Ægir - 2020, Page 20
20
„Þáttur okkar hjá Völku var mjög stór
í nýja húsinu á Dalvík og við erum
gríðarlega stolt af því að Samherji
hafi treyst okkur fyrir svona mikil-
vægum þætti í þessu hátæknivædda
húsi. Sjálfvirkni er meiri en áður hef-
ur sést í bolfiskvinnslu og enginn vafi
að húsið er mikið framfaraskref fyrir
íslenskan fiskiðnað. Um leið er þetta
stærsta vinnslukerfið sem við hjá
Völku höfum tekið að okkur. Það var
stór stund fyrir okkur að sjá vinnsl-
una hefjast á Dalvík nú í ágúst og full
ástæða til að hrósa öllu starfsfólki
Samherja á Dalvík fyrir hvernig það
mætti nýrri tækni, nýjum störfum og
starfsumhverfi af áhuga og fag-
mennsku,“ segir Guðjón Ingi Guðjóns-
son, sölustjóri tæknifyrirtækisins
Völku ehf. sem framleiddi stóran hluta
búnaðar í nýju hátæknivinnslunni hjá
Samherja á Dalvík.
Nýjungar í tæknibúnaði
Segja má að í aðalatriðum taki vinnslu-
kerfið frá Völku ehf. við þegar búið er að
hausa, flaka og roðfletta fiskinn og skili
tilbúnum afurðum, frosnum eða fersk-
um. Allt með sjálfvirkum hætti.
„Kerfið inniheldur fjórar vinnslulínur
sem hver um sig er með forsnyrtilínu,
flakaþvottavél, vatnsskurðarvél með
fimm skurðarróbótum, myndgreiningar-
tæki, búnaði til að fjarlægja beingarð og
bitaflokkara sem stýrir bitunum áfram í
vinnslunni eftir því sem óskað er, hvort
heldur er í pökkun á ferskum afurðum
eða lausfrystingu. Pökkunarróbótarnir
fyrir ferskar afurðir eru einnig frá okk-
■ Guðjón Ingi Guðjónsson, sölustjóri Völku ehf.
■ Í vinnslusal hússins á Dalvík er mikið af búnaði frá Völku. Vinstra megin og
fjær á myndinni sér í snyrtilínur en þaðan fer fiskurinn í vatnsskurðarvélarnar
fjórar. Eftir að hafa farið í gegnum sjálvirka bitaflokkara fara bitarnir ýmist í
lausfrystana eða í pökkun á ferskum bitum sem sést hér næst á myndinni.
Sjálfvirknin er mikil.