Morgunblaðið - 18.06.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.06.2020, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 8. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  142. tölublað  108. árgangur  STEFNAN TEKIN Á AUSTURLAND URÐU PENNA- VINIR FYRIR 15 ÁRUM ÞÝSKALANDS- MEISTARI FJÓRÐA ÁRIÐ Í RÖÐ VERÐLAUNABÓK 28 SARA BJÖRK 27FERÐALÖG AFP Kína Lífleg viðskipti á Chaowai- markaðinum í höfuðborginni Peking.  Ótti við að kórónuveira berist til Kína með ferskum laxi eða laxa- umbúðum veldur ekki teljandi vandræðum hjá íslenskum eldis- fyrirtækjum. Síðasta sendingin af laxi sem fara átti með beinu flugi á vegum DB Schenker til Kína sl. sunnudag var dregin til baka á síð- ustu stundu. Sendingin hefði verið stöðvuð á flugvellinum og henni eytt. Þá hafa laxeldisfyrirtækin gert hlé á slátrun og verða því ekki fyrir sömu áhrifum og mörg fyrir- tæki í öðrum löndum. »4 Hættu á síðustu stundu við að senda laxinn til Peking Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Viðskiptavinum Icelandair hefur gengið illa að fá endurgreitt frá flugfélaginu vegna aflýstra flugferða. Í sumum tilfellum hefur enn ekki bor- ist greiðsla þó að liðnir séu nokkrir mánuðir frá því óskað var eftir endurgreiðslu. Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýs- ingafulltrúa Icelandair, hefur tekið langan tíma að afgreiða málin. Segir hún að niðurfellingar flugfélagsins vegna heimsfaraldurs kórón- uveiru hafi haft áhrif á hundruð þúsunda far- þega. Um þriðjungur umræddra farþega hefur ósk- að eftir endurgreiðslu miða. Þá hefur meirihluti þegið inneignarnótur eða fallist á að breyta dag- setningum flugferða. „Við þurftum að fella niður nær allt flug á þessum tíma. Það er því ljóst að þetta hafði áhrif á hundruð þúsunda farþega og þar af hefur þriðjungur óskað eftir að fá miðana endur- greidda. Það eru mörg útistandandi mál og það hefur tekið langan tíma að afgreiða þau. Við gerum allt sem við getum til að afgreiða þetta eins fljótt og mögulegt er,“ segir Ásdís, sem að- spurð kveðst ekki þekkja hvort kröfur einstakra viðskiptavina hafi verið sendar í innheimtu. Torsótt að óska eftir endurgreiðslu Neytendasamtökin hafa fengið inn á borð til sín mál viðskiptavina Icelandair, segir Breki Karlsson, formaður samtakanna. Að hans sögn hefur félagsmönnum að mestu gengið vel með að breyta dagsetningum og fá inneignarnótur. Fjöldi krafna er lúta að endurgreiðslu flug- miða er þó enn útistandandi. „Við höfum kvart- að yfir því við Neytendastofu og Icelandair að þú getir með einum smelli fengið inneign en þarft á sama tíma að vaða eld og brennistein til að fá peninga til baka. Við þekkjum til þess að fjöldi fólks hafa ekki fengið endurgreitt í nokkra mánuði en auðvitað er það svo að við fáum yfir- leitt slæmu fréttirnar enda er það í eðli okkar starfsemi,“ segir Breki. Spurður hvað sé til ráða fyrir viðskiptavini sem ekki hafa fengið endurgreitt segir hann að stefna verði félaginu eða setja kröfuna í inn- heimtu. Hann viti til þess að einhverjir neyt- endur hafi í síðustu viku íhugað að senda kröfu á félagið í gegnum innheimtuþjónustu. „Sömu- leiðis getur fólk stefnt en það er mjög íþyngj- andi leið, sérstaklega í ljósi þess að það er eng- inn ágreiningur uppi um kröfuna.“ Þriðjungur vill endurgreiðslu  Meirihluti viðskiptavina Icelandair hefur fallist á tilfærslu dagsetninga eða inneignarnótur  Félagið þarf að afgreiða hundruð þúsunda mála  Hluti viðskiptavina beðið í mánuði eftir endurgreiðslu miða Morgunblaðið/Eggert Icelandair Minnihluti viðskiptavina flug- félagsins hefur óskað eftir endurgreiðslu. Breiðhyltingar nutu lífsins í góða veðrinu á hverfishátíð á Bakkatúni við Arnarbakka í gær. Foreldrafélög grunnskóla í Breiðholti héldu þar þjóðhátíð í samvinnu við íþróttafélögin í hverf- inu. Fjöldi fólks sótti skemmtunina. Börnin höfðu að ýmsu að hverfa, gátu hoppað í kastala eða feykt upp sápukúlum. Mannlífið blómstraði í garðinum þar sem nú standa 6.500 túlípanar í blóma. Hefðbundin dagskrá í miðborginni var ekki fjölsótt í ár enda var fólk hvatt til að fagna 17. júní frekar heima í hverfunum og á minni há- tíðum í sínum bæjarfélögum. »2 og 11 Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Dregið í sápukúlur á hverfisskemmtun  „Það getur ekki gengið að sveit- arfélög sem reka hjúkrunarheimili hafi lagt í þetta hundruð milljóna króna á undanförnum árum og geti ekki rekið þau lengur,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að búast til að slíta samningum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila vegna þess að daggjöld ríkisins duga ekki fyrir rekstri þeirra, sam- kvæmt þeim kröfum sem gerðar eru. Hefur verið mikill halli á sum- um þeirra. Aldís segir mikilvægt að meta hvaða þjónustu eigi að veita á þess- um heimilum og hvað hún kosti. Stofnaður hefur verið starfshópur til að fara yfir það. »6 Slíta sig frá rekstri hjúkrunarheimila

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.