Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 6

Ægir - 2019, Side 6
Fjölbreytileiki er einn af mikilsverðustu þáttum íslensks sjávarút- vegs, ekki aðeins hvað varðar fiskitegundir og afurðaframleiðslu í sjávarútvegi heldur birtist hann einnig í ólíku útgerðarformi. Hér á norðurslóðum þar sem allra veðra er von þurfum við á að halda stórvirkum skipum til að sækja á djúpslóðina og að sama skapi eru það ekki veiðitæki sem henta á grunnslóðinni. Það er veiðislóð smærri bátanna, smábátaflotans sem við gjarnan skilgreinum svo. Víst er að sá floti hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Bæði hafa bátarnir sem slíkir þróast og breyst, plastbátar tekið við af trébátunum. Ganghraðinn er miklu meiri, bátarnir bjóða upp á allt aðra vinnuaðstöðu en áður tíðkaðist og þannig mætti áfram telja. Handfæraveiðar sem enn kallast svo í dag eru ekki nema að hluta til réttnefni þar sem fyrir löngu eru komnar rafmagnsknún- ar færavindur sem létta mönnum störfin. Sama gildir um t.d. vél- búnað til að draga línu eða grásleppunet, svo dæmi séu tekin. Útgerð smærri báta er að stærstum hluta umfjöllunarefni þess- arar útgáfu Ægis en líkt og fyrri daginn eru fyrir stafni mörg hagsmunamál sem þennan útgerðarflokk varðar. Af samtölum við smábátasjómenn að ráða blandast engum hugur um að þær litlu fjölskylduútgerðir sem gjarnan tíðkast í smábátarekstrinum hafa átt í vök að verjast á allra síðustu árum. Út af fyrir sig er nóg að takast á við veðurguðina eina saman sem hafa verulega mikið um það að segja hvort gefur á sjó og af því við erum nú stödd á miðju gráslepputímabilinu bendir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda á í viðtali hér í blaðinu að hressileg bræla á þessum tíma ársins geti jafnvel haft af smábátasjómönnum og þjóðarbúinu þar með grásleppuafla sem nemur 1000 tonnum. Munar um minna. Gæfan er því fallvölt og það sama á við um strandveiðina á sumarmánuðum þegar útgerð smábátanna nær hámarki. Vitanlega hefur fiskgengd mest um gæfu smábátanna að segja, líkt og annarra útgerða í landinu en þar við bætast veiga- miklir ytri þættir á borð við veiðigjöld, útgerðarkostnað og að sjálfsögðu fiskverðið sjálft. Þungi veiðigjaldanna, hækkandi laun og niðursveifla í fiskverði eru þættir sem smábátaeigendur segja skýringu þess að margar útgerðir minni báta hafi lagt upp laup- ana síðustu misseri en margt bendir til að öllu skárri rekstrarstaða sé uppi þessar vikurnar og mánuðina heldur en í fyrra, þökk sé breytingum á veiðigjöldum og hærra fiskverði. Strandveiðitímabilið hefst nú um komandi mánaðamót og í meginatriðum verður róið eftir sama fyrirkomulagi og gert var í fyrrasumar. Reynsla þeirra breytinga sem þá voru gerðar á kerf- inu þykir hafa verið jákvæð þó ekki sé almenn sátt um alla þætti. Strandveiðikerfið jók á fjölbreytileikann í smábátaútgerð á sínum tíma og hefur í sumum tilfellum fyllt upp í rekstrarárið hjá útgerð- um og opnað öðrum tækifæri til að stunda smábátaútgerð þennan hluta ársins. Ólíklegt er ennað en kerfið sé komið til að vera þó alltaf verði einhverjar breytingar á því gerðar, líkt og hefur verið gert á þeim árum sem liðin eru síðan kerfið komst á. Sumir vilja taka svo djúpt í árinni að spá dauða smábátaútgerð- arinnar. Vart er hægt að hugsa þá hugsun til enda þar sem smá- bátarnir gegna svo veigamiklu hlutverki í nýtingu þeirrar auðlind- ar sem grunnslóðin er. Grásleppa upp í fjörum verður seint veidd á togurum, svo bara eitt dæmi sé tekið. Stjórnvaldsaðgerðir hafa ætíð haft mikið að segja um stöðu og styrk smábátaútgerðarinnar hverju sinni, líkt og veiðileyfagjöldin eru dæmi um. Markmiðið hlýtur að vera að halda fjölbreytileikanum í greininni og gæta að mikilvægi þessa útgerðarforms fyrir margar veikustu byggðir landsins. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Smábátaútgerð í tilvistarbaráttu Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Ritform ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Ritform ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) GSM 899-9865. Net fang: johann@ritform.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. inga@ritform.is Hönnun & umbrot: Ritform ehf. Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. Sími 515-5215. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6800 kr. Áskriftar símar 515-5215 & 515-5205. Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. Leiðari 6

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.