Ægir - 2019, Síða 24
24
Tveir í breytingum
og tveir í smíðum
Mikil umsvif hjá Skinney-Þinganesi
Mikið er um að vera hjá Skinney-
Þinganesi ehf. á Hornafirði um þessar
mundir. Félagið er með tvo togbáta í
lengingu í Póllandi og tvö ný togskip
eru í smíðum í Noregi. Auk þess er
verið að taka í notkun nýja vinnslu-
línu fyrir ferskfisk í fiskvinnslunni á
Hornafirði.
Tveir lengdir í Póllandi
„Við erum að láta breyta togbátunum
Skinney og Þóri í Póllandi. Þeir verða
lengdir um 8,5 metra og er tilgangurinn
fyrst og fremst að bæta meðferð á aflan-
um, bæði á bolfiski og humri. Settar
verða upp nýjar vinnslulínur á milli-
dekkið og í leiðinni eykst lestarplássið
gríðarlega. Við ætlum að ná verulega
bættum árangri, sérstaklega í humrin-
um. Þessa báta á að afhenda 28. febrúar
og 16. mars. Við vonumst þá til að kom-
ast beint á humarveiðar. Hafró hefur þó
reyndar ekki enn skilað sínum tillögum
til sjávarútvegsráðuneytisins um það
hvernig humarveiðum verði háttað í ár.
Þar er því nokkur óvissa en veiðarnar
gengu ekkert sérstaklega vel síðastliðið
sumar,“ segir Ásgeir Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skin-
ney-Þinganesi.
Nýsmíðar afhentar í lok árs
Skinney-Þinganes er að auki að láta
smíða tvo nýja 29 metra langa og 12
metra breiða togbáta í Vard í Noregi.
„Skrokkarnir eru reyndar smíðaðir í stöð
sem þeir eiga í Víetnam og verða fluttir
þaðan með skipi um miðjan febrúar og
kláraðir í Auka í Noregi. Þar verða settar
vélar í bátana og annar búnaður og þeir
innréttaðir. Við eigum að fá þá afhenta í
lok árs, í nóvember og desember. Þá
verðum við komnir með þann flota sem
við ætlum að gera út næstu árin á botn-
fiski og humri. Við stefnum því á að
stýra þessum veiðum með fjórum tog-
skipum næstu árin en nú gerum við út
fimm togskip þannig að ætlunin er að
selja þrjú af þessum gömlu, Hvanney,
Þinganes og Steinunni.“
Hugsað til langs tíma
Ásgeir segir að þetta sé umtalsverður
„pakki“ og mikið að gerast á stuttum
tíma. Það sé dýrt að smíða ný skip, sér-
staklega þegar vel sé vandað til verks.
Því miður hafi orðið töluverð seinkun á
■ Ásgeir Gunnarsson framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi segir mikið
undir hjá félaginu á stuttum tíma en þeir líti björtum augum til framtíðarinnar.