Ægir - 2019, Side 28
28
„Það skiptir miklu máli fyrir okkur að vera með starfsstöðvar út um landið,
vera nálægt útgerðarfyrirtækjunum og geta þannig brugðist við þegar þau
þurfa á þjónustu að halda með stuttum fyrirvara,“ segir Jónas Þór Friðriks-
son, deildarstjóri togveiðideildar Ísfells sem rekur átta starfsstöðvar á land-
inu, þ.e. í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, á Flateyri, Sauðárkróki,
Akureyri, Húsavík og í Ólafsfirði. Hann segir fyrirtækið veita þjónustu á öll-
um sviðum togveiðarfæra og nótaveiða, bæði uppsetningu nýrra veiðarfæra
og viðhaldi en á síðari árum hafi umsvifin helst aukist á uppsjávarsviðinu.
Ísfell býður einnig upp á allt sem
varðar línu- og netaveiðar og er jafn-
framt umboðsaðili Mustad Autoline en
beitningarvélabúnaður frá Mustad er
um borð í um 70 skipum víðsvegar um
landið. Ísfell býður einnig upp á hágæða
línu og beitu og er beitan geymd í nokkr-
um landshlutum og því auðvelt að nálg-
ast hana hvar sem menn eru staðsettir á
landinu. Ísfell er einnig með Mustad um-
boðið á Grænlandsmarkaði og hafa farið
þangað á annan tug beitningarvélakerfa
ásamt línu undanfarin þrjú ár. Ísfellslín-
an hefur reynst mjög vel og er seld mjög
víða, t.d. Noregi, Kanada, Grænlandi og
hefur einnig mjög mikla markaðshlut-
deild hér heima.
Rússnesku flottrollin komið vel út
„Við höfum verið að efla okkur í flottroll-
um fyrir uppsjávarveiðar allra síðustu
ár og það byggist aðallega á samstarfi
sem við tókum upp við rússneska fyrir-
tækið Fisheries Service. Við seljum og
þjónustum flottrollin þeirra hér á landi
og hafa makríltrollin frá þeim verið að
koma sérstaklega vel út. Síðan hefur
verið góð þróun hjá þeim í trollum fyrir
kolmunnaveiðar og eru fyrstu trollin að
fara í prufu á næstu vikum hérlendis en
Góð veiðarfæri
eru lykill að ár-
angri í veiðum
segir Jónas Þór Friðriksson, deildarstjóri togveiðideildar Ísfells
■ „Áhersluefnið í allri veiðarfæraþróun undangenginna ára hefur snúist um að reyna eftir megni að létta veiðarfærin og
spara með því olíu en jafnframt að veiðarfærin séu sterkari og endingarbetri á sama tíma,“ segir Jónas.