Morgunblaðið - 11.06.2020, Side 10

Morgunblaðið - 11.06.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18. Lau: 11-15. 20% AFSLÁTTUR AF BUXUM OG PILSUM NÝ NETVERSLUN! www.spennandi-fashion.is - GILDIR ÚT 13.06 - Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin reiknar með að fært verði um Kjalveg sunnanverðan, frá Gullfossi inn í Kerlingarfjöll, fyrir alla bíla fyrir helgina. Leiðin hefur verið skráð ófær síðustu daga, en ekki lokuð, og skíða- og göngufólk hefur farið inn í Kerlingarfjöll og Blá- fell. Reiknað er með að opnað verði að norðanverðu um helgina. Mikill snjór hefur verið á hálend- inu í vor og víða stórir skaflar á veg- um. Því eru hálendisleiðirnar opn- aðar fyrir almenna umferð heldur seinna en verið hefur síðustu ár. Sígur fyrr úr veginum Vegagerðin hefur verið í samvinnu við rekstraraðila í Kerlingarfjöllum um að moka snjó af Kjalvegi snemma vors til þess að vegurinn nái að þorna fyrr en ella. „Með því að hreyfa við snjónum var hægt að flýta fyrir opn- un,“ segir Páll Halldórsson, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Selfossi. Hann segir að vegurinn sé í ágætu ástandi en hafa beri í huga að hann sé malarvegur og sums staðar niður- grafinn. Verið sé að hefla Kjalveg og bera ofan í bletti. Reiknar hann með því að hægt verði að opna veginn fyr- ir almenna umferð inn í Kerlingar- fjöll á morgun. Kjalvegur hefur oft verið opnaður í byrjun júní en það hefur einnig stundum dregist fram eftir mán- uðinum. Opnun nú telst því í seinna lagi, miðað við allra síðustu árin. Yfirleitt hefur nyrðri hluti Kjalveg- ar, í Hveravelli, opnast fyrr en syðri hlutinn. Guðmundur Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Hvammstanga, átti í gærmorgun von á að hægt yrði að opna inn í Hvera- velli síðdegis. Unnið er að viðgerðum á vatnsskemmdum. Í fyrstu er talað um að fært sé fyrir fjórhjóladrifna bíla en heflað verður um helgina og vonast Guðmundur til að hægt verði að opna fyrir almenna umferð í kjöl- farið. Enn er lokað inn í Landamanna- laugar úr öllum áttum og að Lakagíg- um og ekkert er farið að huga að Sprengisandsleið. Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfir- verkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal, segir að enn séu stórir skafl- ar á veginum inn að Lakagígum. Fljótlega verði þó opnað inn að Fagrafossi á Lakagígaleið. Fulltrúar Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar fóru nýlega í könnunarferð um Sigölduleið inn að Frostastaðavatni að Fjallabaki. Segir Ágúst að þrír stórir skaflar hafi verið á leiðinni og greinilegt að töluverður snjór hafi verið þar fyrir innan. Ákveðið hafi verið að athuga stöðu mála aftur nk. mánudag og sjá hvort ástæða væri til að hefja mokstur inn í Landmannalaugar. „Það tekur tíma að moka og svo þurfa einhverjir dag- ar að líða á meðan vatn sígur úr veg- inum. Ég hef grun um að það verði komið nálægt mánaðamótum, áður en hægt verður að opna veginn,“ seg- ir Ágúst. Hann tekur fram að ástand- ið geti breyst hratt ef góður hiti nái inn á hálendið. Oft hefur verið hægt að opna Sig- ölduleið inn í Landmannalaugar í fyrrihluta júní. Ágúst segir að lítil umferð sé á svæðunum enda engir erlendir ferðamenn á ferðinni. Kjalvegur að verða fær öllum  Verið að opna inn í Kerlingarfjöll og Hveravelli  Ferðamenn byrjaðir að leggja leið sína þangað  Enn er mikill snjór á leiðinni inn í Landmannalaugar og bið verður á að hægt verði að opna þangað Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveradalir Ægifagurt er á hverasvæðinu í Kerlingarfjöllum. Rauði jarðliturinn er ríkjandi en hverirnir skapa einnig gula og græna liti. Laugar Lokað í hálendisperluna og ekki von á breytingu alveg á næstunni. Aspirnar sem sagðar voru gróður- settar til minningar um þau sem féllu í snjóflóðinu á Flateyri 1995 og voru felldar af manni sem var dæmdur fyrir það nýverið voru í raun ekki gróðursettar til minningar um þau sem létust, að sögn konu sem var yfir gróðursetningunni, þrátt fyrir að það hafi komið fram í dómi yfir mannin- um að um minningartré væri að ræða. Trén voru keypt fyrir fé úr sjóðn- um Samhugur í verki og gróðursett eftir snjóflóðin, rétt eftir aldamót, að sögn Jóhönnu Guðrúnar Kristjáns- dóttur sem var á þeim tíma yfir verk- efni íbúasamtaka sem beindist að því að fegra umhverfi á Flateyri og sá meðal annars um að gróðursetja um- ræddar aspir. Samhugur í verki var stofnaður í kjölfar snjóflóðanna og var fé úr hon- um meðal annars nýtt til að gróður- setja tré og annað víðs vegar á Flat- eyri. Sérstakur minningargarður var reistur og þar gróðursett tré en trén sem maðurinn felldi voru ekki á með- al þeirra sem voru gróðursett í minn- ingu þeirra sem létust, að sögn Jó- hönnu, andstætt því sem kemur fram í dómnum. „Allur gróðurinn kom úr sjóðnum. Hann var stofnaður til þess að bæta og hjálpa Flateyri eftir snjóflóðin,“ segir Jóhanna Guðrún. Í fyrrnefndum dómi kom fram að trén hefðu staðið í áratugi en Jó- hanna segir að þau hafi verið gróð- ursett einhvern tímann á árunum 2002-2004. Hún segir þó að trén, eins og annar gróður sem greitt var fyrir af sjóðn- um, hafi haft tilfinningalegt gildi fyrir Flateyringa. Verst hafi verið hvernig maðurinn sem felldi aspirnar hafi far- ið að því. Ragnhildur@mbl.is Ekki minnisvarð- ar um hin látnu  Dómurinn segir trén minningaraspir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flateyri Trén stóðu á milli húsa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.