Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 28

Ægir - 2019, Qupperneq 28
28 ing að sjá flakið af Eldhamri í Hópsnes- fjörunni og ég man líka að áður en við byrjuðum að róa fór áhöfnin á björgun- aræfingu þar sem einn liðurinn var að stökkva í sjóinn. Þá áttaði ég mig á að ég þorði ekki í sjóinn og gat ekki hugsað mér að fara aftur á kaf. Ég klifraði niður stigann utan á bátunum og fór rólega í sjóinn. Þannig þurfti ég að yfirvinna ákveðna hluti úr lífsreynslunni frá slys- inu. Og tókst það smám saman.“ Þriðja slysið gerði út um sjómennskuna Eyþór tók við sem stýrimaður á Þresti vorið 1992 og segist ævinlega þakklátur Halldóri skipstjóra fyrir að sýna sér það traust. „Traustið sem hann sýndi mér var mjög mikilvægur áfangi í því fyrir mig að koma til baka eftir Eldhamarsslysið. Á Þresti var ég síðan í nokkur ár og eftir að hafa verið á einhverjum bátum í milli- tíðinni fór ég næst yfir á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson, skip Þorbjarnar í Grindavík. Þar byrjaði ég 1995 og fór svo í Stýrimannaskólann árið 1996 til að klára annað stig. Mér bauðst síðan að taka við sem stýrimaður og afleysinga- skipstjóri á Núpi BA á Patreksfirði árið 1998 og var þar í tvö ár en haustið 2000 fór ég aftur yfir á Hrafn Sveinbjarnar- son. Fyrsti túrinn þar um borð það haust varð svo jafnframt minn síðasti túr á sjó,” segir Eyþór. Hann var þá úti á tog- dekki að taka trollið og undirbúa næsta kast þegar óhapp varð þess valdandi að stór stálkrókur skall í síðu hans af miklu afli, mjöðm og rifbein brotnuðu, ristill fór í sundur og hann fékk stóran skurð á síðuna. „Félagi minn á dekkinu varð líka fyrir stálkeng sem gaf sig og hann brotnaði mikið í andliti. Við vorum staddir fyrir austan land og ekki um annað að ræða en sigla með okkur í land. Skipið fór inn á Norðfjörð og þar þurftum við að bíða þess að vegurinn yfir Oddsskarð yrði opnaður. Þegar svo var komið á Egilsstaði tókst ekki að koma flugvélinni sem átti að fljúga með okkur suður í gang þannig að þá var farið með okkur á sjúkrahús á Egilsstöð- um þar sem læknirinn skaut einhverju mjög öflugu á mig. Ég man ekkert meira frá ferðalaginu á sjúkrahúsið en í stuttu máli gerðu þessi meiðsli það að verkum að úti var um sjómennskuna hjá mér. Í þessu slysi var mér mikið lán í óláni að ég var með stuðningsbelti um mig miðj- an vegna brjóskloss sem hafði verið að hrjá mig árin áður og líkast til hefur það bjargað því að þarna fór ekki miklu verr,“ segir Eyþór. Söðlað um í lífinu Eyþór þurfti í bókstaflegri merkingu að róa á ný mið í kjölfar slyssins um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni þar sem hann gat ekki lengur stundað sjómennskuna. Hann söðlaði því um í framhaldinu, fór í nám í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri, fór þaðan beint í MBA nám í Háskóla Íslands og réð sig síðan til Fiski- stofu árið 2006 og hefur stýrt henni síð- an 2010. Hann segist í rauninni ennþá vera að byggja sig upp líkamlega eftir þessa miklu áverka. „Bæklunarlæknir sem mat mína stöðu eftir slysið sagði við mig að ég skyldi ekki gera ráð fyrir að geta gengið mikið meira en út í bíl þannig en mér hefur tekist að gera gott betur og meira að segja gengið á Hornstrandir. Enda beit ég það í mig að ná fullum styrk aftur og ég kemst langt á þrjóskunni. Það hefur skilað sér í þessu öllu saman.“ Þó langt sé um liðið síðan Eyþór var á sjónum hefur sjómannadagurinn í hans huga mikið gildi. „Dagurinn er hátíð sjó- manna og fjölskyldna þeirra og hann er mikilvægur í baráttu sjómanna fyrir ör- yggismálunum, kjörum og öðru sem snýr að starfinu. Það tók mig á sínum tíma mörg ár að losna við löngunina að fara út á sjó en í dag dáist ég að þessum mönnum sem eru að fara í öllum veðrum og í svartasta skammdeginu til sjós. Svo skrýtið sem það kann að hljóma í ljósi þessara þriggja óhappa þá þóttu mér ár- in á sjónum skemmtileg. Þrátt fyrir allt.“ ■ Minnismerki um Eldhamarsslysið er við fjöruna á Hópsnesi. Það er varla hægt að lýsa því hvernig er að vera í svona brotsjó en ég hef stundum sagt að þetta hljóti að vera líkast því að vera í þeytivindu. Krafturinn í sjónum sópar manni til og frá, snýr manni og veltir um í sjórótinu.“

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.