Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 6

Ægir - 2019, Page 6
Sjómannadagurinn hefur tekið breytingum í tímans rás, líkt og allt annað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur frá árinu 1937 verið starfrækt samband stéttarfélaga sjómanna undir merki Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði sem upphaflega hafði það markmið að halda þennan hátíðisdag fyrir sjómenn árlega. Það var síðan árið 1938 sem fyrst var haldið upp á daginn í Reykjavík og á Ísafirði en síðan þá hefur sjómannadagurinn verði einn af föstum hátíðisdög- um hér á landi. Að baki hugmyndinni um Sjómannadagsráð hefur alla tíð búið að samhugur eflist meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjó- mannastéttarinnar, að heiðra minningu látinna sjómanna og sér í lagi þeirra sem látið hafa líf sitt vegna slysfara í starfi, að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómannsins og hin mikilvægu störf sjó- mannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins og að beita sér fyrir menn- ingarmálum sem sjómannastéttina varðar og öryggismálum hennar. Þessu til viðbótar hefur Sjómannadagsráð haft það hlutverk að afla fjár til að reisa og reka dvalarheimili, hjúkrunarheimili, vistunar- og endurhæfingaraðstöðu sem og íbúðir og leiguíbúðir fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur. Ennfremur að stuðla að byggingu or- lofshúsa fyrir sjómenn og beita áhrifum sínum til setningar löggjaf- ar til að styrkja framgang markmiða Sjómannadagsráðs, líkt og segir á heimasíðu þess. Að sönnu hefur Sjómannadagsráð lyft grettistaki í gegnum ára- tugina í þessum málaflokkum, ekki hvað síst þeim sem að öldrunar- og hjúkrunarmálum snúa. Almennt er mikil þörf á þessum sviðum í samfélaginu og fer vaxandi og er því starf Sjómannadagsráðs í gegnum tíðina þakklátt og mikilvægt. Hátíðarhöldin hafa í takti við þjóðfélagsbreytingarnar breyst og þróast í tímans rás. Haldið var upp á sjómannadaginn fyrir nokkrum áratugum í öllum sjávarplássum landsins en það er liðin tíð. Að sama skapi eru nokkrir staðir á landinu þar sem hátíðirnar hafa sí- fellt verið að stækka að umfangi og fjölbreytni, s.s. í Reykjavík, í Grindavík, á Patreksfirði og víðar. En sjómannadagurinn hefur enn tilgang. Það þarf að minna á starfsaðstöðu sjómanna og kjaramál fá alltaf nokkurt rými. Öryggismálin eru jafnan eitt það allra fyrsta sem nefnt er í tengslum við sjómannadaginn og þau þarf alltaf að nefna, sama hversu fullkomin skipin verða, sama þótt slysum hafi sannarlega fækkað á sjó. Það verða allir að halda vöku sinni í þeim málaflokki. Eðli máls samkvæmt eru störf sjómanna nokkuð fjarlæg öllum al- menningi í landi. Skipin koma að landi með afla og eru síðan farin innan fárra klukkutíma á miðin á nýjan leik. Þetta er nánast það eina sem fólk sér. Hvað nákvæmlega gerist um borð, hvað það er að vera sjómaður í dag, er hins vegar spurning sem gæti vafist fyrir ansi stórum hluta landsmanna. Hvað er frystitogari? Hvað er fersk- fisktogari? Hvað er uppsjávarskip? Hvað er krókaveiðibátur? Hvað er botnfiskur? Fyrir mörgum liggja svör við þessum spurningum alls ekki á lausu. Í öllum nútímanum, með sín myndskeið á fréttamiðlum og hinu víðfeðma neti er nefnilega harla lítið að finna um hvernig störf ganga fyrir sig úti á sjó. Hvort heldur er í blíðalogni að sumri eða haugasjó að vetri. Þetta er atvinnuvegur með þúsundum starfa og er svo miklu meira en bara rifrildi um kvótakerfi eða peninga. Vissulega atvinnugrein þar sem miklir peningar eru í húfi og er í því sambandi freistandi að nefna að síðustu mánuði virðast áhyggjur í fjölmiðlaumræðunni mun meiri af falli WOW en loðnuleysinu. Sem var þó nefnt sem ein rót efnahagsniðursveiflunnar sem nú er rætt um og bent réttilega á að geti orðið lengri ef loðnuveiðar bregðast næsta betur einnig. Sjávarútvegurinn og sjómennskan eru samofin íslensku þjóð- félagi og þess þarf að gæta að almennur skilningur á því glatist ekki. Gleðilegan sjómannadag. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Hefur sjómannadagurinn tilgang? Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Ritform ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Ritform ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) GSM 899-9865. Net fang: johann@ritform.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. inga@ritform.is Hönnun & umbrot: Ritform ehf. Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. Sími 515-5215. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6800 kr. Áskriftar símar 515-5215 & 515-5205. Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. Leiðari 6

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.