Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 38

Ægir - 2019, Qupperneq 38
38  KROSSGÁTA Aflaverðmæti norskra fiski- skipa fór í fyrsta skipti yfir 20 milljarða norskra króna á síð- asta ári. Það svarar til 284 milljarða íslenskra króna og er aukning um 20 milljarða ís- lenskra króna. Þessi árangur náðist þrátt fyrir töluverðan samdrátt í afla mikilvægra tegunda eins og þorsks, ýsu, síldar og makríls en engu að síður varð heildaraflinn meiri en árið áður. Veiðar á uppsjávarfiski gengu betur í fyrra en undan- farin ár og skiluðu bæði auknu verðmæti og magni. Þar skipti loðnan mestu máli í magni og verðhækkanir á makríl og kolmunna hvað þró- un verðmætis snertir. Töluverður samdráttur varð í veiðum á þorski og ýsu, eða um 10% í þorski og 18% í ýsu. Ufsaafli jókst á hinn bóg- inn um 13%. Verðhækkanir á þorski og ýsu leiddu þrátt fyr- ir þetta til þess að aflaverð- mætið var á svipuðu róli og árið 2017. Þorskur og skyldar fisktegundir skiluðu helmingi alls aflaverðmætis í fyrra eða 192 milljörðum króna. Rækjuafli meira en tvöfald- aðist í fyrra miðað við árið áður og varð alls 28.000 tonn. Þrátt fyrir verðlækkun að meðaltali um 6,5% tvöfaldaðist verðmætið og náði 14 milljörð- um íslenskra króna. Veiðar á skelfiski skiluðu alls tæpum 20 milljörðum króna, sem er að 50% vöxtur frá 2017. Aukið aflaverðmæti í Noregi ■ Þrátt fyrir aflasamdrátt í verðmætum tegundum á borð við þorsk og ýsu skiluðu aukin verðmæti uppsjávarteg- unda þeirri útkomu að í heild fóru fiskaflaverðmæti Norðmanna yfir 20 milljarða norskra króna í fyrra. Það hefur ekki gerst áður. Fréttir

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.