Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 18

Ægir - 2019, Page 18
18 Nám í veiðarfæragerð hófst á síðasta ári við Fisktækniskólann í Grindavík og eru nú um tveir tugir skráðir í námið. Það er langmesti fjöldi nem- enda í þessari atvinnugrein áratugum saman. Bóklegt nám er tekið við skól- ann en verklega námið er á netaverk- stæðunum. Skólinn tók við náminu af Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Netagerð er starfstengt nám á fram- haldsskólastigi þar sem áhersla er lögð á að auka þekkingu og færni við hönnun, framleiðslu, viðhald og viðgerðir á veið- arfærum. Meðalnámstími er þrjú ár að meðtalinni 72 vikna starfsþjálfun. Námið er samningsbundið iðnnám og skiptist í bóklegar greinar (tvær annir í skóla) og vinnustaðanám, samtals 204 f-einingar. Í vinnustaðanámi eru nem- endur á námssamningi í fyrirtæki sem samvarar 146 f-einingum. Námi í neta- gerð lýkur með sveinsprófi. Netagerð er löggilt iðngrein. Raunfærnimat hefur verið notað í greininni en þá er metin færni sem aflað er á vinnumarkaði. Módelgerð hjá Veiðarfæraþjónustunni Veiðarfæraþjónustan í Grindavík er einn þeirra aðila sem hafa verið í samstarfi við Fisktækniskólann um námsbraut í veiðarfæragerð. Þrír aðilar hafa skipt verklegu kennslunni á milli sín; Hörður Jónsson er með einn hlutann í Veiðar- færaþjónustunni, Hermann Guðmunds- son hjá Hampiðjunni er með annan og Miklu fleiri en áður sækja í nám í netagerð ■ Meðalaldur netagerðarmanna er orðinn nokkuð hár og nýliðun því kærkomin. Meðfylgjandi mynd er frá Netagerð Vestfjarða. ■ Um tveir tugir nemenda stunda nú nám í netagerð en fyrir stuttu síðan voru nemendurnir oftast 2 til 3 á ári. „Þetta er þægileg vinna sem að mestu leyti er unnin inni, þrifaleg vinna við góðar aðstæður.“

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.