Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 114

Ægir - 2019, Page 114
114 „Við hjónin höfum rekið þetta sem fjölskyldufyrirtæki frá árinu 2004 og leggjum áherslu á átaks- og víra- lengdarmæla fyrir togskip og línu- dráttarkerfi fyrir línubáta. Við höfum þjónað íslenska flotanum eins og við getum en einnig selt okkar búnað í fjölda skipa erlendis, m.a. til Rúss- lands, Færeyja, Írlands, Kanada og Brasilíu,“ segir Heimir Berg Gíslason en hann á og rekur HBG þjónustuna ásamt konu sinni, Sólrúnu Oddnýju Hansdóttur. Ýmsir möguleikar Það var árið 2006 sem HBG þjónustan ehf . keypti Trawl Tec 2000 kerfið af VAKA fiskeldiskerfi . Trawl Tec 2000 hefur verið notað í togskipum víða um heim með góðum árangri . Þessi búnaður tryggir að troll skipsins helst fullopið þótt það taki skarpar beygjur og einnig þegar er togað í hliðarstraumi . „Þetta byggist á mælum sem staðsettir eru í blökkunum og gefa nákvæmar upplýs- ingar um álagið á vírana og gefa merki upp í brú ef það fer yfir viss mörk . Þann- ig er hægt að stýra álaginu í toginu og einnig breyta hraða skipsins til að togið heppnist sem best,“ segir Heimir Berg . Seine Tec 2000 byggir á sama hugbúnaði og Trawl Tec 2000 og hannað fyrir snurðvoðarbáta (dragnót) . HBG þjónustan selur og framleiðir einnig línudráttarkerfi fyrir línubáta undir merkinu Line Tec 2000 og fyrir snurvoðarbáta en það kerfi heitir Seine Tec 2000 . Skipstjórnendur segja búnað- inn spara mikinn tíma og eldsneytis- notkun hafi minnkað um 10-15% þar sem stjórnendur geta stýrt átakinu betur við veiðarnar . Að undanförnu hafa kerfin frá HBG þjónustunni verið sett um borð í nokkur íslensk skip . Snurvoðarbáturinn Sax- hamar er með Seine Tec 2000 og Line Tec 2000 var sett um borð í tvo báta Odda á Patreksfirði, Núp BA og Patrek BA, fyrir nokkrum árum . Þá má einnig nefna að Trawl Tec 2000 hefur verið notað með góðum árangri um borð í togveiðiskipinu Friðriki Sigurðssyni ÁR, sem gert er út frá Þorlákshöfn . Skipið stundar m .a . humarveiðar og nú nýverið sæbjúgna- veiðar . Markaður um allan heim „Heimamarkaðurinn skiptir miklu máli en að undanförnu höfum við selt kerfi víða um heim, m .a . tvö línudráttarkerfi til Færeyja og trollkerfi í skip á Írlandi sem stundar veiðar með tveimur troll- um . Þá fór nýlega búnaður frá okkur um borð í tvö skip í Brasilíu sem stunda saman tvíburaveiðar .“ Heimir segir að fyrirtækið leggi áherslu á sýningar við markaðssetning- una og hann sæki þær víða um heim . „Við verðum á bás A-1 á Íslensku sjávar- úrvegssýningunni í Laugardalshöll og í næsta mánuði verður sjávarútvegssýn- ing, DANFISH 2019 í Álaborg, í Dan- mörku . Það er því nóg að sýsla og gaman að kynna lausnir fyrir sjávarútveginn sem koma öllum til góða,“ segir Heimir Berg að lokum . hbg .is Kostir Trawl Tec 2000 » Mælir togálagið og lengd víranna » Reiknar út toghraða miðað við hraða skipsins » GPS tenging » Dregur úr eldsneytiskostnaði » Minnkar álag á gírbúnað » Hentar öllum togskipum HBG þjónustan Kerfi til að stýra álagi við togveiðar ■ Núpur BA 69 veiðir með góðum árangri og nýtir sér Line Tec 200 kerfið frá HBG þjónustunni. ■ Snurvoðarbáturinn Saxhamar SH 50 er með Seine Tec 2000.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.