Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 32

Ægir - 2019, Qupperneq 32
32 Tvö skipa Skinneyjar-Þinganess, Skinney og Þórir, eru nú komin heim eftir lengingar í Póllandi. Á þeim eru einnig gerðar ýmsar endurbætur sem lúta meðhöndlun afla og aðbúnaði áhafnar. Skipin fara á næstunni til humarveiða. „Skipin voru lengd um tæpa 10 metra. Settir voru átta metrar í miðjuna á þeim og 1,6 metri aftur í skut, þ.e. skutrennan lengd. Þessir átta metrar koma á helsta vinnusvæðið í skipunum, bæði á neta- dekki, millidekki og lest, þannig að þar er gífurleg stækkun,“ segir Ásgeir Gunn- arsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi. Togað og teygt á ýmsa vegu „Við hækkuðum stýrishúsið um 1,5 metra og byggðum yfir bakkann að framan. Því er trolldekkið orðið allt annað og betra til meðferðar á veiðarfærum og afla. Íbúðir voru aðeins endurbættar og bætt við setustofu og tveimur klefum og stakkageymsla stækkuð. Það var því togað og teygt á ýmsa vegu.“ Skipasmíðin Nauta í Gdynia sá um breytingarnar á skipunum. Nú er verið að setja niður nýja aðgerðar- og blæð- ingarlínu og kælikör sem hönnuð var í samstarfi við Micro. Valka er svo með hugbúnaðinn í þessu kerfi. Önnur fyrir- tæki sem koma við sögu eru Kæling með kælihlutann, en allur fiskur verður kæld- ur með RSW sjókælingu og verður íslaus í lest, Raftíðni sér um rafmagnshlutann, Naust Marine endurbætti spilkerfið, Stálsmiðjan Framtak er með stálvinnuna og Megapíp sér um pípulagnir. Getum hámarkað gæði aflans „Þetta eru orðin mun meiri skip og öll vinnuaðstaða hefur verið bætt til muna. Við getum nú hámarkað gæði aflans, bæði með blæðingu og kælingu og í raun allri meðhöndlun. Það á við um bæði bol- fisk og humar. Þó blikur séu á lofti í humarveiðum erum við að hugsa til framtíðar og með þessum breytingum eigum við að geta minnkað brot á humri umtalsvert,“ segir Ásgeir . Bæði skipin voru smíðuð í Tævan fyrir 10 árum og voru fyrir breytingarnar 29 metra löng. Bæði skipin halda til humar- veiða í þessum mánuði. Miklar breytingar eru því að verða á bolfisk- og humarflota Skinneyjar-Þinga- ness. Togskipin Steinunn og Hvanney hafa verið seld til Nesfisks í Garði og verða afhent um mitt sumar og í haust. Þá er Þinganes til sölu en Skinney- Þinganes á tvö ný skip í smíðum sem fyrirtækið fær afhent í haust. Togararnir Skinney og Þórir komnir heim eftir miklar lengingar ■ Skipin í Hafnarfjarðarhöfn, en þar er vinnslubúnaður frá Micro settur um borð. Ljósmynd: Hjörtur Gíslason ■ Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi, er ánægð- ur með breytingar á skipunum. Breytt fiskiskip

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.