Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 28

Ægir - 2019, Page 28
28 Hampiðjan kynnir á sjávarútvegssýn- ingunni í Laugardalshöll byltingar- kennda nýjung, sem er ljósleiðarakap- all, DynIce Optical Data, sem flytur upplýsingar frá trolli upp í brú fiski- skipa. Flutningsgetan er í raun tak- markalaus og berast allar upplýsingar í rauntíma. Þessi nýi kapall mun væntanlega leysa af hólmi þá kapla sem nú eru not- aðir en þar byggist gagnaflutningur á koparþræði sem hefur mjög takmarkaða getu til gagnaflutnings . Nýi kapallinn opnar í raun fjölda nýrra möguleika við veiðarnar, svo sem að skilja frá óæski- legar fisktegundir . Með honum er betur en áður hægt að sjá hreyfingar trollsins í sjónum og getur það nýst við hönnun veiðarfæra . Með fleiri nemum, sem sýna staðsetningu og afstöðu trollsins og tog- hleranna miðað við botn og skip, opnast möguleikar á að stýra veiðarfærinu bet- ur . Til prófunar í Beiti NK „Ljósleiðarakapallinn er enn sem komið er mjög nýr og ekki kominn í almenna sölu því meiri prófanir á eftir að gera á sjó . Við erum í samstarfi við Síldar- vinnsluna og Simrad og fyrsti ljósleið- arakapallinn er nú til prófunar um borð í uppsjávarveiðiskipinu Beiti frá Neskaup- stað . Ljósleiðarinn er örgrannur gler- þráður, mun grennri en mannshár, og hann þolir nánast enga teygju og tak- markaða beygju . Það þurfti því að hanna kapalinn á sérstakan hátt til að verja ljósleiðarann fyrir þessu tvennu og okk- ur virðist hafa tekist það eftir margra ára þróun og prófanir . Við höfum nú þegar einkaleyfi á kaplinum og að auki hefur verið sótt um fleiri einkaleyfi til að verja ýmislegt sem við höfum þróað og uppgötvað í þróunarferlinu . Við höfum fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís undanfarin ár og hefur það verið mikill stuðningur því þróunarferlið er kostnaðarsamt,“ segir Hjörtur Erlends- son, forstjóri Hampiðjunnar . Möguleg bylting í fiskveiðum „Það eru engar ýkjur að ljósleiðarakapal- inn DynIce Optical Data hefur alla mögu- leika til að bylta fiskveiðum í náinni framtíð . Það mun vissulega taka nokkur ár að þróa allan búnað sem til þess þarf . Það, að geta fengið í rauntíma upplýs- ingar um hvaða fiskur er að koma inn í trollið, gefur möguleika á að flokka aflann og velja hvað eigi að fanga og hvaða fiskum eigi að sleppa mun gjör- breyta fiskveiðum í framtíðinni . Þannig verður hægt að sleppa öllum fiskum undir viðmiðunarmörkum svo þeir geti fengið að vaxa upp í hentuga stærð og einnig að sleppa stærstu fiskunum því þeir hrygna margfalt meira en minni fiskar og eru því best geymdir í sjónum til að viðhalda stofnunum,“ segir Hjörtur Erlendsson . hampidjan .is Nýjung frá Hampiðjunni Takmarkalaus flutningsgeta í nýjum ljósleiðarakapli ■ Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar. „Það eru engar ýkjur að ljósleiðarakapalinn DynIce Optical Data hefur alla möguleika til að bylta fiskveiðum í náinni framtíð.“ ■ Jón Atli Magnússon hefur unnið að þróun kapalsins frá 2016. Hann fann ljósleiðara sem hafði verið notaður af Bandaríkjaher fyrir loftskeyti og hafði því ekki verið aðgengilegur á markaði. ■ Ljósleiðarakapallinn DynIce Optical Data er gerður úr mörgum lögum til að hlífa ljósleiðaranum sem er örþunnur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.