Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 30

Ægir - 2019, Side 30
30 „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði. Umhverfissamtök, sérstaklega Grænfriðungar, löttu fólk til að ferðast til Íslands á meðan Íslendingar veiddu hvali í vísindaskyni á seinni hluta 9. áratugar 20. aldar. En þrátt fyrir mikla herferð gegn Íslandi fjölgaði erlendum ferðamönnum hér um 34% frá 1986 til 1990, fjórum prósentum meira en í Bretlandi á sama tíma. Ekki þarf að rifja upp fjölgun erlendra ferðamanna eftir 2009. Ekki er þar heldur að finna augljós merki um að hvalveiðar fæli fólk héðan. Ekki er heldur að sjá að hval- veiðar hafi dregið úr áhuga á hvalaskoðun hér við land. Stærsti hluti hval- veiða við Ísland er á langreyði, langt utan hvalaskoðunarsvæða,“ segir í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hval- veiða sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Þar segir að þegar allt sé skoðað þá virðist hvalveiðar vera hluti af hagkvæmri nýtingu náttúruauð- linda landsmanna. Rök hnígi til þess að hagkvæmt sé fyrir þjóðarhag að hald- ið verði áfram að veiða hvali. Skynsamlegt gæti einnig verið að skilgreina fleiri tegundir hvala sem nytjastofna. Hvalir veiddir af ábyrgð Í skýrslunni er rakið að Íslendingar veiddu innan við 1% af öllum hvölum sem veiddir voru í heiminum frá stríðslokum og fram að banni Alþjóða- hvalveiðiráðsins árið 1986. Eftir 1986 hafi hlutfall Íslendinga af veiddum hvölum í heiminum verið 3%. Gögn sýni einnig að Íslendingar hafi náð að stýra hvalveiðum af ábyrgð. Þeir hafi bannað veiðar úr stofnum sem standa illa en slæma stöðu sumra hvalastofna við landið hafi að mestu leyti mátt rekja til ofveiði annars staðar á hnettinum. „Íslendingar veiddu lítið af hnúfubak en veiðar á honum voru bannaðar hér við land árið 1955. Þá áttu aðrar hval- veiðiþjóðir (Sovétmenn, Ástralir, Japanir og Bretar) eftir að veiða úr hnúfubaks- stofnum í áratug, þrátt fyrir að slæm staða tegundarinnar ætti að vera ljós. Svipað má segja um steypireyði. Íslend- ingar bönnuðu allar veiðar á henni 1960, en margar þjóðir héldu veiðum áfram, þrátt fyrir slæma stöðu tegundarinnar, þar til hún var alfriðuð árið 1966, og sumar jafnvel lengur.“ Keppni um ætið í sjónum Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi en magn veiða er ákvörðun stjórnvalda hverju sinni að fengnu mati Hafrannsóknastofnunar. Í skýrslunni segir að veiðiráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar miði að því að hámarksnýting náist þegar hvalastofnar eru veiddir niður í 60% af hámarksstærð, þ.e. jafnvægisstærð fyrir tíma hvalveiða. „Stofnar hrefnu og langreyðar við Ísland eru taldir vera af svipaðri stærð í dag og fyrir tíma hvalveiða, langreyðastofninn jafnvel stærri. Ef stofnar hrefnu og lang- reyðar væru 40% minni, gæti verðmæti afla Íslendinga aukist um á annan tug milljarða króna á ári – og það eingöngu vegna beins afráns. Um 95% af fæðu langreyðar eru ljósáta, sem einnig er mikilvæg fæða loðnu, þorsks, karfa og fleiri tegunda. Langreyðar gætu haft mun meiri áhrif á fiskistofna með fæðu- samkeppni en beinu afráni, en erfitt er að meta áhrifin. Rétt er þó að taka fram að núverandi hvalveiðar eru svo litlar að þær hafa líklega lítil áhrif á fiskistofna.“ Fleiri stofna mætti skilgreina til nytja Skýrsluhöfundar segja að eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem megi veiða úr ef staða þeirra leyfi. „Auk langreyðar og hrefnu virðist eðlilegt að sandreyður og búrhvalur séu skilgreindar sem nytja- tegundir. Þegar fram líða stundir gæti hið sama átt við um hnúfubak og jafnvel fleiri tegundir. Í dag geta Íslendingar ekki flutt út kjöt af hnúfubaki nema til Sankti Vinsent og Grenadíneyja. Auk þess er hnúfubakur vinsælasta tegundin í hvalaskoðun. Af þeim sökum gæti verið rétt að bíða með að skilgreina hnúfubak sem nytjategund sem Hafrannsókna- stofnun metur veiðiþol á.“ Mat á stofnstærð hrefnu og langreyð- ar við Ísland og veiðiþoli tegundanna er unnið í samvinnu við aðrar þjóðir í Sjávarspendýraráði Norður-Atlantshafs (NAMMCO) og kynnt í Alþjóðahval- veiðiráðinu. „Við matið er varúðar- sjónarmið haft að leiðarljósi. Varúðar- sjónarmið kunna að verða til þess, með öðru, að of lítið verði veitt úr stofnunum til þess að veiðin hafi áhrif á þá. Ef veið- in er minni en ráðlagt er gæti hún líka haft lítil sem engin áhrif á fjölda hvala. Það virðist gilda um hvalveiðar Íslend- inga á nýliðnum árum. Langreyðastofn- inn hefur stækkað mikið þrátt fyrir veiði. “ Éta sjöfalt á við veiðar flotans Ljóst er að hvalir éta mikið magn úr líf- ríkinu við Ísland og er í skýrslunni áætl- að að það sé sjöfalt á við veiðar íslenska fiskiskipaflotans. „Hvalir við Ísland eru fardýr sem eru eingöngu hluta úr ári við Ísland. Hluta úr ári eru þeir á æxlunar- svæði nær miðbaug. Svæðið við Ísland er hluti af því sem kallað er átsvæði hvalanna (e. feeding grounds). Þar éta hvalirnir mikið og safna forða fyrir vet- urinn. Miðað við varfærið mat á stofn- stærðum og áti hvala, éta hvalir við Ísland 7,6 milljónir tonna af fiski, smokk- fiski og krabbadýrum (ljósátu) (þar af eru 2,9 milljónir tonna af fiski). Þetta er u.þ.b. sjöfalt það magn sem allur íslenski fiskiskipaflotinn veiðir. Afar líklegt er að afránið hafi áhrif á fiskistofna við Ísland. Áhrifin má bæði rekja til áts hvala á fiski og samkeppni hvala og fisks um fæðu. Rannsóknir benda til þess að hvalir hafi veruleg áhrif á aðra nytja- stofna við Ísland.“ Ný skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir atvinnuvegaráðuneytið Hagkvæmt fyrir þjóðarhag að halda hvalveiðum áfram

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.