Ægir - 2019, Qupperneq 25
25
þegar hún kom var hún út um allt fyrir
utan Grindavík, greinilega mikið magn á
ferðinni. Fiskiríið breyttist rosalega þeg-
ar hún byrjaði að láta sjá sig. Þá hættum
við að fá stóra þorskinn og fór að koma
meira af þessum vertíðarfiski, sem er
núna á svæðinu. Við fórum þá bara út
fyrir loðnuna, vorum ekkert að leggja
uppi í fjöru.“
Verður að hugsa vel um hráefnið
Daðey tekur mest um níu tonn í körum í
lest, í karminum og afturá. Og það geng-
ur jafnan vel að fylla bátinn.
„Við strákarnir á Daðeyinni erum
búnir að taka fimm millilandanir frá ára-
mótum. Við setjum ekkert laust um borð
og ef körin duga ekki, verðum við bara
sækja það sem eftir er í annarri ferð.
Það lengir daginn svolítið mikið og er
þess vegna kannski ekki heppilegt en
maður veit aldrei hversu mikið kemur á
línuna. Það er alveg sama hversu mikil
aflinn er, maður verður alltaf að hugsa
vel um hann. Núna erum við með 15.000
króka, en í haust vorum við með 17.000
króka fyrir norðan. Út af fiskgengdinni
ákvað ég að minnka línuna þegar við
komum suður. Það fer svo mikill tími í að
millilanda að maður getur ekki staðið í
því í marga daga í röð. Ef það er milli-
löndun legg ég minna af línunni daginn
eftir til að rétta mig af.“
Langur dagur
Dagurinn er nokkuð langur á há vertíð-
inn. Landað er daglega og róið þegar
gefur á sjó. „Við erum að fara út á milli
klukkan eitt og fjögur á nóttunni, mest
eftir því hvernig veðrið er. Þetta er bú-
inn að vera mjög harður vetur og nán-
ast aldrei heill dagur án brælu, ýmist í
byrjun eða dagslok. Við erum svo um tvo
tíma að leggja línuna og þá er tekin ein-
hver bauja til að lofa fiskinum að bíta á.
Svo er byrjað að draga og það tekur sex
til sjö tíma. Okkur finnst það þægilegur
dagur að fara út um þrjú á nóttunni og
vera komnir í land aftur um fimmleytið
síðdegis. Við erum með krapavél um
borð og blóðgum fiskinn í körin. Þannig
fæst mjög góð kæling, mun betri en með
ís. Vísir tekur allan þorsk og ýsu til
vinnslu og er fiskurinn þá slægður í
landi. Þeir taka lönguna líka annað slag-
ið en restin fer á markað.“
Fjórir eru í áhöfninni á Daðey, Krist-
inn, Símon, Markús og Pétur Rúnar en
vélstjórinn Pétur Rúnar leysir Kristinn
af í brúnni. Þá hafa verið fengnir afleys-
ingamenn til að fylla upp í hásetastarf á
móti. Markús hefur þá tekið að sér vél-
ina þegar annaðhvort Kristinn eða Pétur
Rúnar eru í fríi. Annars er Kristinn bara
í brú og ekkert skiptiprógramm í gangi.
Daðey fór í slipp í dymbilvikunni en hélt
aftur til veiða nú eftir páska.
Sóknin breytist í sumar
En hvað segir Kristinn um fiskgengdina?
„Mér finnst hún meiri núna hérna
fyrir sunnan. Þegar við komum hingað í
nóvember vorum við að fá vel af ýsu, al-
veg upp í sjö tonn eftir daginn. Svo eftir
eina bræluna snérist þetta við og þá var
bara þorskur á slóðinni. Þetta er búið að
vera svolítið fram og til baka. Þorskur-
inn var mjög stór fyrst eftir að hann fór
að láta sjá sig hérna heima. Alveg þang-
að til um mánaðamótin febrúar-mars. Þá
fór hann að detta út, líklega út af
loðnunni.“
Nú tekur sumarið við og þá breytist
sóknin. Í júní og júlí verða tvær áhafnir
á Daðeynni. „Sævík, sem er hinn bátur-
inn sem Vísir gerir út í krókakerfinu, fer
í slipp og áhöfnin af henni kemur yfir
með okkur. Við deilum þá Daðeynni á
milli okkar. Við verðum þá væntanlega
fyrir norðan og verða þá áhafnaskipti á
hálfsmánaðar fresti. Annars er það best
þegar verið er fyrir norðan að hafa
skipti með tvo afleysingamenn, þannig
að hver sé um borð í tvær vikur og í fríi
í eina. Maður verður að fá smá frí af og
til,“ segir Kristinn.
„Ég byrjaði á sjó strax eftir tíunda bekk. Var reyndar búinn
að vera eitt sumar áður með pabba. Ég tók pungaprófið í
grunnskóla og menntaði mig svo meira, bæði í vél og brú. Ég
var svo vélstjóri í mörg ár á þessum litlu bátum og skipstjóri
líka. Ég átti á sínum tíma netabát með pabba, Gullfaxa II,
sem heitir Svala Dís í dag. Svo var ég að leysa af sem skip-
stjóri á ýmsum bátum en tók svo við Steina GK hjá Nesfiski
og var þar í um þrjú ár. Síðan var ég í rúm tvö á móti Robba
á Dóranum hjá Nesfiski líka. Nú er ég búinn að vera með
Daðeyna frá því í september. Þetta er svakalega flottur bát-
ur og alveg mögnuð útgerð og allt til fyrirmyndar.“
Mögnuð útgerð og allt til fyrirmyndar
Smábátar
■ Karlinn í brúnni, Kristinn Arnberg Kristinsson, hefur langa reynslu af
róðrum í smábátakerfinu.