Ægir - 2019, Side 6
Fyrsta útgáfa Ægis á árinu 2019 er að stærstum hluta helguð
veiðarfærum og veiðarfæragerð. Fiskiskip hefði lítið gildi án
veiðarfæra og þau hafa alla tíð verið ríkur þáttur í árangri í
veiðum. Ný og góð veiðarfæri eru þó ekki bein ávísun á árangur
því þrátt fyrir allar tækniframfarirnar, tölvuskjáina, veiðarfæra-
nemana, tækin og tólin þá er þekking og færni skipstjórnend-
anna og sjómannanna alltaf ríkasti þátturinn í því að ná árangri
við veiðar. Sumir hafa „nef“ fyrir því hvar fiskinn er að finna
þann og þann daginn, aðrir ekki.
Veiðarfæragerð hefur verið samofinn útveginum alla tíð og
fullyrða má að það hefur verið gæfa greinarinnar hversu mikil
þekking hefur byggst upp í þessari iðn hér heima. Líkt og
þrautvanir netagerðarmenn rifja upp hér í blaðinu voru neta-
gerðirnar til muna fleiri fyrir nokkrum áratugum og starfsmenn
í hverri skiptu tugum, að minnsta kosti í stærstu útgerðarpláss-
unum. Þá voru enda miklu fleiri bátar í útgerð en eru í dag og
allir þurftu sína þjónustu. Tjón á veiðarfærum, festur í botni og
alls kyns uppákomur á miðunum þóttu ekki sérstök tíðindi fyrr á
árum en slíkt gerist sjaldan í dag.
Með tilkomu plastefnanna sem tóku við af hampnum varð
mikil bylting í veiðarfæragerðinni og skipti miklu fyrir greinina
að Hampiðjan skyldi á sínum tíma fylgja tækninni í takti við það
sem var að gerast úti í hinu stóra heimi. Frumframleiðsla neta er
í dag á fjarlægum svæðum heimsins þar sem vinnulaun eru til
muna lægri en hér og um þennan þátt veiðarfæragerðarinnar
gilda sömu lögmál og um margt annað í iðnaðarframleiðslunni.
Stærstu nætur eru framleiddar erlendis en minni togveiðarfæri
eru alla jafna sett upp hjá innlendum netagerðum. Þó iðngreinin
hafi með árunum tekið miklum breytingum þá er mikilvægi
þekkingar á þessu sviði enn til staðar og þess vegna fagnaðar-
efni ef tekst að laða fleira ungt fólk til náms í netagerð. Og líkt
og bent er á í umfjöllunum hér í blaðinu þá ætti ekki síður að
vekja athygli á þessu námi meðal ungra kvenna því nútíma
netagerðarverkstæði er tæknivætt og því ekki spurning um lík-
amlega burði í þessu starfi.
Lykilatriði í dag er að veiðarfæri séu sem sterkust en jafn-
framt sem léttust í drætti. Þar er horft til eldsneytiseyðslu skip-
anna við veiðar og undirstrikar þetta hversu mikil hugsun er
um þennan þátt í greininni, ekki aðeins út frá kostnaðarhliðinni
heldur einnig út frá umhverfissjónarmiði. Það hversu nákvæm-
lega skipstjórnendur geta fylgst með veiðarfærum í sjó er líka
umhverfismál gagnvart umgengninni um lífríkið og hafsbotninn.
Allt er þetta hluti af vöruþróun í veiðarfærum. En til þess að
vöruþróun eigi sér stað þarf áhuga þeirra sem framleiða veiðar-
færi til að gera breytingar, vilja til að prófa nýjungar og sitja
þannig ekki í sama farinu. Í þessu efni er mikil gæfa hversu nýj-
ungagjarnir Íslendingar eru, í sjávarútvegi ekki síður en á öðr-
um sviðum þjóðfélagsins. Stundum reynast nýjungar afturför en
stundum mikil framfaraskref. Þau síðarnefndu hafa verið miklu
fleiri í gegnum árin og aldirnar á veiðarfærasviðinu og hafa
þannig treyst þá keðju sem býr að baki þeim öfluga sjávarútvegi
sem við byggjum á í dag.
Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar
Mikilvægi veiðarfæragerðarinnar
Vökvakerfislausnir
Vökvadælur, vökvamótorar
og stjórnbúnaður
Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
www.danfoss.is
Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður
er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu
skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar
hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum
sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan
og skilvirkan búnað.
Út gef andi:
Ritform ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Ritform ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
GSM 899-9865.
Net fang: johann@ritform.is
Aug lýs ing ar:
Inga Ágústsdóttir.
inga@ritform.is
Hönnun & umbrot:
Ritform ehf.
Suðurlandsbraut 30, Reykjavík.
Sími 515-5200.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6800 kr.
Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205.
Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.
Leiðari
6