Morgunblaðið - 11.06.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
Breska dagblaðið The Guardianhefur neitað að verða við kröf-
um um að fjarlægja mynd eftir
teiknara sinn af vefnum, en sumum
var ofboðið þegar
blaðið birti mynd af
Priti Patel innanrík-
isráðherra og Boris
Johnson forsætisráð-
herra í líki naut-
gripa. Patel sagði í
breska þinginu að
myndin væri ekki að-
eins til marks um
kynþáttahatur held-
ur líka móðgandi,
bæði menningar- og
trúarlega, en Patel
er hindúi.
Starfsmenn blaðsins hafa ekkimisst vinnuna vegna þessa og
hægt er að velta því fyrir sér hvort
það stafar af því að Patel er hægra
megin við miðju stjórnmálanna en
The Guardian vinstra megin. Það er
að minnsta kosti umhugsunarvert að
skömmu áður varð mikil ólga innan-
húss á dagblaðinu The New York
Times í Bandaríkjunum, sem er til
vinstri, en þar hafði greinadeild
blaðsins leyft birtingu á grein eftir
öldungadeildarþingmann, Tom Cot-
ton, sem er repúblikani. Svo mikið
gekk á innanhúss hjá NYT að yfir-
maður greinadeildar, James Bennet,
neyddist til að segja af sér og næst-
ráðandinn var færður til í starfi.
Bennet hafði, sem von er, variðbirtingu greinarinnar þar sem
sjónarmið Cottons væru innlegg í
umræðuna þó að Bennet sjálfur væri
alfarið ósammála þeim, sem er allt
annað mál.
Það er sorglegt að þetta skynsam-lega viðhorf Bennets til umræð-
unnar skuli hafa orðið til þess að
hann var hrakinn úr starfi og hlýtur
að vekja spurningar um trúverðug-
leika NYT, einkum þegar kemur að
umfjöllun um bandarísk stjórnmál.
Priti Patel
Eru ólík viðhorf
óæskileg?
STAKSTEINAR
Tom Cotton
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Frá og með 1. janúar næstkomandi
verður æðstu stjórnendum ríkisins
og aðstoðarmönnum ráðherra gert
skylt að tilkynna um tiltekna hags-
muni sína á borð við eignir og skuldir
auk sömu upplýsinga um maka sína
og ólögráða börn á framfæri sínu. Þá
er þeim gert að tilkynna um gjafir
yfir tiltekinni fjárhæð sem þeir
þiggja í tengslum við starf.
Þetta kemur fram í frumvarpi
Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð-
herra um varnir gegn hagsmuna-
árekstrum í Stjórnarráði Íslands
sem var samþykkt á Alþingi á þriðju-
dag.
Halda skrá vegna ráðherra
Þá verður forsætisráðuneytinu
gert að halda skrá yfir og birta upp-
lýsingar sem varða ráðherra, ráðu-
neytisstjóra og aðstoðarmenn ráð-
herra. Ráðherra getur ákveðið að
birta upplýsingar úr skránni sem
varða hagsmuni skrifstofustjóra og
sendiherra þegar almannahags-
munir krefjast þess.
Lögin hafa einnig að geyma regl-
ur um takmarkanir á starfsvali að
opinberum störfum loknum þannig
að æðstu stjórnendum verður
bannað að gerast hagsmunaverðir í
tiltekinn tíma.
ragnhildur@mbl.is
Gert að tilkynna um hagsmuni sína
Lög um varnir gegn hagsmuna-
árekstrum samþykkt á Alþingi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reglur Eftirlit og ákvarðanataka
verður undir forsætisráðuneytinu.
Nemendum sem sóttu um í Vinnu-
skóla Reykjavíkurborgar fjölgaði
mikið á milli ára, að sögn Magn-
úsar Arnars Sveinbjörnssonar,
skólastjóra vinnuskólans, en
vinnuskólinn hóf störf síðastliðinn
þriðjudag.
Þannig hafa 3.200 sótt um í
vinnuskólanum hingað til en 2.300
sóttu um í fyrra, og er fjölgun um-
sókna því tæp 40%. Í fyrra var
fjölgun á milli ára um 15%.
„Við tökum við öllum og bjóðum
störf á einhverju af þremur starfs-
tímabilum sumarsins,“ segir
Magnús í skriflegu svari við fyr-
irspurn Morgunblaðsins.
Vinna í 50 til 140 stundir
Sömu sögu er að segja af eftir-
spurn í Vinnuskóla Garðabæjar en
í ár eru 700 nemendur skráðir þar
en 500 voru skráðir í vinnuskólann
í fyrra. Fjölgunin þar er því einn-
ig 40%. Allir sem sóttu um starf
hjá Vinnuskóla Garðabæjar og
uppfylla starfsskilyrði fá starf,
samkvæmt upplýsingum frá Huldu
Hauksdóttur, upplýsingastjóra
Garðabæjar. Til þess að anna eft-
irspurn er Reykjavíkurborg í sam-
starfi við starfsstaði borgarinnar
og eins frístundaheimili, leikskóla,
íþróttafélög og skáta til þess að
bjóða upp á fjölbreyttari störf fyr-
ir elstu nemendur.
„Við höfum fjölgað þeim störf-
um auk þess að fjölga í okkar
hefðbundna hópastarfi,“ segir
Magnús.
Áttundubekkingar fá 52,5
klukkustunda starf, níundubekk-
ingar 105 klukkustunda starf og
tíundubekkingar 140 klukkustunda
starf. ragnhildur@mbl.is
40% fjölgun um-
sókna í vinnuskóla
Mikil fjölgun í
vinnuskólum Reykja-
víkur og Garðabæjar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinna Starfsemi Vinnuskólans í
Reykjavík hófst í vikunni í bleytu.
Afmælistilboð
Fríform fagnar 20 ára
afmæli sínu í ár.
Við bjóðum viðskiptavinum
okkar 20% afslátt af
öllum innréttingum í júní.
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2
0
0
0
—
2
0
2
0