Ægir - 2019, Blaðsíða 21
21
Bæta upp lágt verð með
mikilli veiði
Makrílaflinn hjá Unnsteinni var um 200
tonn í fyrra og segir hann að það eigi að
duga til að afkoman verði ágæt, þ.e. ef
afurðaverðið er eðlilegt. „Verðið féll á
sínum tíma þegar ákveðið var að fylgja
vesturveldunum í deilunni við Rússa og
setja á þá viðskiptabann og þeir svöruðu
í sömu mynt. Þar með var ekki hægt að
selja makríl til Rússlands og við höfum
ekki náð okkur á strik í verðum eftir
þetta. Ákvörðunin kom illa við okkur og
áhuginn almennt í smábátaflotanum á
þessum veiðum minnkaði í kjölfarið.
Verðið féll um meira en helming og þá
þurfti að veiða ofboðslega mikið til út-
gerðin væri raunhæf. Vegna þess þynnt-
ist enn meira úr hlutfall okkar í veiði-
reynslunni, því uppsjávarskipin héldu
áfram veiðum og juku sína hlutdeild. Í
mínum flokki voru það bara þeir hörð-
ustu sem héldu áfram, höfðu trú á því að
þetta væri hægt. Í kjölfarið var kominn
kvóti á veiðarnar samkvæmt reglugerð.
Veiði var þá mjög góð og við leigðum til
okkar kvóta en margir sem höfðu litlar
heimildir fóru ekki af stað. Við náðum
afkomu með því að veiða nógu mikið.“
Unnsteinn segir að makrílverðið í
fyrra hafi verið í kringum 70 til 80 krón-
ur á kílóið. Það sé ekkert í líkingu við
uppgripin 2012 þegar bátarnir voru að fá
120 til 130 krónur fyrir hann. Þá hafi
verið hellings peningur í þessu. En
sömuleiðis snúist þetta allt um hvernig
veiðin sé, í hve mikinn kostnað þurfi að
leggja til að sækja makrílinn.
„Startið er dýrt og sérstaklega fyrir
þá sem voru að byrja snemma eins og ég
og þurftu að finna þetta allt upp sjálfir.
Það er alltaf auðveldara fyrir þá sem eft-
ir koma. Í upphafi fórum við til Noregs til
að læra hvernig Norðmenn stunduðu
makrílveiðarnar á smábátum. Svo þurfti
að finna tæki í bátinn, asdik og fleira.
Það var dálítið mikið lærdómsferli í
þessu í upphafi og byrjunarkostnaður
því samfara. Við smíðuðum allt sem til
þurfti heima í skúr, rennur og fleira. Ég
hafði trú á því að þetta væri hægt og
gafst ekki upp á þessum fyrstu árum.
Það var erfitt að láta þetta ganga upp
fjárhagslega og réttlæta þá ákvörðun að
standa í þessu.“
Sex vikna vertíð
Vertíðirnar hafa með árunum verið að
styttast. Menn hafa byrjað snemma í
ágúst og verið að veiðum út september.
Smábátar
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft.
Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í
ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að
þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
www.stolpigamar.is
Hafðu
samband
568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík
■ Unnsteinn Þráinsson á löndunarkrananum. Honum hefur gengið vel á
makrílnum undanfarin ár. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.