Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 9

Ægir - 2019, Síða 9
9 okkar stöð verður sú full- komnasta innan Egersund Group. Það byggist meðal annars á því að við erum með öflugan hreinsibúnað fyrir sjó sem notaður er í þvottinum og þannig er vökvinn sem fer til baka í sjó nánast drykkjar- hæfur,“ segir Stefán en ráð- gert er að þvottastöðin verði tilbúin nú í febrúar og litunar- stöðin tímanlega fyrir vorið. „Við erum að efla okkur í þjónustu við fiskeldisfyrirtæk- in en við seljum að auki allan búnað sem fiskeldið þarf á að halda í samstarfi við systur- félag okkar AKVA group. Í raun allt annað en fiskinn sjálfan. Við vonumst til að fá til okkar poka í meðhöndlun frá eldisfyrirtækjum víðar um land þannig að við erum ekki einvörðungu að horfa til Aust- fjarða í þessum efnum,“ segir Stefán. Stórt hús lykilatriði Aðspurður um verkefni í veið- arfæraþjónustunni segir Stef- án það vera lykilatriði að vera með stórt hús og góða vinnu- aðstöðu. „Húsið hjá okkur er 130 metra langt og veitir ekki af þegar veiðarfærin eru stöðugt að stækka. Lengi vel vorum við með troll í kringum 2000 metra með 48 metra möskva. Síðan fóru menn að stækka möskvana upp í 64 metra og trollin upp í 2300 metra og á síðasta ári settum við upp troll fyrir Aðalstein Jónsson sem var 2700 metrar þannig að þróunin hefur mikið verið í þá átt að veiðarfærin stækki. En á sama tíma er líka verið að glíma við að létta veiðar- færin til að auðveldara sé að draga þau. Og þar kemur til framþróun á undanförnum ár- um í efnum til veiðarfæra- gerðar. En þróunin hefur líka verið mikil í skipunum; þau eru stærri og öflugri, betri tæknibúnaður er kominn til að stýra veiðarfærunum, léttari og betri toghlerar, betri spil- búnaður og þannig má áfram telja. Allt spilar þetta saman í eina heild,“ segir Stefán. Næturnar geymdar við bestu aðstæður Í nótahóteli Egersund Ísland á Eskifirði geyma útgerðir loðnu- og síldarnætur sínar við bestu aðstæður milli ver- tíða og geta gengið að þeim tilbúnum þegar á þarf að halda. „Í hefðbundu árferði geta verkefni okkar við nætur verið frá tveimur upp í fjóra mánuði, oftast þá á síðari hluta ársins. Eftir vertíð er farið yfir næturnar og skráð niður hvað þarf að gera, pant- að inn efni erlendis frá ef þarf og síðan lögum við næturnar tímanlega fyrir vertíð. Þar af leiðandi eru það mjög slæmar fréttir fyrir okkur, líkt og fyrir útgerðirnar sjálfar, ef svo fer sem litið hefur út fyrir að brestur verði í loðnuveiðum í ár. Við vonum í lengstu lög að líkt og síðustu ár verði loðna að einhverju marki veiðanleg seint á vertíðinni. Mynstur loðnunnar er greinilega nokk- uð frábrugðið því sem við höf- um þekkt mörg undanfarin ár,“ segir Stefán. ■ Á vormánuðum áformar Egersund Ísland að ljúka framkvæmdum við þvotta- og litunarstöðina en framkvæmdirnar kosta hátt í 300 milljónir króna. Þær koma til með að stórauka möguleika í þjónustu við fiskeldisfyrirtækin. ■ Stefán B. Ingvarsson, framkvæmdastjóri Egersund Ísland. Veiðarfæri

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.