Ægir - 2019, Qupperneq 20
20
„Mér list eiginlega bæði vel og illa á
makrílfrumvarpið. Það eru ýmsir
kostir í því eins og að fara að klára
þetta endanlega. Loka máli sem er
búið að vera hangandi yfir okkur
eftir að þessi dómur féll í vetur. Ég
fagna því að veiðunum verði komið
í fastar skorður. Á móti kemur, eins
og þetta hljómar núna, að þá felst í
þessu mikil skerðing, sérstaklega
fyrir þá sem hafa litla veiðireynslu.
Ég er alls ekki sáttur við það og
vonast til að það verði lagað í með-
förum þingsins. Þetta er ekki alveg
sanngjarnt gagnvart okkur á smá-
bátunum,” segir Unnsteinn Þráins-
son, eigandi og skipstjóri á Sigga
Bessa SF frá Hornafirði, einn frum-
kvöðla makrílveiða á smábátum
hérlendis.
Hörkuvinna á makrílveiðunum
Unnsteinn segir að það hafi tekið nokk-
ur ár að ná árangri á makrílveiðunum.
„Ég byrjaði 2008 með litlum árangri en
þá þurfti að fara alveg 50 mílur út í haf
til að sækja makrílinn. Við á smábátun-
um vorum í raun lítið sem ekkert með í
veiðunum fyrr en árið 2012, sem var
fyrsta árið sem við náðum einhverjum
árangri. Það sem á undan kom var bara
til að draga niður alla meðalveiðina hjá
okkur. Verði það lagað er ég að öllu leyti
sáttur við þetta makrílfrumvarp.“
Mjög vel hefur gengið hjá Unnsteini á
makrílnum síðustu árin og reyndar
flestum sem hafa sinnt veiðunum af al-
vöru. „Ætli það séu ekki 20 til 30 bátar
sem hafa náð ágætis árangri en það er
hörkuvinna við makrílveiðarnar. Margir
hafa komið inn í þær, prófað og horfið
frá þeim aftur. Verðið á makrílnum
skiptir líka miklu máli. Það hefur verið
lágt og þá er engin afkoma af þessu,
nema að veiða alveg óhemju mikið. Það
hefur ekki öllum tekist.“
Unnsteinn Þráinsson útgerðarmaður Sigga Bessa SF vill að tímabil
veiðireynslu verði endurskoðað
Sáttur við kvóta-
setningu á makríl
■ Siggi Bessa SF heldur úr höfn, vel búinn til makrílveiða.