Ægir

Årgang

Ægir - 2020, Side 30

Ægir - 2020, Side 30
30 Hefur makríllinn étið humarlirfurnar? Humarveiðar hafa hrunið á undaförnum árum en tveir bátar Ramma stunda slík- ar veiðar. „Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Ólafur. „Nýliðun hefur nánast eng- in verið frá árinu 2005 og verst er að vita ekki skýringuna á því. Hún liggur ekki í augum uppi. Alla vega virðast vísinda- mennirnir ekki hafa skýringar á reiðum höndum. Kannski sjáum við einhverja breytingu núna þegar makríllinn er hættur að ganga hérna vestur með land- inu. Það mætti alveg gruna hann um að hafa spillt fyrir ungviði humarsins. Kannski hefur hann verið að éta upp humarlirfurnar á sumrin. Maður veit það ekki. En þetta passar nokkuð saman; þegar makríllinn fór að ganga vestur eft- ir hrundi nýliðunin. Þetta er bara ágisk- un því öll venjuleg skilyrði fyrir nýliðun ættu að vera fyrir hendi og útbreiðslu- svæðið hefur stækkað. Því ættu skilyrðin að vera kjörin fyrir nýliðun humarsins. En humarinn er svo sem ekki eini stofn- inn sem þetta á við um. Við sjáum þetta í skrápflúru og einhverjum kolategundum, skötusel og sjófugli. Það er einhver breyting þarna sem mönnum gengur illa að finna skýringar á.“ ■ Rammi rekur rækjuvinnslu á Siglufirði en eftirspurn eftir rækju hefur hrein- lega hrunið á þessu ári. Lítið selst af rækjunni „Það hefur nánast ekkert selst af rækju allt þetta ár. Hún virðist vera afurð sem fólk er ekki að kaupa í svona ástandi. Rækjan er frekar dýr afurð, sem notið hefur mikilla vinsælda sem forréttur á veitingastöðum sem rækjukokteill en nú fer fólk lítið út að borða á Bretlandseyjum til dæmis. Neysla á rækju virðist hafa minnkað meira en framboðið en mikið fram- boð er til dæmis af heitsjávarrækju og svo er rækjukokteillinn senni- lega ekki eins sjálfsagður forréttur og áður. Nýjust fréttir af faraldr- inum bæði hér heima og í helstu markaðslöndum sýna að útlitið er alls ekki gott og því getur haustið orðið okkur mjög erfitt.“

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.