig af stað 15. sept.
Öll auglýst námskeið eru í dag háð
þeim skilyrðum að þátttakendur og
leiðbeinandi verða að vera með grímu
þar sem 2 metra reglan er enn í gildi og
þar sem ekki er hægt að verða við henni
þá er grímuskylda. Spil og það sem kallar
á sameiginlega snertifleti verður að bíða
um stund en vonandi fer allt starfið í
rétt horf sem fyrst og nauðsynlegt að
fylgjast með því hlutirnir geta breyst
hratt á þessum fordæmalausu tímum.
Tréútskurður byrjar eftir áramót. Skráning
er hafin á þessi námskeið í síma 586-8014
eða 698-0090 eða á elvab@mos.is.
FreStað
Áður auglýstum síðsumarsfagnaði
þriðjudaginn 8 sept. í Harðarbóli hefur
verið frestað eitthvað fram á haustið
vegna Covid-19. Nánar auglýst síðar.
VatnSleIKFIMI
Haust 2020 Lágafellslaug
Fyrsti tími í vatns-
leikfimi haustið
2020 er 16. sept-
ember. En vegna
breyttra aðstæðna
verður vatnsleikfim-
inni háttað þannig
að 20 manns komast á hvert námskeið
og geta valið sér einn dag/hóp. Nokkrir
dagar/hópar verða í boði og verður send
auglýsing til allra félaga FaMos. Einnig
munu koma fleiri fréttir um ringó, boccia,
línudans, gönguhópa og margt fleira.
Fylgist því vel með:)
atHUGIð
Nýjar demantamyndir eru komnar til
okkar í félagsstarfið, komið og kíkið á
okkur kl. 13:00-16:00 á Eirhömrum.
www.kronan.is Krónan Mosfellsbæ – Opið alla daga 9-20
Við höfum áhuga á að taka þátt í uppbyggingu í samfélaginu
og auglýsum eftir styrktarumsóknum.
Hvað getum við gert saman?
Árlega veitir Krónan styrki til verkefna í nærumhverfi verslanna
Krónunnar. Um er að ræða samfélagsstyrki sem styðja
samfélagið t.d. á sviði íþrótta/hreyfingar, menningar og lista
eða menntunar. Ert þú með hugmynd?
Mosfellsbær!
Megum við vera memm?
Krónan í Mosfellsbæ auglýsir
eftir styrktarumsóknum
Hæ
Ofureinfalt ferli:
Sækja þarf um styrk - rafrænt*
Kronan.is/styrktarumsokn
Öllum umsóknum verður svarað og tilkynnt
verður hvaða verkefni fær styrk í ár.
Umsóknarfrestur er til . ágúst 2020
*Styrktarumsóknum verður einungis svarað í gegnum heimasíðu
Í júní opnaði í Álafosskvosinni ilmsýn-
ingin Ilmbanki íslenskra jurta og lítil búð
sem selur ýmsar vörur sem unnar eru úr
íslenskum jurtum.
Það eru þær Elín Hrund Þorgeirsdóttir og
Sonja Bent sem standa að baki sýningunni
en þær hafa unnið saman síðastliðin þrjú
ár og reka saman fyrirtækið Nordic angan.
„Við höfum verið að vinna að rann-
sóknarverkefni á ilmum í íslenskri náttúru
síðastliðin tvö ár og er sýningin afrakstur
þeirrar vinnu. Sýningin hefur fengið góðar
viðtökur og er komin til að vera áfram,“
segir Elín. Sýningin er opin allar helgar,
aðgangseyrir er 1.200 kr. en frítt fyrir 16 ára
og yngri.
Frábært að vera í Kvosinni
„Við erum rosalega ánægðar með að vera
hér Álafosskvosinni en hér erum við bæði
með sýninguna og vinnustofuna okkar. Við
vinnum með íslenskar jurtir, eimum úr
þeim ilmkjarnaolíur og hönnum ilmtengd-
ar vörur. Svo umhverfið hérna smellpassar
við okkar starfsemi.
Það er búið að vera mjög áhugavert að
vinna að þessari rannsókn því það er sterk
hefð fyrir því á Íslandi að nota jurtirnar
okkar á ýmsan hátt en engin hefð fyrir því
að eima úr þeim ilmkjarnaolíur.
Við höfum unnið að því að rannsaka
hvaða jurtir er hægt að eima og hvaða
virkni er í olíunum. En svo fórum við líka
að vinna með þær jurtir sem ekki var hægt
að eima og reyna að ná ilmi út þeim líka.“
leikið með lyktarskynið
Sýningin er fallega uppsett en þar getur
fólk lyktað af ýmsum íslenskum jurtum
og trjám á skemmtilegan og aðgengilegan
hátt. Einnig er svokölluð ilmsturta sem
þær stöllur hönnuðu og kynntu á Hönnun-
armars í fyrra en um er að ræða tæki sem
gefur frá sér kalda þurrgufu með íslenskum
ilmkjarnaolíum.
„Við erum rosalega ánægðar með útkom-
una og viðbrögð, það er greinilegt að þessi
nýjung með ilmupplifum og jafnvel tengsl
á milli lyktar, tilfinninga og minninga er
eitthvað sem fólki finnst áhugavert.
Það er alltaf að aukast að við séum að
taka á móti hópum s.s. vinkonuhópum,
saumaklúbbum, vinnustöðum og öðrum
hópum. Við getum boðið upp á leiðsögn
um sýninguna og jafnvel léttar veitingar.
Best er að hafa bara samband við okkur til
að bóka heimsókn fyrir hópa,“ segir Elín að
lokum og býður alla Mosfellinga sérstaklega
velkomna.
Nordic angan með ilmupplifun í Álafosskvos • Eima ilmolíukjarna • Rannsóknarverkefni
opna ilmbanka íslenskra jurta
sonja og elín reka
saman fyrirtækið
áhugaverð sýning
í álafosskvos