Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 22

Ægir - 2019, Side 22
22 Öryggishjálmur sem er sérstaklega hannaður fyrir vinnuað- stæður sjómanna hlaut á dögunum sértök verðlaun í ný- sköpunarkeppni Háskólans í Reykjavík í flokknum sam- félagsábyrgð. Hjálmurinn, sem fengið hefur nafnið Mazu, býður m.a. upp á þráðlaus fjarskipti, neyðarsendi og ljós- merki. Sjö nemendur í hafrænni nýsköpun í HR standa að verkefninu en alls voru hóparnir sem tóku þátt í námskeið- inu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í HR um 100 talsins. Mazu hópinn skipa þau: Erlendur Ágúst Stefánsson, Guðrún Ósk Jóhannesdóttir, Halla Kristín Kristinsdóttir, Oddný Karólína Hafsteinsdóttir, Sigurður Björn Odd- geirsson og Thelma Sveinsdóttir. Mynd: HR Öryggishjálmur fyrir sjómenn fær nýsköp- unarverðlaun málunum. Enda er það nauðsynlegt því fólk gerir sér ekki vel grein fyrir því hversu miklar hættur eru til staðar í skipum. Ég vann mikið á togdekkinu og í dag eru menn alltaf í línu á því vinnu- svæði. Það þarf mjög lítið útaf að bregða til þess að menn taki út af skipum þann- ig að öryggislínurnar bjarga mönnum oft frá því að lenda í óhöppum. Það hafa ekki orðið banaslys á sjó síðustu tvö ár og fækkun orðið almennt í slysum um borð í skipum sem ég held að auðveld- lega megi rekja beint til þeirrar miklu áherslu og vakningar sem hefur verið um öryggismálin. Og í þessu sambandi má líka nefna að sjómenn eru betur meðvitaðir um sína heilsu, gott mat- aræði og að vera í góðu líkamlegu ástandi. Allt skiptir þetta miklu máli. Lík- amlegt álag í starfinu er mjög mikið og það er mjög gott ef mönnum endist heilsa til að vera vel fram á sjötugsald- urinn á skipunum. En með tilkomu nýju skipanna þá eru störfin öðruvísi og álag- ið minna sem aftur getur skilað mönnum fleiri starfsárum. Af eigin reynslu segi ég óhikað að það hafi verið bylting að fara af gamla Björgúlfi yfir á þann nýja,“ segir Trausti og nefnir einnig breytingu á vaktafyrirkomulagi sem almennt hefur orðið í fiskiskipaflotanum, þ.e. að teknar hafa verið upp 8 tíma vaktir í stað 6 tíma vakta áður. Þessi breyting segir hann að hafi orðið án þess að um hana hafi verið sérstaklega samið. „Þetta fyrirkomulag er orðið almennt í dag en í stuttu máli hefur breytingin orðið til þess að vinnu- og hvíldartíminn færist alltaf til í stað þess að menn séu alltaf á vöktum á sama tíma sólarhrings- ins. Ég fann mikinn mun að færast í 8 tíma kerfið og ég held að enginn vilji fara til baka sem hefur reynt þetta.“ Fjölskylduvænna starf í dag Sjómennskunni fylgja miklar fjarverur sjómanna frá fjölskyldum og heimilum þó vissulega sé það breytilegt eftir skipum og útgerðarformum. Með betra fjar- skiptasambandi hafa sjómenn meiri sam- skipti við land en áður þó Trausti minni á í því samhengi að víða við landið sé ekki netsamband auk heldur sem netsam- bandið sé sjómönnum alltof dýrt. „Jafnvel á nýju skipunum geta menn verið net- og sjónvarpslausir á köflum en hvað kostn- aðinn varðar þá finnst mér 3000 krónur fyrir hvert gígabæt vera mikill peningur. En það er óumdeilt að gott net- og fjar- skiptasamband er sjómönnum mikilvægt til að halda samband við fjölskyldur í landi,“ segir Trausti en á þeim tíma sem hann var á sjó reyndi hann að stýra sín- um túrum þannig að hann gæti verið heima á t.d. afmælisdögum barnanna. „Túrarnir á ferskfiskskipunum eru mun styttri í dag en áður þannig að þetta er miklu fjölskylduvænna starf en var,“ seg- ir hann og þegar rætt er nánar um sjó- mennskuna nefnir Trausti að góð áhöfn og félagsskapurinn sé snar þáttur í dag- legu lífi sjómanna. „Ég var í góðri áhöfn á Björgúlfi og sá enga ástæðu til að leita eitthvað annað eða telja mér trú um að grasið væri grænna annars staðar. Góðir félagar og þægilegir yfirmenn eru lykilatriði. Tím- inn á sjónum var góður en núna tekur annars konar vinna við í landi. Eitt af markmiðum mínum er að reyna að heim- sækja áhafnirnar og halda sem bestu sambandi við félagsmenn með þeim hætti. Stéttarfélög glíma almennt við það verkefni að reyna að efla áhuga félags- manna á starfinu og hagsmunamálunum og það verður eitt af verkefnum mínum. Vonandi næ ég að heilsa upp á áhafnir skipa á næstu mánuðum áður en kjara- samningalotan hefst. Það er líka mikil- vægt fyrir mig að heyra sjónarmið fé- lagsmanna með beinum hætti og hafa það veganesti inn í kjaraviðræðurnar,“ segir Trausti Jörundarson. ■ „Það hafa ekki orðið banaslys á sjó síðustu tvö ár og fækkun orðið almennt í slysum um borð í skipum sem ég held að auðveldlega megi rekja beint til þeirrar miklu áherslu og vakningar sem hefur verið um öryggismálin,“ segir Trausti.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.