Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 30

Ægir - 2019, Qupperneq 30
30 leifi EA eru að fást við. Eftir netarallið hefja þeir tilraunir annað árið í röð með svokallaða sjávarspendýrafælu á netun- um. „Í fyrra átti þetta aðallega að koma í veg fyrir að hnísan færi í netin. Í þess- um græjum voru einhver varnaðar- eða hræðsluhljóð frá hnísu en þau virtust ekki alveg virka rétt því við fengum jafn mikið af henni eða fleiri í netin þar sem við vorum með fælurnar. Hvalirnir voru eiginlega alltaf við fæluna, þetta voru allt tarfar og við vorum að velta því fyr- ir okkur hvort þetta væru einhver frygðarhljóð frá hnísunni. Eða hvort þeir væru eins vitlausir og við og ætluðu að leika einhverjar hetjur og bjarga hnísu- kúnni úr vanda!“ Gylfi segir að notkun á svona fælum sé krafa sem erlendar vottunarstöðvar séu farnar að setja og því sé þrýstingur- inn á notkun þeirra ekki kominn frá Haf- rannsóknastofnun en hún stendur að baki rannsóknum á notkun þeirra. „Erlendu vottunarstöðvarnar eru með öðrum orðum farnar að stilla því þannig upp að ef menn noti ekki svona búnað þá fáist ekki vottun á fiskafurð- irnar og þar með taki kaupendur ekki frá okkur fiskinn. Fyrst vildum við fá þá til að koma hingað og prófa búnaðinn. Þeir sögðu að þess þyrfti ekki, þetta virkaði 100%. En það er semsé ekki alveg raunin en sjálfsagt að prófa sig áfram með þetta. Reyndar hefur verið óvenju- lítið af hnísu á slóðinni, að minnsta kosti fram að þessu, en við erum reyndar búnir að fá þrjár í morgun. Við étum bara af þeim kjötið. Það er alveg sæl- gæti.“ Saltar fisk í Grímsey Gylfi er með sæmilegan kvóta á bátnum, „miðað við svona bátpung, yfir þúsund þorskígildi. Ég hef því haldið mig að veiðum megnið af árinu. Maður hefur verið að stoppa svona hálfan annan mánuð til tvo yfir sumarið. Þá er bátur- inn tekinn í skveringu og við í áhöfninni tökum okkur frí. Ég er annars að öllu jöfnu með netin fyrir norðan, hef aðeins skroppið í Breiðafjörðinn ef á hefur þurft að halda, en ætla að halda mig á heima- miðum núna ef mögulegt er. Ég er að verka saltfisk núna í Grímsey, hefðbund- inn flattan fisk og er með fjóra starfs- menn í verkuninni. Það skiptir auðvitað máli að það sé verkaður fiskur heima í Grímsey. Afkoman í saltfiskverkuninni hefur líka heldur lagast með hagstæðara gengi krónunnar,“ segir Gylfi sem varð sjötugur í fyrra og hefur því mikla reynslu af útgerð og fiskverkun. Hann var í afmælisveislu sinni spurður hve- nær hann ætlaði að hætta útgerðinni. „Ætli ég hætti nokkuð fyrr en um næstu aldamót. Maður er kannski svona illa forritaður að maður getur ekki hætt að vinna. En jú auðvitað kemur einhvern tímann að því að maður hættir þessu.“ ■ Auk áhafnarinnar á Þorleifi eru um borð fulltrúar Hafrannsóknastofnunar meðan á rallinu stendur en verkefnið er liður í fiskistofnarannsóknum hennar.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.