Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 24

Ægir - 2019, Blaðsíða 24
24 „Aflinn frá því í haust var orðinn um 600 tonn um síðustu mánaðamót. Stærsti mánuðurinn á kvótaárinu var mars en samt sem áður var nánast enginn afli seinnipart mánaðarins. Það voru komin 100 tonn upp úr miðjum mánuðinum. Síðan var nánast stöðug bræla, náðust bara tveir túrar eftir það. Þá var rétt hægt að komast út að kvöldi til að leggja og draga og komið aftur í land fyrir hádegi. Það var lítill friður þennan tíma.“ Svona lýsir Kristinn Arnberg Krist- insson, skipstjóri á Daðey GK, úthaldinu í vetur, en Vísir í Grindavík gerir bátinn út. Brælurnar hafa sett sitt mark á vetr- arvertíðina en nóg virðist af fiskinum þegar gefur á sjó. Daðey er einn af yfirbyggðu plastbát- unum í flotanum sem búnir eru beitning- arvél og er úthaldið í nokkuð föstum skorðum. „Við gerðum út frá Skagaströnd fyrst í haust til að einbeita okkur að ýsu. Vor- um þar alveg þangað til í nóvember og byrjuðum þá að róa frá Sandgerði. Það var síðan nokkuð góð veiði á ýsunni þegar við komum heim, mun betri en í haust fyrir norðan. Skýringin á því var að fyrir norðan var mikið álag á svæð- inu, margir bátar.“ Leggja áherslu á ýsuna Kristinn segir að það hafi verið ágætis veiði síðan í nóvember. „Frá áramótum er ég búinn að róa mest út frá Grindavík. Við höfum verið að leggja áherslu á ýsu- veiði og höfum verið að leggja línuna út af Sandgerði og norður í Flóa. Maður reynir að hafa beituskömmtunina þann- ig að maður sé ekki eingöngu að fá þorsk. Við þurfum að taka ýsu með. Vísir er með mikinn kvóta í ýsu og því verð- um við einbeita okkur að henni. Ef við liggjum í þorski klárast kvótinn í honum og þá er ekki lengur hægt að sækja ýs- una. Það kemur alltaf þorskur með henni.“ Þegar loðnan gengur á veiðislóðina liggur þorskurinn í henni og lætur beit- una eiga sig. Hvernig var þetta nú í vor? „Það kom kafli þegar loðnan kom. Hún var svolítið dreifð á svæðið og virt- ist reyndar bara koma bara upp úr haf- inu, úr Grindavíkurdýpinu inn á grunn- ið. Það er ábyggilega ástæðan fyrir því að það mældist svona lítið af henni hérna við Suður- og Vesturlandið. En Erfiður marsmánuður Kristinn Arnberg Kristinsson fiskar vel á Daðey GK þrátt fyrir miklar brælur ■ Daðey á leið í land með fullfermi. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson. ■ Bátarnir voru að fá þennan fína vertíðarþorsk fram að páskastoppi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.