Ægir - 2019, Blaðsíða 9
9
Aldrei verið létt að vinna
í fiski
Á löngum ferli í fiskvinnslunni
segist Ragnheiður hafa upplif-
að miklar breytingar. Í dag sé
meira vélrænt og af sem áður
var þegar þurfti að bera yfir
20 kílóa fiskbakka á höndum.
Líkamlega erfiðið hafi minnk-
að.
„Störfin eru vissulega létt-
ari hvað þetta varðar en það
hefur samt aldrei talist létt að
vinna í fiski. Það tekur líka á
að vinna á snyrtilínu, sér í
lagi er álag á axlir og skurðar-
úlnliðinn þannig að líkamlega
álagið er alltaf til staðar. En í
snyrtilínunni sem við erum
komin með núna höfum við
stóla til að sitja á þannig að
álagið á fætur er ekki eins
mikið og áður. Það finnst mér
mikill munur.“
Eitt af því sem tekið hefur
breytingum í áranna rás er
launafyrirkomulagið en á sín-
um tíma var einstaklingsbón-
uskerfið afnumið en hópbón-
uskerfi tíðkast enn. Ragnheið-
ur segir tekjumöguleikana
hafa verið meiri þegar ein-
staklingsbónusinn var og hét.
„Mín tilfinning er sú að á
þeim tíma hafi tekjurnar hlut-
fallslega verið meiri en í dag.
Ég tel að menn hafi samið af
sér þegar bónusinn var færð-
ur inn í tímakaupið en vissu-
lega voru líka ókostir við ein-
staklingsbónuskerfið. Þetta
kerfi var mjög slítandi og sér í
lagi fyrir þær konur sem voru
að vinna á borði,“ segir Ragn-
heiður.
Handapatið virkar líka!
Á vinnustað Ragnheiðar er nú
um helmingur starfmanna-
hópsins af erlendu bergi brot-
inn. Hún segir erlendu starfs-
mennina prýðisfólk sem margt
hvert hafi búið lengi og starf-
að í Eyjum.
„Samskiptin ganga ágæt-
lega. Við tölum saman ein-
hverja útgáfu af ensku með
pólsku eða rúmensku ívafi ef
á þarf að halda. Það hefst fyr-
ir rest að gera sig skiljanlega.
Erfiðast er þegar um er að
ræða fólk sem ekki talar neina
ensku. En þá virkar handapat-
ið líka vel,“ segir Ragnheiður
og hlær. Hún segist fátt geta
út á fiskvinnuna annað en að
launakjörin mættu vera betri.
„Þetta er vanmetið starf.
Margir líta niður á fiskvinnsl-
una almennt og þau viðhorf
eru frekast áberandi hjá fólki
sem hefur ekki kynnst því að
vinna í fiski. Það verður að
viðurkennast að fólk lítur
meira upp til starfa þar sem
kjörin eru betri því þegar allt
kemur til alls þá ráða kjörin
alltaf miklu um viðhorf til
starfa. En ég hef notið þess að
vinna í fiski og geri enn,“ seg-
ir Ragnheiður.
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft.
Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í
ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að
þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
www.stolpigamar.is
Hafðu
samband
568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík
■ Séð yfir vinnslusalinn í Leo Seafood. Myndir: Óskar P. Friðriksson
■ Ragnheiður byrjaði að
vinna í fiski í Þorlákshöfn
árið 1977.
Fiskvinnsla