Ægir - 2019, Blaðsíða 27
27
aftur af skutnum og í sjóinn. Það er
varla hægt að lýsa því hvernig er að
vera í svona brotsjó en ég hef stundum
sagt að þetta hljóti að vera líkast því að
vera í þeytivindu. Krafturinn í sjónum
sópar manni til og frá, snýr manni og
veltir um í sjórótinu. Strax í kjölfar
fyrsta brotsins sem tók mig aftur af
skipinu fór ég með útsoginu djúpt niður
og mér fannst ég vera undir skipinu.
Þegar ég var að krafla mig upp aftur
kom næsta brot og dró mig aftur niður
en eftir það náði ég að komast upp og
draga andann áður en það þriðja reið
yfir. Eftir þetta fannst mér brotin aðeins
léttast, sem var vegna þess að ég var
smám saman að mjakast upp í fjöruna.
Sjálfsagt var það ómeðvitað en þegar
brotin komu þá dró ég mig í hnút og hélt
um höfuðuð því ég hugsaði með mér að
ég yrði að reyna að forðast að lenda ut-
an í hvössu grjótinu. Á endanum náðu
svo björgunarsveitarmenn til mín í fjör-
unni og komu mér á þurrt en því miður
fórust þarna allir fimm félagar mínir í
áhöfninni. Líkast til hefur það bjargað
mér að flotgallinn hélt allan tímann og
ég kom algjörlega ómeiddur úr þessum
hrakningum. Gallarnir hjá félögum mín-
um voru rifnir eftir barninginn en þegar
slíkt gerist þá missa gallarnir mikið flot. Í
þessum aðstæðum verður ótrúlega stutt
milli lífs og dauða og í rauninni er algjör
tilviljun að ég skyldi komast þarna lífs
af,” lýsir Eyþór en þegar hann komst í
hendur björgunarsveitarmanna í landi
var liðin rösk klukkustund frá því bátur-
inn hafði sent út neyðarkallið.
Eina hugsunin að lifa af
Eyþór segist ekki hafa fundið fyrir kulda
fyrr en hann kom í björgunarsveitarbíl-
inn. „Adrenalínið var í botni en fyrst og
fremst hafði maður hugsað um að lifa af.
Ég hafði ekki fundið fyrir neinum kulda
fyrr en þarna. Stundin í björgunarsveit-
arbílnum líður mér aldrei úr minni því
þarna sat ég einn í myrkrinu, heyrði í
talstöðvarsamskiptunum og gerði mér
grein fyrir að alvarlegir atburðir væru
að gerast. Ég hafði verið viss um að um
að félagar mínir hlytu að koma heilir upp
úr fjörunni líkt og ég en þarna áttaði ég
mig að svo var ekki um alla. Smám sam-
an kom svo í ljós að þarna höfðu allir
fimm félagar mínir og góðir drengir far-
ist,” segir Eyþór og skiljanlega tekur á að
rifja þennan sorglega atburð upp. Farið
var með Eyþór á sjúkrahúsið í Keflavík
og þaðan fór hann með sjúkrabíl aftur til
Grindavíkur eftir að hafa farið í gegnum
læknisskoðun og verið klæddur í þurr
föt.
Eins og áður segir vonuðust skipverj-
arnir á Eldhamri eftir að þyrla kæmi
þeim til bjargar í tæka tíð en þegar hún
loks kom frá Varnarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli var það um seinan. Þyrla Land-
helgisgæslunnar var biluð á Ísafirði og
var því ekki fáanleg á slysstað.
„Ef þyrla hefði komið til okkar í tæka
tíð þá hefði þetta ekki þurft að fara
svona. Þarna fór flest úrskeiðið sem gat
farið úrskeiðis, því miður,“ segir Eyþór
en í kjölfar slyssins jókst umræða um
þörfina á björgunarþyrlukaupum til að
auka öryggi sjómanna. Áfallameðferð
var ekki á þessum tíma skipulögð líkt og
er í dag en Eyþór segir að þau hjón hafi
unnið saman úr áfallinu. „Svona lagað
tekur langan tíma en ég man lítið eftir
fyrstu vikunum eftir slysið því ég var al-
gjörlega dofinn. En svo líður tíminn og
lífið heldur áfram.“
Langaði samt aftur á sjóinn
Í kjölfar Eldhamarsslyssins voru haldin
sjópróf og síðan málaferli sem Eyþór
þurfti að ganga í gegnum vegna slyssins
og segir hann að þau síðarnefndu hafi
tekið mikið á. „Ég hygg að það hafi verið
nauðsynlegt að fara í gegnum allt slysið
í heild sinni með þessum hætti þar sem
ég var einn til frásagnar um atburðar-
rásina. Á vissan hátt gæti verið að það
hafi verið ákveðin áfallahjálp fyrir mig
að fara yfir atburðinn lið fyrir lið eins og
þurfti að gera en þrátt fyrir allt er það
svo að atburðurinn sækir aldrei á mig
sem slíkur. Ég hef til dæmis aldrei vakn-
að upp úr svefni með þessar minningar
eða slíkt. En það er örugglega mjög ein-
staklingsbundið hvernig menn takast á
við áföll og vinna úr þeim. Mér hefur
gengið það ágætlega.“
Eyþór segist sjálfur hafa farið að hug-
leiða fljótt eftir Eldhamarsslysið að snúa
aftur á sjóinn en segist í fyrstu hafa hik-
að við að nefna þann möguleika við eig-
inkonu sína. Þegar hann svo gerði það
þótti henni það sjálfsagt ef hann treysti
sér til.
„Ég þekkti ekkert annað en sjó-
mennskuna og langaði ekki að gera neitt
annað. Langaði að fara á sjóinn aftur. Í
janúar 1992 fór ég svo aftur á sjó á 100
tonna togbát sem hét Þröstur og ég man
að í fyrstu siglingunni fórum við út úr
innsiglingunni í Grindavík til að stilla
kompásinn. Það var mjög skrítin tilfinn-
■ Mikil umræða varð í kjölfar
Eldhamarsslyssins um nauðsyn
þyrlukaupa til að auka öryggi
sjómanna. Málið var rætt í þing-
sölum strax í vikunni eftir slysið.
■ Eyþór var í áhöfn Hrafns Sveinbjarnarsonar GK III sem strandaði við Hópsnes í
febrúar árið 1988.