Ægir - 2019, Page 12
12
Þenslutengi sem eru einnig
kölluð þenslumúffur, þanar
eða bara tengi eru notuð
víðsvegar og í margskonar
útfærslum. Fyrirtækið MD
Vélar ehf. sérhæfir sig í
þenslutengjum og er komið
sterkt inn á íslenska mark-
aðinn í samstarfi við VM
Kompensator A/S í Dan-
mörku sem býður upp á
fyrsta flokks þenslutengi.
„Sérstaða VM Kompensator
er að þeir bjóða alhliða þjón-
usta frá a til ö. Þá fara þeir út
í fyrirtækin, mæla, ráðleggja
og sérhanna eftir þörfum. Þá
bjóða þeir einnig uppsetningu
fyrir viðskiptavininn,“ segir
Laila Björk Hjaltadóttir, fjár-
mála- og viðskiptastjóri MD
Véla.
Tengi sem þola mikið álag
VM Kompensator framleiðir
vef- og stáltengi eftir óskum
og þörfum viðskipavinarins
og er einnig með umboð fyrir
gúmmítengi frá Trelleborg en í
nóvember síðastliðnum fékk
VM Kompensator vottun sam-
kvæmt gæðakerfi ISO 9001.
Stáltengin fást frá DN25 upp í
DN5000 og hafa þá sérstöðu að
öll tengi eru virkjuð, pressuð
og teygð til að virkja allar
bylgjur í belgnum.
„Flestir sem hafa haft með
stáltengi að gera kannast við
að fyrstu bylgjurnar í hvorum
enda eru viðkvæmastar og
mæðir mest á þeim og þar
slitnar tengið en með því að
nota þessa tækni tekur allur
belgurinn við hreyfingu og
eykur það endingartíma teng-
isins til muna. Veftengin eru
sérhönnuð eftir þörfum, náið
samstarf við viðskiptavininn
er lykilatriði til að tryggja að
tengin standist þær kröfur og
aðstæður sem eru fyrir hendi.
Hægt er að hanna tengi sem
þola mikið álag frá alskyns
Þjónusta
MD Vélar ehf.
Alhliða þjónusta í samstarfi við
VM Kompensator
■ Fyrirtækið MD Vélar ehf. er til húsa að Vagnhöfða 12 í
Reykjavík.