Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 64

Ægir - 2019, Page 64
64 Simberg hefur allt frá stofnun árið 2015 haft umboð fyrir Simrad Kongs- berg og Kongsberg Automation hér á landi. Smám saman hefur fyrirtækið aukið við vöruflóruna og hafa nýlega bæst við ný umboð, m.a. fyrir JRC og Sperry Marine ásamt búnaði frá Zodi- ac í talstöðvar o.fl. Eigendur Simbergs eru Valdimar Einisson framkvæmda- stjóri og Þorsteinn Kristvinsson sölu- stjóri ásamt mökum. Þjónusta Simbergs er víðtæk . Ekki að- eins kynnir fyrirtækið og selur fyrsta flokks búnað heldur þjónusta sérfræð- ingar þess notendur tækjanna og að- stoða við að nýta alla möguleika þeirra . „Sjómenn á hafi úti geta alltaf leitað að- stoðar hjá okkur í gegnum netið en þá loggum við okkur inn á viðkomandi tæki og grípum inn í þegar þess er þörf . Betri nettengingar gera þetta sífellt auðveld- ara,“ segir Þorsteinn . „Simrad hefur lengi verið leiðandi í þróun á búnaði fyrir fiskveiðar og haf- rannsóknir og á sýningunni nú ætlum við að kynna margvíslegan búnað frá Simrad en margt nýtt hefur verið að koma frá þeim að undanförnu . Þá mun- um við einnig sýna nýjungar frá Kongs- berg, JRC og Sperry Marine,“ segir Valdi- mar . Simrad leiðandi í tækninni Sem dæmi um nýjungar í Simrad tækjum nefna þeir ES 80 dýptarmælinn sem er háþróaður með hárri upplausn og mikilli nákvæmni til að miðla lífmassaupplýs- ingum, upplýsingum um botnhörku og fleira . Af sónurum nefna þeir SN90, sem er í senn dýptarmælir og sónar en hann er frábær mælir fyrir uppsjávar- og botnfiskveiðar . „Einnig má nefna ST90, nýjan lágtíðnisónar sem er sá öflugasti á markaðnum í dag í sínum flokki . Hann er með mikla langdrægni og aðgreiningu en hann vinnur á tíðnisviði 14 til 24 kHz sem er lægsta tíðni sem sónar á almenn- um markaði vinnur á . CS90 er svo nýr millitíðnisónar, sá fyrsti sem kemur með composite botnstykki 70 til 90 kHz chirp . Hann er næmari og með meiri lang- drægni .“ Sífellt þróaðri sónarar Nýtt forrit með breyttu viðmóti er að koma frá Simrad með verulega auknum hraða en m .a . er hægt að stærðargreina fisk í torfum, stjórna skala á fjarlægð og dýpi og með auðveldari hætti verður unnt að sjá fisk á grunnu vatni . Þá eru einnig að koma endurvarpar á toghlera frá Simrad sem auðvelda staðsetningu þeirra . Fyrir flottrollsveiðarnar býður Simberg hinn margreynda FS70 höfuð- línusónar og nýja gerð af FM90 fjölgeisla trollsónar með Omni botnstykki sem sýnir allt opið í trollinu og innkomu á fiski í einni sendingu . Þá er vert að kynna sér TV80 veiðistjórnunarkerfið sem er í senn einfalt og með nýtt trollauga ásamt fjölda nema, m .a . hlera-, halla-, afla- hita- og dýpisnemum . Margt nýjunga á sýningunni „Það verður margt nýtt að skoða í bás Simbergs, m .a . heildarlausnir fyrir véla- rúm frá Kongsberg Automation, K-Chief 600 PMS sem er m .a . viðvörunarkerfi E0/ UMS sem vaktar og stjórnar vélbúnaði skipsins, skrúfustjórnun, samkeyrslu- kerfi rafala, tankapælikerfi og dælustýr- ingu, RSW stýringu og tengingu við framleiðslukerfi . Frá JRC verðum við með kynningu á breiðri línu tækja, m .a . radar, straummælum, GPS og GPS comp- ass, AIS búnaði, fjarskiptabúnaði o .fl . Frá Sperry Marine verður kynntur nýr Gyro compass ásamt öðrum búnaði,“ segja Valdimar og Þorsteinn að lokum . simberg .is Simberg kynnir nýjustu tæknina ■ Valdimar Einisson og Þorsteinn Kristvinsson, eigendur Simberg ehf. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu siglinga- og fiskileitar- tækja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.