Ægir - 2019, Qupperneq 14
14
„Ég byrjaði að vinna fjórtán ára gamall hjá Netagerðinni
Ingólfi árið 1974 og þá voru bæði fleiri sjálfstætt starf-
andi netagerðir hér í Eyjum auk netagerða hjá útgerðun-
um. Bátarnir voru mun fleiri á þeim árum hér í Eyjum,
auk þess að á vertíðum var fjöldi aðkomubáta þannig að
höfnin var full af skipum sem þurftu sína þjónustu,“ segir
Birkir Agnarsson, netagerðarmeistari hjá Ísfelli í Vest-
mannaeyjum sem á að baki 45 ára starfsferil í greininni.
Hann starfaði alla tíð hjá Netagerðinni Ingólfi og var þar
framkvæmdastjóri þegar Ísfell keypti starfsemina árið
2002 og hefur hann stýrt þeirri starfsstöð síðan.
„Á þessum fyrstu árum
mínum sinntum við veiðar-
færaþjónustu út um allt land,
bæði uppsetningu á veiðar-
færum og viðgerðum. Hjá
Netagerðinni Ingólfi voru allt
upp undir 60 manns í vinnu
þegar mest var og við önnuð-
umst allt sem að veiðarfæra-
þjónustu snýr. Efnin voru þá
talsvert önnur en í dag, PE
netið var fyrir stuttu síðan
búið að leysa hampinn af
hólmi en tilkoma þess var
hvað stærsta byltingin í veið-
arfæragerðinni á síðari hluta
síðustu aldar,“ segir Birkir.
Dynema ofurefnið
breytti miklu
Tveir lykilþættir þurfa að fara
saman í veiðarfæragerðinni,
þ.e. að veiðarfærin séu sem
sterkust en jafnframt sem létt-
ust í drætti. Þróun á efnum til
veiðarfæragerðar hefur því
stöðugt haldið áfram og segir
Birkir að tilkoma dynema efn-
isins á síðari árum hafi verið
eitt stærsta framþróunar-
skrefið.
„Þetta er gjarnan kallað of-
urefnið því það er sterkara en
stálvír í sama sverleika. Í dag
er dynema notað í nánast allt,
hvort heldur eru hefðbundin
troll, flottroll eða nætur. Með
dynema nást þessir lykilþættir
fram, þ.e. að á móti auknum
stykleika efnisins er hægt að
grenna þræðina og létta
þannig veiðarfærið í drætti. Í
dag er farið að klæðskera-
sauma veiðarfæri fyrir hvert
skip, ef svo má segja. Það auð-
veldar mönnum vinnuna úti á
sjó og sparar um leið bæði
tíma og olíu,“ segir Birkir en
hjá Ísfelli í Vestmannaeyjum
segir hann unnið að fjöl-
breyttum verkefnum enda
heimaútgerðirinar öflugar
bæði í trollveiðum, flottrolls-
veiðum og nótaveiðum.
„Starfstöð Ísfells er ekki
síst þekkt fyrir þjónustu við
nótaveiðiskipaflotann hér í
Eyjum, hvort sem er uppsetn-
ing eða viðhald. Í dag er þetta
þó orðið þannig að við látum
■ Verkstjórar Ísfells Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Birkir Agnarsson útibússtjóri, Alexander Matthíasson yfirverkstjóri, Birkir
Yngvason verkstjóri og Birgir Guðjónsson verkstjóri.
Veiðarfæri klæðskera-
saumuð fyrir hvert og
eitt skip í dag
Birkir Agnarsson, netagerðarmeistari hjá Ísfelli í Vestmannaeyjum
hefur starfað í greininni í 45 ár og verður 60 ára á þessu ári