Ægir - 2019, Page 31
31
Svæðaskipting dragnótar-
veiða verði afnumin
Atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið hefur birti drög að
reglugerð um veiðar með
dragnót til umsagnar. Í þeim
er lagt til að reglugerðir sem
gilda um veiðar með dragnót
verði sameinaðar í eina, auk
annarra breytinga. Helsta
breytingin er að svæðaskipt-
ing verður afnumin. Þannig
mun leyfi til dragnótarveiða
gilda innan 12 mílna um allt
landið. Ekki eru gerðar tillög-
ur um breytingar á svæðalok-
unum fyrir veiðum með drag-
nót.
Drögin eru birt á samráðs-
gátt ríkisstjórnarinnar og eru
til umsagnar til 26. apríl. Í
kynningu reglugerðarinnar á
samráðsgáttinni segir svo:
„Starfshópur um faglega
endurskoðun á regluverki
varðandi notkun veiðarfæra,
veiðisvæði og verndunar-
svæði á Íslandsmiðum skilaði
skýrslu til ráðherra í septem-
ber 2018. Í skýrslunni voru
m.a. lagðar til breytingar
varðandi reglur um dragnót-
arveiðar. Samkvæmt núgild-
andi reglum þá eru dragnót-
arveiðar bannaðar innan 12
mílna nema með sérstöku leyfi
frá Fiskistofu. Í gildi eru tvær
reglugerðir um dragnótar-
veiðar þ.e. reglugerð nr.
1061/2013, um dragnótarveið-
ar og reglugerð nr. 1066/2013,
um dragnótarveiðar í Faxa-
flóa. Þá eru í gildi fjórar reglu-
gerðir um bann við dragnót-
arveiðum, þ.e. reglugerð nr.
1062/2013, um bann við drag-
nótarveiðum í fjörðum Vest-
fjarða og út af Ströndum,
reglugerð nr. 780/2015, um
bann við dragnótarveiðum
fyrir Norðurlandi, reglugerð
nr. 1063/2013, um dragnótar-
veiðar fyrir Norðausturlandi
og Austfjörðum og svo eru
ákvæði um lokanir svæða fyr-
ir veiðum með dragnót í
reglugerð nr. 1065/2013, um
friðun veiðisvæða fyrir Suð-
urlandi.
Í drögum að nýrri reglu-
gerð um veiðar með dragnót
er lagt til að framangreindar
reglugerðir verði sameinaðar
í eina reglugerð. Auk þess sem
um mikla einföldun er að ræða
þá eru lagðar til nokkrar efn-
islegar breytingar. Helsta
breytingin er að svæðaskipt-
ing verður afnumin. Þannig
mun leyfi til dragnótarveiða
gilda innan 12 mílna um allt
landið. Þá er lagt til að hefða-
réttur til að veiða með drag-
nót verði afnuminn og að
samræmdar reglur gildi um
dragnótarveiðar á Íslandsmið-
um, en eitthvað verður þó um
að mismunandi reglur gildi á
mismunandi svæðum, sérstak-
lega hvað veiðarfærið varðar.
Ekki eru gerðar tillögur um
breytingar á svæðalokunum
fyrir veiðum með dragnót.
Framangreindar breyting-
ar voru gerðar í samráði og
samstarfi við Hafrannsókna-
stofnun, Fiskistofu, Samtök
fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)
og Samtök dragnótarmanna.“
■ Gangi drög að nýrri reglugerð eftir geta dragnótarbátar veitt alls staðar við landið í stað þess að lúta þeirri svæðaskipt-
ingu sem verið hefur.
Fréttir