Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 52

Ægir - 2019, Page 52
52 „Höfnin í Vestmannaeyjum er svo sannarlega lífæð Eyjanna. Héðan er mikill útflutningur og eitthvað er flutt inn, en það eru helst olía, salt og byggingavörur. Mikil uppbygging stóru fiskvinnslustöðvana hér hefur verið undanfarin ár og fylgja því auk- in umsvif,“ segir Andrés Þ. Sigurðs- son, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. 226 fragtskip á síðasta ári En eins og áður sagði er mikill útflutn- ingur frá höfninni og eru það einungis fiskafurðir sem fluttar eru út . „Flutt voru út 60 .000 tonn af ferskum og frosn- um fiski, 25 .000 tonn af lýsi og fiskimjöli . Alls voru komur fraktskipa 226 á síðasta ári og erum við þá að tala um frystiskip, „bulkskip“ sem taka fiskimjöl og gáma- skip, en bæði Samskip og Eimskip hafa hér viðkomu í viku hverri . Þá er Vest- mannaeyjahöfn ein stærsta fiskihöfn landsins en hér komu á land rúmlega 166 .000 tonn af fiski á síðasta ári . Tals- verð fjölgun skemmtiferðaskipa hefur verið undanfarin ár og höfðu um fimm- tíu skip viðkomu í Vestmannaeyjum síð- asta sumar og pantað hefur verið fyrir 70 komur næsta sumar og hefur þáttur þeirra verið sífellt að stækka .“ Herjólfur dyrnar að samfélaginu „Segja má að Herjólfur sé dyrnar að samfélaginu hér en hann flutti um 350 .000 farþega og 75 .000 bíla milli lands og Eyja á síðasta ári . Þegar allt er sam- antekið er hægt að segja að höfnin hér sé það sem skiptir okkur Eyjamenn hvað mestu máli og er því viðhald hennar mikið hagsmunamál okkar allra sem bú- um hér . Árið 2014 var gámabryggjan okkar endurnýjuð og til stendur að reka niður nýtt þil í norðurhöfninni næsta sumar . Höfnin hefur einnig verið að bæta og endurnýja smábátaaðstöðuna með nýjum steyptum flotbryggjum . Draumurinn er svo að á næstunni verði gerð betri aðstaða fyrir farþegaskipin, því þar sem umferð þeirra er orðin mikil yfir sumartímann er þetta aðeins farið að stangast á við aðra starfsemi hafnar- innar,“ segir Andrés Þ . Sigurðsson . Mikið af fiski flutt utan „Vöruflutningur frá Eyjum snýst bara um fisk og fiskafurðir . Við sjáum ekki að það sé neitt að breytast á næstunni, hér í Eyjum mun lífið alltaf snúast um fisk . Í bolfiskinum er stöðug vinnsla sem held- ur húsunum gangandi á milli vertíða í uppsjávarfiskinum . Það skiptir okkur mestu máli að vel gangi í uppsjávarveið- um og vinnslu . Það lifnar yfir öllu á loðnuvertíð og makríl- og síldarvertíð- um,“ segir Andrés . Nú eru í Vestmannaeyjum stóru fisk- vinnslufyrirtækin tvö og Leo Fresh, sem er mest í útflutningi á frosnum og fersk- um fiski . Annars er það frystur botnfisk- ur, uppsjávarfiskur, fiskimjöl og lýsi, sem mest fer af utan frá Eyjum . Mjaldrar til sýnis í Klettsvík „Það sem er svo að koma meira inn eru túristarnir . Eins og kunnugt er hafa tveir mjaldrar á vegum stórfyrirtækisins Merlin Entertainment verið hér í Eyjum frá því í júní sl . en þeir dvelja nú í laug Þekkingarseturs Vestmannaeyja . Vorið 2020 verður þeim sleppt í sérhannaðar kvíar í Klettsvíkinni þar sem Keikó dvaldi hér um árið . Þetta verður mjög flott hjá þeim og aðstaðan virkilega fín og á ábyggilega eftir að draga að sér mikið af ferðamönnum,“ segir Andrés hafnarstjóri . vestmannaeyjar Höfnin svo sannarlega lífæð Eyjanna ■ Andrés Þ. Sigurðsson, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, segir mikil mikil umsvif vera í höfninni og gerir ráð fyrir fjölgun ferðamanna með tilkomu nýs Herjólfs. ■ Vestmannaeyjahöfn er ein stærsta fiskihöfn landsins en þar komu á land rúmlega 166.000 tonn af fiski á síðasta ári.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.