Ægir - 2019, Page 31
31
Lítill hagnaður af hvalveiðum
og hvalaskoðun
Skýrsluhöfundar fullyrða í niðurstöðum
sínum að hagnaður af hvalaskoðun og
hvalveiðum hafi verið lítill síðustu ár. „Í
báðum greinum hefur því stærsti hluti
virðisaukans verið laun og launatengd
gjöld. Laun og launatengd gjöld allra
hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi námu
1.635 milljónum kr. á árinu 2017, en laun
og launatengd gjöld Hvals hf. námu 1.034
milljónum króna. Fleiri vinna við hvala-
skoðun en hjá Hval hf., en laun starfs-
manna Hvals hf. eru mun hærri. Með-
almánaðarlaun í hvalaskoðun námu um
460 þús. kr. á mánuði 2017 en meðallaun
hjá Hval hf. reikningsárin 2015/2016 og
2016/2017 námu um 1,1 milljón á mánuði.
Tekjur af hrefnuveiðum hafa ekki verið
miklar síðastliðin ár, en þær gætu aukist
ef erlendir markaðir opnast.“
Hvalaskoðun er eðlileg
auðlindanýting
Skýrsluhöfundar gera hvalaskoðun að
sérstöku umræðuefni og segja hana eðli-
lega nýtingu á náttúruauðlindu, engu
síður en hvalveiðar. „Eðlilegt er að um
hana gildi reglur sem tryggja hagkvæma
nýtingu með sjálfbærni og virðingu fyrir
náttúrunni að leiðarljósi. Ef of mörg
hvalaskoðunarfyrirtæki elta hvali á litlu
svæði er hætt við að hvalir forðist svæð-
ið og afkomu greinarinnar sé stefnt í
hættu. Mikil umræða hefur verið innan
Alþjóðahvalveiðiráðsins um það hvort
hvalaskoðun sé sjálfbær. Rannsóknir
sýna að hún getur haft áhrif á hegðun
hvala og truflað þá í fæðuleit. Alþjóða-
hvalveiðiráðið hefur gefið út handbók
með verklagsreglum sem miða að því að
draga sem mest úr truflunum af völdum
hvalaskoðunar. Mörg lönd hafa sett regl-
ur um hvalaskoðun. Bæði náttúrvernd-
arsamtök og Hafrannsóknastofnun
bentu á það í umsögnum um frumvarp
til laga um hvali árið 2009 að eðlilegt og
æskilegt væri að setja lög eða reglur að
þessu tagi. Þörfin á lagasetningu hefur
ekki minnkað.“
Miðað við varfærið mat á stofnstærðum og áti hvala, éta hvalir við Ísland 7,6 milljónir tonna af fiski, smokkfiski og krabba-
dýrum (ljósátu) (þar af eru 2,9 milljónir tonna af fiski). Þetta er u.þ.b. sjöfalt það magn sem allur íslenski fiskiskipaflotinn
veiðir.
Hvalveiðar
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft.
Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í
ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að
þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
www.stolpigamar.is
Hafðu
samband
568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík