Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 44

Ægir - 2019, Qupperneq 44
44 D-Tech ehf. hefur um árabil framleitt og selt sjálfvirkan sótthreinsibúnað í matvælavinnslu og er um að ræða lausnir fyrir skip og fiskvinnslur en einnig aðra aðila á matvælamarkaði svo sem kjúklinga- og kjötframleið- endur. Kostir þessa kerfis frá D-Tech eru m.a. þeir að einungis þarf að nota um 5% til 10% af því vatni og um 10% til 15% af sótthreinsiefnum sem al- mennt er notað við hefðbunda sótt- hreinsun og er árangur mun betri en næst við hefðbundna sótthreinsun. Þá tekur sótthreinsunin mun skemmri tíma og sparar mikið vinnuafl. Byggir á alíslensku hugviti „Þetta kerfi okkar, sem byggir á alís- lensku hugviti, samanstendur af móður- stöð og clusterum sem eru mismargir eft- ir stærð rýmanna sem á að sótthreinsa . Við bjóðum upp á fjórar stærðir af kerf- um, þ .e . D-SAN 01, D-SAN 02, D-SAN 04, og D-SAN 08 og stendur hvert kerfi fyrir fjölda rása frá móðurstöð . Okkar aðferð stuðlar að miklum sparnaði í notkun sótthreinsiefna og vatns sem oft er mjög stór kostnaðarliður við sótthreinsun er- lendis . Kerfin okkar hafa því mælst mjög vel fyrir og höfum við sett á stofn dótt- urfyrirtæki í Póllandi og öfluga umboðs- aðila sem eru Knarr-RUS í Rússlandi og Chemco AS í Noregi . Hér heima hafa kerf- in okkar sótt mjög á, einkum um borð í skipunum . Má nefna að við höfum á síð- ustu þremur árum sett upp sótthreinsun- arkerfi í sjö skip Samherja og dótturfyr- irtækja þeirra og fjögur önnur ný skip þeirra bíða þess að fá kerfi um borð,“ segir Ragnar Ólafsson, tæknilegur fram- kvæmdastjóri D-Tech ehf . D-Tech hefur einnig sett upp D-SAN kerfi fyrir uppsjávarvinnslu HB Granda á Vopnafirði og SVN í Neskaupstað . „Með okkar aðferð tekur um 40 mínútur að sótthreinsa alla uppsjávarvinnslu þess- ara fyrirtækja og aðeins tekur um 12 mínútur að sótthreinsa allt vinnsludekk skipanna . Það gefur auga leið að þetta sparar mikinn tíma og vinnuafl auk þess sem kerfið sótthreinsar allt yfirborð og smýgur inn þar sem loft kemst að . Að- ferðin er vélræn, þ .e . árangurinn er óháður starfsmönnum . Bjóðum heildarlausnir „Þessi aðferð sem við byggjum á var vissulega þekkt áður en efnin sem voru notuð gátu verið ætandi og skemmdu tæki í húsunum ásamt því að vera hættuleg fólki . Okkar aðferð er umhverf- isvæn og skaðlaus fólki og búnaði . Við höfum gengið frá samstarfssamningi við pólska fyrirtækið SaneChem . Það þýðir að við getum nú boðið heildarlausnir hér heima; bæði kerfið sjálft sem og allar sápulausnir fyrir matvælaiðnaðinn ásamt þvottakerfum frá SaneChem .“ Ragnar segir að aðferðafræði D-Tech hafi spurst hratt út og hafi vakið mikla athygli, víðar en í Noregi, Rússlandi og Póllandi . Kerfi hafi verið seld til Skot- lands, Kanada og Nýfundnalands og aðr- ir markaðir í sjónmáli . „Nú erum við að þróa nýtt sjálfstætt sótthreinsikerfi fyrir flutningabíla sem mun valda straumhvörfum og hafa gríð- arlegan sparnað í för með sér fyrir flutningsaðila og stórauka nýtingu bílanna . Í dag er ferskum matvælum, t .d . fiski eða kjöti, ekið langar vegalengdir um lönd Evrópu en með D-Truck sótt- hreinsikerfi um borð í flutningabílunum er hægt að sótthreinsa þá að lokinni af- fermingu og flytja aðrar vörur til baka án áhættu .“ d-tech .is Bylting í sótthreinsun ■ Búnaðurinn frá D-Tech tekur ekki mikið pláss. ■ Tæknin frá D-Tech felst í því að umhverfisvænni sótthreinsigufu er sprautað yfir rýmið og á aðeins örfáaum mínútum ræður hún niðurlögum örveranna sem sótt- hreinsunin beinist að. ■ Samstarfssamningur við SaneChem undirritaður: Frá vinstri Guðmundur Sigþórsson, framkvæmdastjóri D-Tech, Jan Frydryci, framkvæmdastjóri SaneChem, Maciej Patalas, framkvæmdastjóri D-San, dótturfélags D-Tech í Póllandi og Ragnar Ólafsson, tæknilegur framkvæmdastjóri D-Tech.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.