Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2020, Qupperneq 30

Ægir - 2020, Qupperneq 30
30 Hefur makríllinn étið humarlirfurnar? Humarveiðar hafa hrunið á undaförnum árum en tveir bátar Ramma stunda slík- ar veiðar. „Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Ólafur. „Nýliðun hefur nánast eng- in verið frá árinu 2005 og verst er að vita ekki skýringuna á því. Hún liggur ekki í augum uppi. Alla vega virðast vísinda- mennirnir ekki hafa skýringar á reiðum höndum. Kannski sjáum við einhverja breytingu núna þegar makríllinn er hættur að ganga hérna vestur með land- inu. Það mætti alveg gruna hann um að hafa spillt fyrir ungviði humarsins. Kannski hefur hann verið að éta upp humarlirfurnar á sumrin. Maður veit það ekki. En þetta passar nokkuð saman; þegar makríllinn fór að ganga vestur eft- ir hrundi nýliðunin. Þetta er bara ágisk- un því öll venjuleg skilyrði fyrir nýliðun ættu að vera fyrir hendi og útbreiðslu- svæðið hefur stækkað. Því ættu skilyrðin að vera kjörin fyrir nýliðun humarsins. En humarinn er svo sem ekki eini stofn- inn sem þetta á við um. Við sjáum þetta í skrápflúru og einhverjum kolategundum, skötusel og sjófugli. Það er einhver breyting þarna sem mönnum gengur illa að finna skýringar á.“ ■ Rammi rekur rækjuvinnslu á Siglufirði en eftirspurn eftir rækju hefur hrein- lega hrunið á þessu ári. Lítið selst af rækjunni „Það hefur nánast ekkert selst af rækju allt þetta ár. Hún virðist vera afurð sem fólk er ekki að kaupa í svona ástandi. Rækjan er frekar dýr afurð, sem notið hefur mikilla vinsælda sem forréttur á veitingastöðum sem rækjukokteill en nú fer fólk lítið út að borða á Bretlandseyjum til dæmis. Neysla á rækju virðist hafa minnkað meira en framboðið en mikið fram- boð er til dæmis af heitsjávarrækju og svo er rækjukokteillinn senni- lega ekki eins sjálfsagður forréttur og áður. Nýjust fréttir af faraldr- inum bæði hér heima og í helstu markaðslöndum sýna að útlitið er alls ekki gott og því getur haustið orðið okkur mjög erfitt.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.