Morgunblaðið - 11.06.2020, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30
Veitingamenn athugið!
Við sérhæfum okkur í þjónustu fyrir veitingahús
Það fer fram mikil þróun á íslensk-
um kjötafurðamarkaði um þessar
mundir og ljóst að neytendur eru
áhugasamir um þessa þróun ef
marka má viðtökurnar sem gallo-
way- og limosin-nautakjötið úr
Skagafirði fékk við komu í verslanir
í síðustu viku. Önnur merkileg nýj-
ung sem er í boði er sérvalið nauta-
kjöt sem búið er að hægmeyrna í 4-6
vikur en til samanburðar er hefð-
bundið nautakjöt látið meyrna í 15
daga. Kjötið er látið hanga á beini í
sérhönnuðum kæli í 4-6 vikur við við
2-4°C og gerir sú aðferð það að verk-
um að kjötið nær einstakri meyrnun
og bragðgæðum.
Um komandi helgi verður boðið
upp á hægmeyrnaðar rib-eye-
steikur í hæsta gæðaflokki í versl-
unum Hagkaups en að sögn for-
svarsmanna verslunarinnar verður
framboð á sérverkuðu rib-eye í
meira magni en áður og fáanlegt í
öllum verslunum Hagkaups.
Það er því ljóst að það er mikil
gróska í vinnslu og þróun á íslensku
nautakjöti, sem er fagnaðarefni fyrir
matgæðinga og íslenskan land-
búnað.
Hægmeyrnað
íslenskt nautakjöt
Ljósmynd/VSV
Bráðnar í munni Dásemdar-steikarsamloka með grilluðu íslensku hæg-
meyrnuðu rib-eye. Uppskriftina er að finna inni á matarvef mbl.is.
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Mjúk sítrónukaka með glassúr
230 g smjör, mjúkt
2½ dl sykur
4 egg
3½ dl hveiti
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
1½ tsk. vanilludropar
1 dl og 1 msk. grískt jógúrt
frá Örnu mjólkurvörum
½ dl sítrónusafi
fínt rifinn börkur af 1 sítrónu
(bara guli hlutinn, ekki hvíti)
1½ dl flórsykur
U.þ.b. 2 msk. sítrónusafi
Sítrónubörkur til að skreyta
Aðferð:
Kveikið á ofninum og stillið
á 175°C og undir- og yfirhita.
Þeytið saman smjör og syk-
ur, þegar blandan er orðin
létt og ljós setjið þá eggin út
í, eitt í einu og hrærið á milli.
Setjið hveiti, matarsóda og
salt saman í skál og blandið,
bætið því svo út í eggja-
blönduna og hrærið saman
þar til allt hefur blandast
saman.
Bætið út í vanilludropum,
grísku jógúrti, sítrónusafa og
sítrónuberki, hrærið þar til
allt hefur blandast saman.
Smyrjið 23 cm hringform
eða sambærilegt vel með
smjöri og hellið deiginu í
formið, bakið í 1 klst. og 30-
45 mín. eða þar til kakan er
bökuð í gegn (stingið hníf í
kökuna og ef hann kemur
hreinn upp er hún tilbúin).
Leyfið kökunni að kólna og
takið hana svo úr forminu.
Setjið flórsykur í skál og
blandið sítrónusafa saman við
þar til glassúrinn er þykk-
fljótandi, hellið honum yfir
kökuna. Rífið sítrónubörk yf-
ir kökuna til að skreyta hana.
Nákvæmt aðferðarmyndband
er að finna á Insta-
gram.com/lindaben í „Sí-
trónukaka highlights“.
Sumarleg
sítrónukaka
Það er fátt sumarlegra en sítrónukaka.
Mjúk sítrónukaka með glassúr er ein af
þessum kökum sem alltaf eiga vel við. Í
uppskriftinni er grísk jógúrt sem gerir mik-
ið fyrir áferðina og bragðið og létt sítrónu-
bragðið kemur með ferskleika á móti sæt-
unni í kökunni og kreminu. Það er Linda
Ben. sem á heiðurinn af kökunni. Hún segir
að kakan sé afar mjúk en nokkuð þétt og
rakamikil á sama tíma. Kakan sé einföld og
allir ættu að ráða við hana.
Ljósmynd/Linda Ben.
Á alltaf vel við Þessi mjúka sítr-
ónukaka er fullkomin hvort sem
er í helgarbaksturinn eða til að
smella í á virkum degi til að
gleðja fólkið í kringum okkur.