Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 57

Ægir - 2019, Page 57
57 ustu . „Það eru fjölmargir fiskverkendur hér á landi með vélar frá okkur og á síð- ari árum hefur vöxturinn því grundvall- ast á auknum útflutningi, en auk áður- nefndra véla erum við að fikra okkur áfram í þróun vélbúnaðar fyrir eldisfisk og höfum til dæmis sett upp hausara í laxvinnslu í Bandaríkjunum og Bret- landi, með afar góðum árangri . Ég á því von á að við höldum áfram þróun í þá áttina en leggjum samt áfram höfuð- áherslu á hvítfiskvinnsluna,“ segir Elliði . Mikið hefur verið selt af vélum Curio til Noregs síðustu ár og árið 2020 er stefnt að því að senda þangað í prófun klumbuskurðarvélina sem fyrirtækið er að þróa . Auk hennar eru síðan væntan- legar þrjár til fjórar nýjar vélar frá Curio í lok þessa árs og á næsta ári, nýjungar sem auka munu vöruvalið hjá fyrirtæk- inu . Nýting og gæði aðalatriðið „Leiðarljós í okkar þróun er að auka hrá- efnisnýtingu og gæði afurðanna . Þetta eru lykilatriði en verð skiptir auðvitað líka máli á samkeppnismarkaði sem þess- um . En ekki síst teljum við okkur af góðri reynslu okkar viðskiptavina geta sýnt fram á að kostnaður við rekstur Curio-vélanna skapar þeim sérstöðu á markaðnum . Það snýr bæði að endingu á slitbúnaði og einnig því atriði að t .d . í flökunarvélunum erum við með útskipt- anlegar einingar eftir því hversu stóran fisk er verið að vinna hverju sinni . Þannig getur notandinn alltaf tryggt að með litlum kostnaði og fyrirhöfn er hann að tryggja bestu nýtingu hráefnisins í vinnslu,“ segir Elliði, en flökunarvélarn- ar er hægt að fá í 6 mismunandi útgáfum sem spanna fiskstærðir allt frá 500 grömmum upp í 20 kg . Öll framleiðslan á Íslandi Curio framleiðir allan sinn vélbúnað á Ís- landi . Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hafnarfirði, en einnig er starfstöð á Húsavík, sem þjónustar Norðurland og Austurland, auk þess sem þar eru smíð- aðaðir íhlutir í vélarnar ef á þarf að halda . Þá á fyrirtækið dótturfyrirtæki í Skotlandi en starfsmenn þess sjá um þjónustu á Bretlandseyjum, þar sem Elliði segir Curio hafa mjög sterka mark- aðsstöðu . „Vélar okkar eru einnig vestan hafs og víða á meginlandi Evrópu og sem dæmi hefur fjöldi véla í vinnslum í Póllandi aukist mikið og nýverið voru fyrstu Curio vélarnar sendar til Rúss- lands annars vegar og Frakklands hins- vegar . „Það er því alltaf nóg að gerast hjá okkur,“ segir Elliði . curio .is ■ Flökunarvélarnar frá Curio eru víðfrægar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.