Morgunblaðið - 11.06.2020, Side 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2020
✝ Svanfríður Sig-urlaug Ey-
vindsdóttir fæddist
á Siglufirði 19.4.
1931. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 16.5. 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Katrín Sig-
ríður Jósepsdóttir
frá Stóru-Reykjum
í Fljótum, f. 26.3.
1894, d. 21.5. 1957,
og Eyvindur Nikódemus Júl-
íusson frá Gaul í Staðarsveit, f.
3.8. 1898, d. 27.12. 1986.
Alsystkin Svanfríðar voru:
Sigurgeir, f. 29.12. 1932, d. 25.2.
1933; og Ragna Lísa (Góa), f. 6.3.
1934, d. 25.2.2006. Samfeðra
systur hennar voru: Guðbjörg, f.
30.9. 1927, d. 29.3. 2013, og Lauf-
ey, f. 23.9. 1928, d. 9.12. 1999.
Svanfríður ólst upp á Siglu-
firði og eyddi þar líka unglings-
árunum meðan síldarævintýrið
stóð sem hæst. Þar kynntist
Svanfríður barnsföður sínum
Einari Péturssyni og eignuðust
Gunnar Svanur, f. 1978. Dóttir
hans er Ronja Auður. Berglind
Fríða, f. 1982. Börn hennar eru
Kristófer Breki og Katrín Birta.
Þorsteinn Árni, f. 1989. Börn
hans eru Anton Logi og Alex-
andra Liv. Steinunn Rán, f. 1971.
Börn hennar Sædís Rán og Vig-
dís Una. Guðfinna Sif, f. 1975.
Börn hennar Andri Þór og Ævar
Már. Dagný Ösp, f. 1981. Börn
hennar Róbert Ingi, Vilhjálmur
Thor og Sólrún Zóe. 3) Katrín
Gunnarsdóttir Fabbiano, f. 25.5.
1955, gift Louie Fabbiano, f.
17.10. 1946. Barn Katrínar er
Jonatan Michael Johnson, f.
1982. Barn hans er Hana Belle.
4) Kolbeinn, f. 19.10. 1956, giftur
Önnu Ásdísi Björnsdóttur, f.
17.3. 1957. Börn þeirra eru Heið-
ar Ingi, f. 1982. Svanfríður
Helga, f. 1986. Börn hennar eru
Emeliana Thea, Birgitta Marý
og Auður Birta. Gunnar Björn, f.
1988. Barn hans er Rúnar Freyr.
5) Eyvindur, f. 17.12. 1964, giftur
Hrafnhildi Jónsdóttur, f. 17.9.
1965. Börn þeirra eru Ragnhild-
ur Jóna, f. 1987. Börn hennar
eru Embla Björg og Jóel Bessi.
Fósturbörn Ásdís María og Aníta
Mist. Benedikt Elí, f. 2002. El-
ísabet Ósk Thorlacius, f. 1982.
Barn hennar er Emil Darri.
Svanfríður flutti suður 1951
og réð sig í kaupavinnu í Reykja-
vík og fljótlega eftir það giftu
Svanfríður og Gunnar sig, á sjó-
mannadaginn 12.6. 1954. Þau
settust að á Vesturgötu 6
(Bjarna Sívertsen húsi) þar sem
hún gætti barna á Svönuróló. Ár-
ið 1966 fluttu þau svo í eigin íbúð
í Suðurgötu 53 í Hafnarfirði.
Svanfríður starfaði einnig við
fiskvinnslu og árið 1971 sótti
hún námskeið í gæðamati á veg-
um sjávarútvegsráðuneytisins
þar sem hún ávann sér fulln-
aðarréttindi til gæðamats á
ferskum og frystum fiski. Hún
starfaði eftir það sem eftirlit-
skona hjá BÚH um árabil. Hún
var einnig virkur félagi í kven-
félagi Alþýðuflokksins í Hafn-
arfirði um tíma.
Svanfríður bjó við Suðurgöt-
una þar til hún flutti á Hrafnistu
í Hafnarfirði árið 2010.
Útförin hefur farið fram að
ósk hinnar látnu.
þau drenginn 1)
Örn Sigurgeir, f.
17.1. 1950. Hann er
giftur Jónu Ragn-
hildi Stígsdóttur, f.
12.12. 1949. Sonur
þeirra er Pétur
Ingi, f. 1968. Börn
hans eru Jóna Rán,
Brynjar Örn og
Berglind. Fóst-
urbörn Péturs eru
Guðrún Bína, Vikt-
oría og Ísabella María.
Síðar kynntist Svanfríður
einnig tilvonandi eiginmanni sín-
um, Gunnari Sigurði Ástvalds-
syni sjómanni, f. 11.9. 1930, d.
13.7. 1984. Börn þeirra eru: 2)
Steindór, f. 14.4. 1954, giftur
Þorbjörgu Svanfríði Gísladóttur,
f. 27.7. 1950. Börn þeirra eru
Vignir, f. 1976. Börn hans eru
Vignir Ómar, Arnór Elí, Eyþór
Arnar og fósturdóttir, Gréta
Guðný, þar er eitt barnabarna-
barnabarn. Margrét Ósk, f. 1977.
Börn hennar eru Isak Örn, Odin
Örn, Thor Örn og Aron Örn.
Það er erfitt fyrir okkur, börn,
tengdabörn og afkomendur, að
horfa á eftir móður okkar. Miklar
tilfinningar brjótast fram, tilfinn-
ingar sem tengjast öllum minning-
unum sem við eigum úr æsku og
uppvexti – og allt fram á síðasta
dag. Þessar minningar eru okkur
dýrmætar. Þær eru okkur huggun
núna og þær koma til með að
verða það um ókomin ár. Við eig-
um ekkert nema góðar og fallegar
minningar um samskiptin við
mömmu og tilfinningarnar tengj-
ast allar því jákvæða sem hún skil-
ur eftir sig. Það er bæði gott og
gaman að rifja þær upp.
Með sínu stóra hjarta hélt hún
þétt utan um barnahópinn sinn og
vildi gera allt sem hún gat til að
hjálpa til þegar erfiðleikar eða
vandamál komu upp. Við, börnin
hennar, tengdabörn og barna-
börn, leituðum alla tíð mikið til
hennar og barnabörnin vildu oft fá
að vera hjá henni. Það var alltaf
opið hús hjá henni, hvenær sem
var. Hún hafði yndi af því að vera í
eldhúsinu, að elda og bera fram
mat og meðlæti fyrir gestina. Allir
fóru saddir og sælir frá Svönu.
En mamma hlúði ekki bara að
sínum eigin börnum. Við hittum
oft enn þann dag í dag fólk sem
talar um Svönu á róló frá þeim
tíma sem hún sá um róluvöllinn á
bak við Vesturgötu 6. Þetta er þá
annaðhvort fólk sem treysti henni
fyrir börnunum sínum, eða þá
börnin sjálf – sem nú eru orðin
fullorðin – sem rifja upp góðar
minningar um það hvernig Svana
hélt utan um starfið þar.
Það var alltaf verulega gest-
kvæmt á heimili hennar að Suð-
urgötu 53. Vinir og vandamenn
komu við og fengu sér kaffisopa í
leiðinni í eða úr Mánabúð sem var
á neðri hæð hússins. Þarna voru öll
vandamál heimsins leyst við eld-
húsborðið, sérstaklega á meðan
Gunnars, eiginmanns hennar, naut
við en hann lést 1984.
Þó svo mamma væri gestrisin
með afbrigðum var hún ekki mikið
fyrir að fara sjálf í heimsóknir.
Hún vildi frekar fá fólk í heimsókn.
Þegar hún fór í heimsóknir var
hún samt ánægð með að hafa drifið
sig og þakklát fyrir móttökurnar.
Á kveðjustund er gott að rifja
það upp að þú naust þess síðustu
rúmu 10 árin að vera á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Þar leið þér alla tíð
vel, fékkst frábæra umönnun. Við
erum starfsfólkinu sem sinnti þér
á Ægishrauni afar þakklát.
Núna ferðu á annað tilverustig
og hittir þitt fólk, sem þú hefur
ekki hitt lengi og átt góðar stundir
með því.
Elsku mamma! Þú ert okkur
áfram stoð og stytta í lífinu, vegna
þess að þú kenndir okkur svo
margt með æðruleysinu og rólegri
og yfirvegaðri framkomu við alla.
Kolbeinn og Anna Ásdís.
Elsku tengdamamma, nú ertu
búin að kveðja okkur.
Þegar ég kynntist Eyvindi voru
tveir mánuðir frá því Gunnar þinn
dó, 1984, svo ég fékk ekki að kynn-
ast honum.
Ég átti dóttur fyrir sem var
rúmlega tveggja ára og þegar ég
kynnti hana fyrir þér tókstu í
höndina á henni og sagðir: „Sæl,
ég heiti amma Svana“ og þannig
var það, þú varst orðin amma
hennar. Síðar, 1987, kaupum við
Eyvindur hús á Hringbrautinni og
eignumst síðan Ragnhildi Jónu, þá
var gott að búa svona stutt frá þér.
Ég var dugleg að koma til þín þeg-
ar hún var í vagni/kerru og við
fengum okkur göngutúr í bæinn
enda stutt að fara. Við kíktum í
búðir og hittum margt fólk sem þú
þekktir til að spjalla við, það fannst
þér gaman.
Elsku Svana, þú kenndir mér
svo margt! Það sem stendur upp
úr minningunum hjá mér er til
dæmis þegar þú sagðir mér að nú
ætluðum við að taka slátur saman,
því allir taka slátur, sagðir þú.
Ekki gat ég verið minni en allir og
svo auðvitað sló ég til. En það gekk
ekki svo vel þar sem ég er mjög
klígjugjörn og eyddi sennilega
meiri tíma á salerninu heldur en í
sláturgerðinni. Ekki fékk ég aftur
boð.
Við nutum þess að fara í ferða-
lög með þér vestur í Ólafsvík til
Laufeyjar systur þinnar og fjöl-
skyldu. Allar góðu stundirnar við
eldhúsborðið á Suðurgötunni voru
mér einnig kærar.
Ég gat alltaf leitað til þín með
hvað sem var og alltaf varstu til
staðar fyrir okkur.
Stelpurnar okkar nutu þess að
vera hjá þér á Suðurgötunni og
þar eiga þær margar minningar
um þig. Síðan fæddist Benedikt
Elí 2002, þá varstu orðin mjög
slæm í fótunum en við fórum þá
bara meira á bílnum í styttri ferð-
ir. Hann kynntist þér ekki eins og
eldri barnabörnin, en hann minn-
ist þín sem góðrar ömmu, alltaf
brosandi og vildir allt fyrir hann
gera.
Með þakklæti kveð ég þig. Takk
fyrir allt.
Guð blessi þig.
Þín
Hrafnhildur.
Svanfríður Eyvindsdóttir
✝ Ingibjörg EddaBjörgvinsdóttir
fæddist í Dufþaks-
holti, Rangár-
vallasýslu 20. mars
1947. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 20. maí
2020.
Foreldrar Ingi-
bjargar voru Ragn-
heiður Jóhanna
Ólafsdóttir, f. 28.10.
1915, d. 26.1. 1998, og Björgvin
Kristinn Guðjónsson, f. 26.12.
1910, d. 16.10. 2003. Systkini:
Hörður Björgvinsson, f. 25.6.
1940, maki Guðbjörg Karlotta
Hjörleifsdóttir, f. 23.8. 1940, Guð-
björg Björgvinsdóttir, f. 7.2. 1945,
maki Magnús Helgi Sigurðsson, f.
23.7. 1942, Katrín Jónína Björg-
vinsdóttir, f. 4.8. 1954. Hálfsystir
Hallfríður Helga Dagbjartsdóttir,
f. 8.9. 1930, d. 10.9. 2007 maki
Guðjón Ólafsson, f. 22.9. 1924.
Ingibjörg Edda giftist Gísla
Sveinssyni, f. 15.1. 1943, d. 16.5.
1970. Foreldrar Gísla voru Sveinn
Aðalsteinn Gíslason, f. 11.9. 1914,
d. 19.5. 1982, og
Guðbjörg Hulda
Guðmundsdóttir, f.
22.10. 1914, d. 2.2.
1998. Ingibjörg og
Gísli eignuðust tvær
dætur:
1) Kolbrún Gísla-
dóttir, f. 29.3. 1966,
maki Baldur Þór
Davíðsson, f. 19.4.
1963, börn: Birta
Baldursdóttir, f.
22.11. 1992, sambýlismaður
Tryggvi Hrannar Jónsson, f. 11.8.
1990, börn Trausti Steinn, f. 20.7.
2014, og Þórdís Alba, f. 2.9. 2018,
Númi Steinn Baldursson, f. 11.6.
1996, Diljá Baldursdóttir f. 20.11.
1998.
2) Hulda Gísladóttir, f. 23.8.
1967, maki Bjarnfreður Heiðar
Ólafsson, f. 17.11. 1967. Börn:
Auður Lára Bjarnfreðsdóttir, f.
25.2. 1999, Agnes Edda Bjarn-
freðsdóttir, f. 22.12.2000, Guðrún
Halla Bjarnfreðsdóttir, f. 30.9.
2009.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey 29. maí 2020.
Það var einstaklega gott að um-
gangast Ingu tengdamóður mína
enda lagði hún sig fram um að öll-
um liði vel í kringum hana. Hvort
sem maður deildi með Ingu heim-
ili, var í heimsókn hjá henni eða
ferðaðist með henni erlendis þá
voru samverustundirnar með
henni sannkallaðar gæðastundir.
Inga var dugleg og hamhleypa
til verka þegar hún var upp á sitt
besta. Hin síðari ár hafði hún þó
minni þrótt til verka og hreyfði sig
ekki mikið úti við. En ef einhver í
fjölskyldunni bað hana um ráð,
hjálp eða viðvik þá rauk hún sam-
stundis til aðstoðar. Þannig var
hún alltaf boðin og búin ef á þurfti
að halda. Barnabörnin leituðu
mikið til hennar með stórt og
smátt og áttu þar ávallt hauk í
horni. Hún var amma eins og þær
gerast bestar.
Stundum vorum við Inga ósam-
mála um dægurmálin. Umræðu-
efnið var þá yfirleitt lagt til hliðar
og tekið upp léttara hjal. Ég lærði
það fljótt að Ingu varð sjaldan
snúið með rökum einum saman en
réttlæti og sanngirni var það sem
skipti hana hjartans máli.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka Ingu samfylgdina í gegnum
áratugina.
Hvíl í friði.
Bjarnfreður Ólafsson.
Elsku amma var alveg hreint
mögnuð kona. Góðhjartaðri,
sterkari og skemmtilegri konu var
vart að finna. Amma var mín besta
vinkona. Við hana var hægt að tala
um allt, bæði gott og slæmt, og
alltaf stóð hún með mér, gaf mér
knús og lét mér líða vel.
Það er erfitt að lýsa því með
orðum hvað ég er þakklát fyrir allt
sem þessi magnaða kona gaf mér.
Fyrir próf sagðist amma ætla að
hugsa til mín og hún hringdi alltaf
í mig daginn eftir prófið og spurði
Ingibjörg Edda
Björgvinsdóttir
hvernig gekk. Ég á endalaust af
góðum minningum um hana
ömmu mína en þær sem mér
finnst vænst um eru öll góðu sam-
tölin okkar. Henni ömmu sagði ég
frá öllu sem gerðist í lífi mínu og
hringdi hún oft í mig og spurði út í
það sem ég hafði sagt. Við gátum
skrafað um málin enda fannst
okkur fátt skemmtilegra en að
spjalla saman. Það sem mér
fannst vænst um við þessi samtöl
er að amma sagði mér líka frá sínu
lífi og hvernig henni leið. Amma
var annars frekar lokuð og því var
ég mikið þakklát fyrir að hún gat
líka talað við mig um sín mál.
Amma var með mikla samúðar-
kennd enda hélt hún alltaf með lið-
inu sem tapaði því hún vorkenndi
því. Elsku amma var gullfalleg að
utan sem innan, hún hafði frá
mörgum skemmtilegum sögum að
segja enda eldklár og alltaf var
stutt í hláturinn. Ég er stolt að fá
að bera millinafnið hennar, Edda,
og mun hún amma alltaf vera mín
helsta fyrirmynd.
Agnes Edda Bjarnfreðsdóttir.
Endurminningin merlar æ
í mánasilfri hvað sem var,
yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar,
gleðina jafnar, sefar sorg;
svipþyrping
sækir þing
í sinnis hljóðri borg.
(Grímur Thomsen)
Andartakið sem er að líða er
það sem við eigum og á ör-
skammri stundu er það horfið út í
eilífðina. En minningin lifir. Í
fyrrasumar áttum við systur sam-
an góða stund í Lundinum þar
sem við eigum gróðurreit og
griðastað. Hún gekk þar um og
skoðaði gróðurinn ótrúlega styrk
þótt hún væri svo til nýrisin upp
eftir stóra aðgerð vegna meinsins
sem svo lagði hana að velli.
Það er minningin sem ég ætla
að setja fremst í minningabókina
okkar.
Inga missti mann sinn Gísla
Sveinsson er hún var aðeins 23 ára
gömul en hann fórst í hörmulegu
sjóslysi úti fyrir Sandgerði hinn
16. maí 1970. Eftir stóð hún með
tvær kornungar dætur sem hún
kom til manns og oft á tíðum var
lífsbaráttan erfið. Dæturnar eru
vel gerðar og mætar manneskjur
sem hafa hlúð að mömmu sinni
alla tíð. Hún var stolt af þeim og
fjölskyldum þeirra og hafði oft orð
á því við mig undir það síðasta.
Hún var mér næst í fimm
systkina hópi og reyndist mér góð
stóra systir þegar ég var barn. Við
uxum upp saman, tvær ólíkar rós-
ir í sama beði. Við hjálpuðumst að
með börnin okkar meðan þau voru
ung. Hugsanlega hefðum við illa
komist af án hvor annarrar meðan
á því stóð. Fyrir þann stuðning
verð ég eilíflega þakklát.
Það einkenndi hana að hún var
iðulega að drífa sig, sama átti við
er hún stóð frammi fyrir því sem
ekkert okkar sleppur við – að
deyja. Þegar svo illa var komið að
enga lækningu var að fá tók hún
þá ákvörðun að ekkert yrði að gert
til að lengja lífið. Rétt eftir jólin
sagði hún: „Og nú hefst líknar-
gangan.“ Sú ganga varði í fimm
mánuði og furðaði hún sig oft á því
hversu langan tíma það tók. Sér-
staklega hafði hún áhyggjur af
dætrum sínum sem stóðu stöðugt
vaktina – hún vildi ekki vera fyrir
eða íþyngja þeim á nokkurn hátt
og sagðist vilja að þær héldu
áfram með lífið án þess að vera
bundnar yfir sér.
Það hvarflar að mér að sá stað-
ur sem kann að virðast endirinn
geti einnig verið upphafið. Ég
óska henni góðrar heimkomu í
Sumarlandið, sem við trúum báð-
ar að bíði okkar.
Hún mætti örlögum sínum af
miklum styrk, raunsæi og æðru-
leysi, og með þeirri afstöðu gerði
hún sínum nánustu auðveldara
fyrir.
Sárþjáð og farin að kröftum
lagðist hún inn á líknardeild Land-
spítalans 8. maí sl. þar sem hún
síðan lést hinn 20. maí.
Dæm svo mildan dauða,
Drottinn, þínu barni,
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni,
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
(Matthías Jochumsson)
Blessuð sé minning systur
minnar og þökk sé þeim sem
spurðu eftir henni, létu sig varða
líðan hennar og sendu henni góðar
kveðjur.
Katrín Jónína Björgvinsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ERLA JÓHANNSDÓTTIR
frá Sandgerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í
Reykjanesbæ miðvikudaginn 3. júní.
Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir eru færðar til starfsfólks Hlévangs fyrir fagleg
störf og hlýlegt viðmót.
Maríus Gunnarsson
Jóhanna Kr. Maríusdóttir Sigurður Þórsson
Elín Maríusdóttir Halldór S. Olgeirsson
Gunnar Maríusson Sigrún F. Úlfarsdóttir
Jóhann Kr. Maríusson Kolbrún Björgvinsdóttir
Þráinn Maríusson Sigríður F. Þorsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðursystir okkar,
ANNA PÁLÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR,
lést á HSN á Sauðárkróki miðvikudaginn
3. júní. Útförin fer fram frá
Sauðárkrókskirkju föstudaginn 12. júní
klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á
facebooksíðu Sauðárkrókskirkju.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg í Skagafirði,
banki 0310-13-300424, kt. 570269-0389.
Sigurður Sigfússon
Stefanía Sigfúsdóttir
Ingvi Þór Sigfússon
og fjölskyldur þeirra
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir,
sambýlismaður og afi,
JÓHANN ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON
húsasmíðameistari,
Brekkugötu 1, Garðabæ,
lést sunnudaginn 5. apríl á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi. Útför hans fer fram frá Lindakirkju
föstudaginn 12. júní klukkan 13.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildarinnar fyrir
hlýju og góða umönnun.
Sigurður Jóhannsson Hildur Sigurjónsdóttir
Guðmundur Jóhannsson Unnur Ósk Björgvinsdóttir
Ólöf Dómhildur Jóhannsd. Atli Þór Jakobsson
Þórunn Ólafsdóttir
og barnabörn