Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 46

Ægir - 2019, Qupperneq 46
46 Vel gengur hjá fjölskyldufyrirtækinu Beiti í Vogunum. Búnaður til línu- veiða hefur verið uppistaðan í fram- leiðslu þess, fyrst hér innanlands, en síðan hefur útflutningur tekið við. Nú selur fyrirtækið slíkan búnað til Nor- egs, Danmerkur og Kanada. Þá er haf- in smíði og útflutningur á hrogna- skiljum, en þær klæða hrognin „úr buxunum“, hvort sem þau eru fersk eða söltuð. Grískt fyrirtæki er til dæmis að kaupa slíka vél fyrir söltuð þorskhrogn. Eigendur Beitis eru Haf- steinn Ólafsson og Þóra Bragadóttir. Smíða vél til að hreinsa söltuð hrogn Nú er verið að senda vél til Grikklands sem á að hreinsa söltuð þorskhrogn, sem Grikkir hafa meðal annars keypt héðan frá Íslandi . Vélin „klæðir hrognin úr bux- unum“ eða þannig, hún aðskilur þau frá himnunni, sem heldur hrognunum sam- an . Einnig hafa hrognavélar verið seldar til Noregs, en þar eru Norðmenn að vakna til lífsins í betri nýtingu og verð- meiri afurðum en áður . Norðmenn hafa ýmist verið að selja hrognin fersk eða fryst og eru að huga að því að fara að salta þau eins og Íslendingar gera . Smíða fyrir Stofnfisk „Við tengjumst hrognabransanum hérna heima líka á óbeinan hátt, það er að segja í laxeldinu . Stofnfiskur er með eld- isstöðvar á tveimur stöðum, á Kal- mannstjörn og svo hérna í Vogunum undir Stapanum . Þeir eru bara í því að selja lifandi hrogn, en það fellur óhemju- mikið af fiski til við hrognaframleiðslu og honum þarf að slátra . Þeir eru að ljúka við byggingu annars sláturhúss af tveimur og við erum að smíða aðgerðar- línurnar í þau,“ segir Hafsteinn . Hafsteinn segir að markaðurinn hér heima í línukerfum og öðrum búnaði fyr- ir smærri báta hafi dregist mikið saman . Samþjöppunin sé mikil í sjávarútvegin- um og allt fari í hendurnar á þessum stóru . Mjög margir af þessum minni bát- um, sem voru bestu viðskiptavinirnir, hafi dottið út og því verði að leita ann- arra leiða, bæði innan lands og utan . Það þurfi að finna einhver önnur egg til að bæta í körfuna . Stækka húsið um helming „Við erum afar glöð með allt sem er að gerast hjá okkur . Við vorum sex að vinna við framleiðsluna í sumar og mikið að gera . Svo vantar okkur menn fyrir veturinn . Við vorum svo heppin að fá mjög góða stráka út Vélskólanum í sum- ar, sem eru að fara aftur í skólann í haust . Við erum svo að fara að stækka húsið um helming . Það er enginn bar- lómur hér og við höldum ótrauð áfram þó maður sé farinn að eldast . Allt smíðað á staðnum Hjá Beiti er allt smíðað á staðnum og ekkert sent frá þeim nema fullgert . Þau hafa þó þurft að kaupa þjónustu við laser skurð hjá Geislatækni í Garðabæ . „Sonur okkar teiknar þá hluti sem við þurfum og þeir skera fyrir okkur . Við setjum svo allt saman hér og það er af- skaplega gaman að vinna úr efni, sem er skorið svona .“ Auk þess að smíða línukerfin er Beitir að framleiða vinnslubúnað af ýmsu tagi og fleira, spil fyrir netaveiðar og gildru- veiðar og svokallaða kúlukarla sem draga af netaspilunum . Þegar margir af stóru línubátunum fóru á grálúðunet smíðaði Beitir þónokkuð í þá, meðal ann- ars í Önnu EA . Þangað fóru þrír kúlu- karlar og mikið af varahlutum . „En það er þetta línukerfi okkar sem er undir- staðan,“ segir Hafsteinn Ólafsson . beitir .is Beitir selur línukerfi til Kanada ■ „Það er enginn barlómur hér, við höldum ótrauð áfram og erum að stækka húsið um helming,“ segir Hafsteinn Ólafsson. ■ Línukerfin frá Beiti reynast vel og eru komin í báta í Kanada, Noregi og Danmörku auk Íslands. ■ Þessi merkilega vél „klæðir hrognin úr buxunum“. Ein slík vél er á leið til Grikklands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.