Morgunblaðið - 11.06.2020, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Íslendingar halda enn sem fyrr efsta
sætinu meðal Evrópuþjóða þegar
lagt er mat á hversu löng starfsævi
einstaklinga er í þessum löndum,
samkvæmt nýjum lista Eurostat,
hagstofu Evrópusambandsins.
Meðalstarfsævin hefur mælst sú
lengsta hér á landi á umliðnum
árum.
Starfsævi Íslendinga er nú áætluð
45,8 ár miðað við tölur árið 2019 og
hefur lækkað örlítið frá árinu á und-
an en er eftir sem áður til muna
lengri hér en í öðrum löndum.
Örfá Evrópulönd ná yfir 40 ára
meðalstarfsævi; Svisslendingar 42,6
árum, Svíar 42 árum og Hollend-
ingar 41 árum. Meðalstarfsævi í
löndum Evrópusamabandsins er
35,9 ár samkvæmt samanburðinum.
Starfsævi karla hér 48,6 ár
Í útreikningunum er áætluð hver
gæti orðið meðalvinnuævi hvers 15
ára einstaklings í Evrópulöndum
miðað við fyrirliggjandi gögn um
vinnutíma o.fl. Starfsævin er áætluð
styst á Ítalíu, eða 32 ár, í Króatíu
32,5 ár og á Grikklandi 33,2 ár.
Áætluð starfsævi karla er mun
lengri hér á landi en kvenna og er
hún raunar hvergi lengri í Evrópu
hjá báðum kynjum en hér á landi.
Starfsævi íslenskra karla er nú
áætluð 48,6 ár, eða um ellefu árum
lengri en meðalstarfsævi einstak-
linga í löndum Evrópusambandsins.
Karlar í Sviss koma næstir á eftir
Íslendingum, en meðalstarfsævi
þeirra er áætluð 44,4 ár.
Samkvæmt þessum meðaltalsút-
reikningum má 15 ára kona á Ís-
landi reikna með að starfsævi henn-
ar standi yfir í 43,7 ár.
Meðalstarfsævi kvenna í löndum
Evrópusambandsins er nú 33,4 ár.
Stysta starfsævi kvenna í þeim lönd-
um sem samanburðurinn nær til er í
Tyrklandi, þar sem hún er áætluð
19,1 ár.
Vinna lengur en áður
Áætluð starfsævi einstaklinga í
löndum Evrópu sem samanburður-
inn nær til hefur lengst nokkuð á
seinustu árum og er núna að jafnaði
3,6 árum lengri en hún var um síð-
ustu aldamót.
Þá hefur munurinn á starfsævi
karla og kvenna minnkað á seinustu
árum. Evrópskir karlar áttu að jafn-
aði 7,1 ári lengri starfsævi en konur
árið 2000 en nú hefur dregið saman
með kynjunum og er meðalstarfsævi
karla í dag áætluð 4,9 árum lengri
en kvenna að því er fram kemur í
umfjöllun hagstofu ESB.
Færri á bak við eftirlaunaþega
Þrátt fyrir langa starfsævi veldur
hækkandi lífaldur Íslendinga því að
þeim einstaklingum sem eru á
vinnualdri fyrir hvern eftirlauna-
þega fer smám saman fækkandi. Í
erindi á aðalfundi Landssamtaka líf-
eyrissjóða fyrir skömmu fjallaði
Ásta Ásgeirsdóttir, sérfræðingur
hjá samtökunum, um lífaldur Ís-
lendinga og kom fram að í ársbyrjun
2020 voru 5,3 Íslendingar á vinnu-
aldri fyrir hvern mann á eftirlauna-
aldri. Árið 2060 verða þeir einungis
2,5 ef mannfjöldaspá gengur eftir.
32,0ár
42,0 ár
Starfsævi fólks á Íslandi og innan ESB
Meðalvinnuævi sem gera má ráð fyrir að 15 ára
einstaklingur eigi fyrir höndum
Árið 2019 mátti búast við að meðalvinnuævi 15 ára einstaklings
innan Evrópusambandsins yrði 35,9 ár. Er það 0,2 árum lengur en
árið 2018 og 3,6 árum lengur en árið 2000.
Gera má ráð fyrir að karlar vinni í 38,3 ár og konur í 33,4 ár.
40,0 ár
32,5 ár
41,0 ár
33,2 ár
45,8 ár
Þar sem
lengst er
unnið
Þar sem styst
er unnið
Svíþjóð ÍslandHollandDanmörkGrikklandKróatíaÍtalía
H
e
im
ild
: E
u
to
st
a
tÍsland heldur
toppsætinu
Starfsævi íslenskra karla rúmum ára-
tug lengri en gengur og gerist í löndum
ESB samkvæmt tölum Eurostat
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við störf Þrátt fyrir styttingu vinnutímans í kjarasamningum er meðal-
starfsævi Íslendinga lengri en annarra evrópskra þjóða.
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
Fermingar-
myndatökur